Staðan í Bárðarbungu þann 23-September-2014

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög hratt.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 23:41

  • Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 5,1 og varð klukkan 04:33. Annar stærsti jarðskjálftinn í dag varð klukkan 13:44 og var með stærðina 4,5.
  • Askja Bárðarbungu heldur áfram að lækka um 50 sm á dag.
  • Órói bendir til þess að meiri kvika sé að flæða inn í Bárðarbungu en að gjósa í Holuhrauni. Það er að valda því að þrýstingur er að aukast innan Bárðarbungu núna.
  • GPS mælingar eru hættar að haga sér undarlega. Ég veit ekki afhverju það er og hvað það þýðir.
  • Órói sem kom fram klukkan 22:40 bendir til þess að lítið eldgos hafi átt sér stað. Þetta eldgos varði ekki lengi og er líklega búið núna.
  • Jarðskjálftavirkni er að færast suður með kvikuinnskotinu og bendir það til þess að þrýstingur sé að aukast innan þess. Það þýðir að aukin hætta er á eldgosum undir jökli.

Ef frekari breytingar verða þá mun ég setja inn upplýsingar um það hingað. Ef mjög stórir atburðir verða. Þá mun ég skrifa nýja grein um það sem er að gerast.