Staðan í Bárðarbungu laugardaginn 20-September-2014

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 12:31

  • Stærsti jarðskjálftinn síðan á miðnætti hafði stærðina 5,1. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni.
  • Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og fyrr. Helst gýs í miðgígnum sem er núna orðinn mjög hár og rís talsvert hátt yfir sléttuna sem þarna er til staðar.
  • Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga eins og áður, er sighraðinn núna í kringum 50sm/á dag.
  • Jarðskjálftavirkni er ennþá í kvikuinnskotinu og nær sú jarðskjálftavirkni talsvert undir Dyngjujökul.
  • Ég er að sjá talsvert af óróapúlsum á jarðskjálftamælum í kringum Bárðarbungu. Ég tel víst að það sé ekki gott. Ég hef rakið þá virkni til suður og suð-vestur Bárðarbungu miðað við útslag á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar.
  • GPS gögnin (vefur Háskóla Íslands er að finna hérna á ensku) eru ennþá að segja mjög mismunandi hluti eins og stendur gengur mér mjög illa að skilja hvað er að gerast. [Vegna leyfismála þá tengi ég eingöngu í þá vefsíðu. Myndin breytist með tímanum og því gildir þessi texti aðeins þegar skrifa hann.]
  • Efnasamsetning kvikunnar hefur verið að breytast eftir því sem liðið hefur á eldgosið. Samkvæmt nýjustu fréttum þá virðist sem að kvikan sem er núna að koma upp komi frá meira en 10 km dýpi.  Það þýðir að á meira en 10 km dýpi sé líklega mjög stórt kvikuhólf sem er fært um að viðhalda eldgosum í Bárðarbungu í mjög langan tíma.
  • Jarðfræðingar reikna með að vera við Holuhraun fram að jólum samkvæmt fréttum.
  • Rekhrinan hefur ekki ennþá hafist sunnan við Bárðarbungu. Hvenær það mun gerast veit ég ekki, en það er ljóst að syðri hluti Bárðarbungu kerfisins mun fara af stað á næstu dögum til mánuðum þar sem rekhrina er nú þegar hafin í norðari hluta kerfisins.

Ef eitthvað meiriháttar gerist. Þá mun ég setja inn nýjar upplýsingar hingað eða skrifa nýja grein.