Í gær (12-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina sunnan og austan við Grímsey. Þetta er á sama svæði og jarðskjálftahrina varð fyrir nokkrum vikum síðan. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til var með stærðina Mw3,5. Það er möguleiki á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist í nálægum byggðum.
Það er oft mjög mikil jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það gerist oft þarna að jarðskjálftavirknin aukist. Það gerist einnig mjög oft að jarðskjálftavirknin einfaldlega stöðvast. Hvað gerist verður bara að koma í ljós.
Þetta er stutt grein um stöðuna í jarðskjálftahrinunni austan við Grímsey.
Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 8-September-2022 heldur áfram. Yfir 6000 jarðskjálftar hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftar síðustu daga hafa náð stærðinni Mw4,2 og hafa fundist yfir stórt svæði. Fólk sem á heima í Grímsey og ferðamenn sem eru þar finna mjög vel fyrir þessari jarðskjálftahrinu.
Það eru engin merki um að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði. Það gæti breyst án viðvörunar en er ólíklegt engu að síður, en ég veit ekki hversu líklegt eldgos er á þessu svæði þar sem það eru ekki nein góð gögn um þetta svæði þar sem það er undir sjó. Það eru einnig ekki neinar augljósar breytingar á GPS mælum á svæðinu. Það er mjög líklega eingöngu jarðskjálftahrina en það útilokar ekki að þarna geti orðið jarðskjálfti með stærðina 6 til 7 án viðvörunar, þar sem hættan á slíkum jarðskjálfta er mjög mikil.
Styrkir
Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu (upplýsingar í fyrri grein eða á síðunni styrkir hérna fyrir ofan) eða með því að nota PayPal takkann. Styrkir hjálpa mér að komast af yfir mánuðinn. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Í nótt (8-September-2022) klukkan 04:01 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 austur af Grímsey. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði á norðausturlandi. Það hafa orðið meira en 22 jarðskjálftar sem hafa verið stærri en Mw3,0 síðan jarðskjálftahrinan hófst. Það hafa mælst yfir 700 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og það þýðir að jarðskjálftum mun fjölga og það er hætta á stærri jarðskjálftum.
Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Þarna er eldstöð en ég sé ekki nein merki þess að eitthvað sé að gerast þar. Þarna verða jarðskjálftahrinur á 2 til 3 ára fresti en það er mun lengra milli mjög stórra jarðskjálfta sem eru með stærðina 6 til 7 en slíkir jarðskjálftar gerast.
Styrkir
Þeir sem vilja og geta, þá er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með því að nota þessar hérna bankaupplýsingar eða með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Þetta hjálpar mér að komast af yfir mánuðinn og fá smá borgað fyrir mína vinnu. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Bankaupplýsingar
Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn
Í gær (27-Júní-2022) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu í sigdal sem þar er. Þetta er á svæði sem er norð-vestur af Gjögurtá. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Siglufirði og var með stærðina Mw3,2.
Í Júní árið 2020 varð þarna mjög stór jarðskjálftahrina þar sem stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw5,8. Þessi jarðskjálftavirknin núna er hugsanlega eftirskjálftavirkni af þeirri jarðskjálftahrinu. Ég er ekki viss, en það er möguleiki.
Aðfaranótt 10-Maí-2022 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina Mw3,2 og miðað við fjarlægð frá landi þá er ekki líklegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist.
Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Það er ekki hægt að vita hvað gerist næst þarna en það eru góðar líkur á því að þessi jarðskjálftavirkni hætti bara.
Í nótt, þann 29-Janúar-2022 hófst jarðskjálftahrina suður af Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina er frekar kröftug þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er hætta á því að það komi fram stærri jarðskjálfti á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 (02:35) og síðan jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 (02:40). Það er jarðskjálftahrina lítilla jarðskjálfta á sama svæði sem hófst eftir fyrsta jarðskjálftann með stærðina Mw3,3 klukkan 02:35. Jarðskjálftahrinur eins og þessar eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu.
Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,9 klukkan 22:06. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Grímsey.
Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og þarna verða mjög stórar jarðskjálftahrinur á 2 til 10 ára fresti.
Í gær (30-Ágúst-2021) varð lítil jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2.
Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í bili. Þarna verða oft jarðskjálftar og jarðskjálftavirkni getur byrjað aftur þarna án nokkurar viðvörunnar.
Aðfaranótt 5-Ágúst-2021 varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Þegar þessi grein er skrifuð, þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hafa verið minni að stærð. Enginn jarðskjálfti hefur fundist í Grímsey samkvæmt fréttum.
Í gær (1-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,6. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það hafa komið fram 142 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði á Tjörnesbrotabeltinu og rétt um fyrir einu ári síðan varð mjög stór jarðskjálftahrina langt vestan við Grímsey í Júní 2020. Það er erfitt að segja til um það hvort að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni á næstu dögum.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.