Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Aðfaranótt 13-Febrúar 2021 klukkan 02:30 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni er venjuleg vegna þess að eldstöðin er að þenjast út og hefur verið að gera það síðan eldgosinu lauk Febrúar 2015.

Græn stjarna sýnir jarðskjálftann með stærðina 4,0 í Bárðarbungu í norð-vestur hluta Vatnajökuls. Það eru einnig nokkrir minni jarðskjálftar sem koma fram og eru merktir með appelsínugulum punktum.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Græna stjarna sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina Mw4,0. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verður jarðskjálfti af þessari stærð á nokkura vikna til mánaða fresti í Bárðarbungu og síðast varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 þann 21-Desember 2020. Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu mun halda áfram í mjög langan tíma eða þangað til að næsta eldgos verður eftir 20 til 100 ár.