Í gær (27-Júní-2022) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu í sigdal sem þar er. Þetta er á svæði sem er norð-vestur af Gjögurtá. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Siglufirði og var með stærðina Mw3,2.
Í Júní árið 2020 varð þarna mjög stór jarðskjálftahrina þar sem stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw5,8. Þessi jarðskjálftavirknin núna er hugsanlega eftirskjálftavirkni af þeirri jarðskjálftahrinu. Ég er ekki viss, en það er möguleiki.