Þetta hérna eru hugleiðingar um það sem er hugsanlegt að muni gerast í Bárðarbungu.
Hrun Bárðarbungu í nýja öskju
Í dag er askja í Bárðarbungu, þetta er ein stærsta askja Íslands og er rúmlega 70 ferkílómetrar að stærð og 10 km að breidd. Hinsvegar stendur eldstöðin hátt og er hæst rúmlega 2009 metra yfir sjávarmáli. Þannig að það er nægur efniviður fyrir Bárðarbungu til þess að falla niður í. Þann 16-Ágúst-2014 hófst þetta ferli sem mun valda hruni Bárðarbungu. Þann dag var hófst hrunið í Bárðarbungu, en það vissi það bara ekki neinn, en þann dag hófst einnig öflug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu sem markaði þetta upphaf hruns Bárðarbungu. Þegar hrun Bárðarbungu hefst fyrir alvöru má búast við mjög sterkum jarðskjálftum á svæðinu. Stærðir þeirra verða frá 5,5 til 6,7 og hugsanlega stærri ef jarðskorpan þarna ber slíka jarðskjálfta. Kvikan sem er í kvikuhólfi Bárðarbungu mun síðan leita upp með brúnum misgengins sem myndast hefur (hringurinn sem jarðskjáfltanir mynda eru misgengið). Kraftur eldgossins mun ráðast að mestu leiti á því hversu mikið öskjusig þetta verður, það er ekki hægt að segja til um það hversu mikið það verður fyrr en það hefst. Ég er hinsvegar að búast við mjög stóru öskjusigi sem mun valda miklu tjóni á Íslandi.
Það er einnig hætta á því að mínu áliti (sem getur verið rangt) að norðari hlið Bárðarbungu falli fram eða hrynji niður í þessum átökum sem þarna munu eiga sér stað. Hvað varðar jökulflóð þá er ljóst að þau munu fara bæði suður-vestur og norður með vatnasvæðum þar sem þau falla. Hversu mikið hlaupvatn er um að ræða er erfitt að segja til um á þessari stundu, en ljóst er það mun verða umtalsvert. Reikna með tjóni á vatnsvirkjum á þeim svæðum þar sem flóðin munu fara um. Einnig má reikna með miklu tjóni við Húsavík þar sem flóðin fara um. Tjón af völdum öskuskýs mun eingöngu ráðast af vindátt þegar að þessu kemur. Reikna má með að öskuskýið verði mjög stórt þegar þetta gerist og nái jafvel meira en 20 km hæð.
Eldgosavirkni mun halda áfram eftir að hruninu líkur. Hversu lengi slík virkni mun vara veit ég ekki fyrr en þessu er öllu saman lokið. Það getur verið allt frá viku upp í mörg ár. Það eina sem er hægt að gera er að bíða og sjá til hvernig þetta fer.
Öryggisatriði fyrir fólk
- Fólk þarf að kaupa sér langbylgjuútvarp til þess að ná langbylgju útsendingum. Þar sem reikna má með tjóni á fjarskiptavirkjum og rafmagnsleysi þegar öskjusigið hefst. Upplýsingavefsíðu Rúv um langbylgjuna er að finna hérna.
- Fólk ætti að fá sér heimasíma sem gengur eingöngu á fastlínukerfinu. Það tryggir virkni fastlínusíma ef aðrar fjarskiptaleiðir tapast (sambönd yfir farsíma).
- Fólk ætti að fá sér talstöðvar. Þar sem ekki er hægt að treysta á farsímakerfið eða fastlínukerfið virki í verstu tilfellunum eða eftir langdregið rafmagnsleysi. Þannig er hægt að tryggja þráðlaus fjarskipti á takmörkuðu svæði. Þar sem drægni talstöðva er ekki meira en 8 til 10 km á UHF bandinu.
- Hægt er að nota varaaflgjafa við sjónvörp (flatskjái). Við slík sjónvörp þá duga þeir lengur en við tölvur, en ekki endalaust.
- Fólk skal búast við sambandsleysi við internetið þegar þetta hefst. Þar sem ekki er hægt að treysta á það að flutningsleiðir fyrir internet sambönd haldi við álíka hamfarir.
- Fólk á að hlusta á tilkynningar frá Almannavörnum þegar þetta skellur á. Hvort sem þær eru í útvarpi eða sjónvarpinu.
Um stöðuna í Bárðarbungu
Staðan í Bárðarbungu er mjög alvarleg og fer ekki batnandi eftir því sem tíminn líður. Það er ljóst að mjög stórir atburðir eru að eiga sér stað þar núna. Þetta eru hugsanlega stærstu atburðir í sögu Íslands síðan land byggðist, það er þó ekki hægt að vera viss um slíkt fyrr en þetta hefst. Ég byggi mitt álít á bestu vísindalegu gögnum sem ég hef. Það sem ég veit ekki hvenær þetta mun hefast. Hinsvegar er ljóst að mínu áliti að þetta öskjusig í Bárðarbungu mun ekki hætta, það hefur ekki sýnt nein merki um að farið sé að hægjast á því sigi sem hafið er. Virkni dettur hinsvegar niður í einhverja klukkutíma eins og er og hefur gert það frá upphafi þessara atburða, ég veit ekki afhverju það er ennþá og hugsanlegt er það mun taka vísindamenn marga áratugi að komast að því afhverju slíkt hegðun á sér stað í eldstöðvarkerfum almennt.
Ég vona það besta í þeirri atburðarrás sem er núna að fara af stað. Hinsvegar er ljóst í mínum huga þegar þetta fer af stað af fullu afli þá mun verða mikið tjón. Ég vona að íslendingar sleppi við mannfall vegna þessara atburða sem eru að fara af stað fljótlega að mínu áliti.