Jarðskjálfti með stærðina Mw5,7 í eldstöðinni Reykjanes (staðan klukkan 12:53)

Þetta er stutt grein klukkan 12:53 á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes.

Það er hægt að sjá jarðskjáfltana á vefsíðunni hjá mér hérna. Þessi vefsíða er hýst heima hjá mér og er því á takmarkaðri bandvídd og getur því orðið mjög hæg. Ég hýsi vefsíðuna sjálfur vegna hugbúnaðar krafna sem fylgja þeim hugbúnaði sem ég nota.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw5,7 og fannst yfir allt vestanvert Ísland. Minniháttar tjón hefur verið tilkynnt og þá eru hlutir aðalega að falla úr hillum, veggjum, gluggum og öðrum slíkum stöðum.

Grænar stjörnur ná frá vestanverðu Reykjanesi að Krýsuvík og það er mikil jarðskjálftavirkni þarna.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesinu og er hver græn stjarna jarðskjálfti með stærðina yfir Mw3,0. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesinu graf sem sýnir mjög marga jarðskjáflta sem eru stærri en Mw3,0 sem hafa orðið síðan klukkan 10 í morgun
Jarðskjálftagrafið sem sýnir að jarðskjálftahrinan er mjög þétt og mjög margir jarðskjálftar hafa orðið sem eru stærri en Mw3,0 að stærð þarna. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun setja inn nýjar uppfærslur um stöðu mála eftir því sem dagurinn líður. Ástæða þess að ég var mjög seinn er sú að ég var sofandi þegar stærsti jarðskjálftinn átti sér stað og ég vaknaði ekki við stærsta jarðskjálftann.