Staðan í Bárðarbungu þann 24-September-2014

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög hratt.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 22:42

  • Eldgosið í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær. Eins og stendur þá gýs hinsvegar aðeins einn eða tveir gígar þessa stundina. Það getur breyst án viðvörunar.
  • Hraunið er núna í kringum 40 ferkílómetrar að stærð. Þetta er annað stærsta hraun á Íslandi í dag, stærsta hraun sem runnið hefur síðan á 19 öld kom frá Heklu árið 1947 í 13 mánaða eldgosi. Það hraun er í kringum 80 ferkílómetrar að stærð. Það er reiknað með að Holuhraun muni ná þeirri stærð eftir eina og hálfa viku eða tvær vikur (eftir því hvernig krafturinn er í eldgosinu).
  • Stærsti jarðskjálftinn frá miðnætti var með stærðina 5,2. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni í dag.
  • Hraunið er núna að fara renna yfir Gæsavatnaleið samkvæmt fréttum. Þetta þýðir að vegur sem jarðfræðingar hafa verið að nota lokast. Við síðustu athugun þá átti hraunið eftir 200 metra þangað til að það færi yfir veginn.
  • Jarðskjálftavirkni er að aukast í kvikuinnskotinu. Það bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan þess núna. Hættan á nýju eldgosi þar sem kvikuinnskotið er hefur því aukist margfalt frá því sem var áður og mikil hætta er á því að eldgos muni eiga sér undir jökli með tilheyrandi vandamálum (jökulflóði, öskugosi og slíkum hlutum).
  • Ef að eldgos mun eiga sér stað undir jökli. Þá mun óróinn aukast til mikilla muna frá því sem núna er. Jökulflóð mundi einnig sjást í kjölfarið fljótlega eftir að eldgos hæfist. Það reyndar veltur á því hvaða leið vatnið færi undir jökli.
  • Engar aðrar stórar breytingar hafa átt sér stað í Bárðarbungu í dag.

Ef eitthvað breytist þá mun ég setja inn nýjar upplýsingar hingað inn.