Staðan í Bárðarbungu þann 25-September-2014

Þetta er staðan í Bárðarbungu klukkan 21:54. Það er hætta á því að þessar upplýsingar verði úreltar án viðvörunar.

  • Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram og það er ekkert sem bendir til þess að sé að fara enda. Stærð Holuhrauns er núna í kringum 40 ferkílómetrar að stærð. Ég hef ekki heyrt nákvæma stærð hraunsins í dag.
  • Lækkun öskju Bárðarbungu heldur áfram og er ennþá í kringum 50sm/á dag. Það er ekkert sem bendir til þess að farið sé að draga úr þessu sigi öskjunnar.
  • Stærsti jarðskjálftinn í dag varð klukkan 05:00. Annar stærsti jarðskjálftinn í dag varð klukkan 16:35 og var með stærðina 5,0. Aðrir jarðskjálftar í dag hafa verið minni.
  • Jarðskjálftavirkni heldur áfram að aukast í kvikuinnskotinu. Það bendir til þess að þrýstingurinn sé að aukast og það eykur hættuna á nýju eldgosi utan og innan jökuls.
  • Reiknað er með slæmu veðri næstu daga. Það þýðir að erfitt verður að fylgjast með eldgosinu og því sem er að gerast í Bárðarbungu.
  • Ég hef ekki neinar frekari fréttir af stöðunni í Bárðarbungu í dag.

Jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu

Jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu heldur áfram og það bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan kvikuinnskotsins. Það þýðir að hættan á nýju eldgosi er að aukast og það bendir einnig til þess að núverandi eldgos sé ekki nógu stórt fyrir það magn kviku sem er að flæða inn í Bárðarbungu af miklu dýpi. Þetta þýðir einnig að kvikuþrýstingur er að aukast innan kvikuhólfs Bárðarbungu og það eykur hættuna á eldgosi í öskju Bárðarbungu. Slíkt eldgos mundi hefjast án viðvörunar.

140925_2120
Jarðskjálftavirknin í kvikuinnskotinu eykst suður með kvikuinnskotinu eftir því sem þrýstingur eykst í því. Færist stöðugt nær sjálfri Bárðarbungu. Það er einnig talsverð jarðskjálftavirkni undir sjálfu eldgosinu í Holuhrauni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.