Staðan í Bárðarbungu þann 26-September-2014

Þetta er staðan í Bárðarbungu þann 26-September-2014. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar án fyrirvara.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 21:54

  • Stærsti jarðskjálftinn í dag varð klukkan 16:49 og hafði stærðina 5,2. Annar stærsti jarðskjálfti dagsins varð klukkan 18:43 og hafði stærðina 4,3.
  • Þegar stærsti jarðskjálftinn varð í dag lækkaði askjan um rúmlega 30sm. Askjan í Bárðarbungu heldur áfram að lækka samkvæmt GPS mælingum og er sigið 50sm/á dag. Samtals hefur askjan lækkað um 29 metra.
  • Minni jarðskjálftar eru að eiga sér stað í Bárðarbungu. Það þýðir að askjan í Bárðarbungu lækkar þegar þessir jarðskjálftar eiga sér stað.
  • Kvikuinnflæði í Bárðarbungu er mjög svipað og síðustu daga. Þetta sést vel á GPS mælingum Háskóla Íslands og það er hægt að skoða þær mælingar hérna.
  • Mikill sandstormur var við Holuhraun í dag og skyggni var lítið samkvæmt frétt Rúv. Ekki nema rétt um 50 til 100 metrar á tímabili.
  • Eldgosið í Holuhrauni er með mjög svipuðum hætti og síðustu daga. Hraunið er núna stærra en 40 ferkílómetrar samkvæmt síðustu fréttum, ég hef ekki nákvæmari stærð í dag vegna veðurs.
  • Jarðskjálftavirkni heldur áfram í kvikuinnskotinu og bendir það til þess að þrýstingur sé að aukast innan þess.
  • Ekkert meira hefur gerst í Bárðarbungu í dag, en það gæti breyst án viðvörunar.
  • Samkvæmt veðurspánni þá verður slæmt veður á Íslandi um helgina. Því má reikna með miklum vindhávaða á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar og á mínum jarðskjálftamælum.

Næsta uppfærsla

Þar sem núna er Föstudagur þá mun ég setja næstu uppfærslu hingað inn á laugardeginum 27-September-2014. Ég óska öllum góðrar helgar.