Í dag (27-Júní-2022) klukkan 05:49 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti varð vegna þess að eldstöðin er að þenja sig út eftir eldgosið árið 2014 til 2015.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu mun halda áfram þangað til að kvikuhólfið í eldstöðinni er orðið fullt. Það gæti tekið allt frá 10 árum og upp í 70 ár. Það verða nokkrir svona jarðskjálftar á hverju ári en þessum jarðskjálftum mun fara fækkandi og í staðinn verða stærri jarðskjálftar.