Þetta er stutt grein um stöðuna í Sundhnúkagígum þann 2. Janúar 2024. Þessi grein er skrifuð klukkan 21:54. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.
Þenslan í Svartsengi virðist vera búinn að ná hámarksstöðu miðað við 18. Desember 2023 samkvæmt GPS stöðvum. Þenslan núna er ekki jöfn á öllum GPS stöðvunum og ég er ekki viss hver er ástæðan fyrir þessu en líklegasta ástæðan er að innflæði inn í sillunar í Svartsengi er ójafnt af einhverjum ástæðum. Af hverju það er veit ég ekki en eitthvað hefur mögulega breyst innan í eldstöðinni Svartsengi þegar það kemur að innflæði kviku þegar það kemur að sillunum.
Það er ekki hægt að vita hvenær næsta eldgos verður. Þegar þessi grein er skrifuð þá er ég að áætla að næsta eldgos verði eftir um sjö daga, það er í kringum 9. Janúar 2024. Það gæti orðið eldgos fyrr en það gæti einnig orðið eldgos seinna. Það er ekki hægt að segja til um það hvar næsta eldgos verður. Það er reiknað með því að næsta eldgos verði á svipuðum stað eða á þeim stað þar sem eldgosið í Sundahnúkum varð þann 18. Desember 2023.
Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er. Þetta er síðasta greinin þangað til eitthvað gerist í Sundhnúkagígum.
Styrkir
Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að millifæra beint á mig það sem fólk vill eða nota PayPal til þess að styrkja mig með öllum þeim vandamálum sem fylgja PayPal. Hægt er að finna bankaupplýsingar á síðunni styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂