Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (21. Desember 2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Þessi jarðskjálfti er vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta mögulega þýðir að þenslan í eldstöðinni Fagradalsfjalli sé að verða nægjanlega mikil til þess að koma af stað eldgosi, hvenær það gerist er samt ekki hægt að segja til um.
Lesa áfram „Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja“

Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík

Í dag (19. Desember 2022) og í gær (18. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 3 km norður af Grindavík sem er í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,9 og fannst í Grindavík. Ég held að flestir jarðskjálftar sem voru yfir stærðina Mw2,0 hafi fundist í Grindavík og hugsanlega einnig minni jarðskjálftar. Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi en slæmt veður kemur í veg fyrir að jarðskjálftar komi sjálfkrafa inn á vefsíðu Veðurstofunnar.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík“

Jarðskjálftahrinan 47 km austur af Fonti heldur áfram

Í nótt og dag (18. Desember 2022) hélt jarðskjálftahrinan sem á sér stað núna rúmlega 47 km austur af Fonti áfram. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð hafði stærðina Mw3,3 en minni jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað. Þó voru nokkrir jarðskjálftar sem voru samt stærri en Mw3,0 að stærð. Auk þess hafa orðið nokkrir jarðskjálftar sem náðu stærðinni Mw2,5.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrinan 47 km austur af Fonti heldur áfram“

Jarðskjálftahrina austur af Íslandi (45 km austur af Fonti)

Í dag (15. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 45 km austur af Fonti á Austurlandi. Þessi jarðskjálftahrina er úti í sjó og það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er í gangi. Á þessu svæði eru engar eldstöðvar og þetta svæði er út í sjó. Þetta svæði er einnig eitt af eldri svæðum á Íslandi.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,9 en fjarlægð frá landi kemur í veg fyrir að minni jarðskjálftar mælist sem verða á þessu svæði.

Jarðskjálftavirknin á Íslandi er sýnd með ýmsum punktum sem eru rauðir til bláir. Austur af Íslandi eru rauðir punktar og appelsínugulir punktar sem sýnir jarðskjálftavirknina austur af Íslandi austan við svæðið Font.
Jarðskjálftavirknin austur af Fonti og á Íslandi öllu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Punktar sem sýna jarðskjálfta rúmlega 45 km austur af Fonti. Þessi mynd er fengin úr jarðskjálftavefsíðu Veðurstofunnar sem heitir Skjálfta Lísa.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er sýnd á skjálftavefsjánni Skjálfta Lísa. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á sterkari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það er ekki mjög líklegt að sterkari jarðskjálftar finnist í byggð vegna fjarlægðar frá landi og það er mjög lítið um byggð á þessu svæði á austurlandi. Það mun aðeins jarðskjálfti finnast ef þarna verður mjög stór jarðskjálfti.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (03-Desember-2022)

Í dag (03-Desember-2022) klukkan 12:49 hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes með jarðskjálfta sem náði stærðinni Mw3,5 á 7 km dýpi. Þetta var stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu í kringum 40 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Það bárust ekki neinar tilkynningar um að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist í nálægum bæjum.

Græn stjarna í vestra neðra horni myndarinnar á Reykjanesskaga við Reykjanesstá. Ásamt appelsínugulum punktum og rauðum punkti sem sýnir nýlegan jarðskjálfta þegar þessi mynd er vistuð klukkan 19:20.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að nýtt tímabil virkni sé að byrja á þessu svæði á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg eftir talsvert hlé frá því að eldgosinu lauk í Fagradalsfjalli í Ágúst. Tímabilið eftir að eldgosinu lauk í Ágúst í eldstöðinni Fagradalsfjalli hefur verið mjög rólegt á þessu svæði. Það hefur ekki ennþá orðið eldgos í eldstöðinni Reykjanes ennþá. Hinsvegar hefur kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna haldið þar áfram. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna mun kom af stað eldgosi.

Tvær jarðskjálftahrinur í Kötlu

Í dag (27-Nóvember-2022) urðu tvær jarðskjálftahrinur í Kötlu. Það varð ekkert eldgos í kjölfarið á þessum jarðskjálftahrinum. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð og það er óljóst hvað er að gerast. Það er möguleiki á að þetta sé venjuleg jarðskjálftavirkni, þó svo að jarðskjálftarnir séu stærri en venjulega eða að þetta sé skref í eldstöðinni Kötlu sem mun leiða til eldgoss í framtíðinni. Það er engin leið að vita núna hvort er raunin. Þessar jarðskjálftahrinur urðu klukkan 03:41 og það kláraðist klukkan 03:53. Seinni jarðskjálftahrinan varð klukkan 11:48 og kláraðist klukkan 12:12.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu í Mýrdalsjökli. Jarðskjálftahrinan myndar línu sem nær frá norður-austur til suður-vestur.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0 og Mw3,1 og síðan Mw3,4. Þetta er ekki kvikuinnskot sem olli þessum jarðskjálftum. Heldur var hérna um að ræða jarðskjálftahrinu í yfirborði jarðskorpunnar. Kvikuinnskot haga sér öðruvísi en það sem kom fram í þessari jarðskjálftahrinu. Miðað við það sem ég er að sjá, þá er möguleiki á að það muni koma fleiri svona jarðskjálftahrinu í eldstöðinni Kötlu á næstu dögum og mánuðum.

Kröftug jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í dag (22-Nóvember-2022) klukkan 10:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Öræfajökli. Samkvæmt fréttum og Veðurstofu Íslands, þá er þetta stærsti jarðskjálfti í Öræfajökli síðan árið 2018. Þessi jarðskjálfti fannst á nálægum sveitarbæjum. Minni jarðskjálfti með stærðina Mw2,6 hafði orðið þarna nokkru fyrr og fannst einnig á svæðinu. Minni jarðskjálftar áttu sér einnig stað í öskju Öræfajökuls. Hinsvegar er slæmt veður á svæðinu að koma í veg fyrir almennilega mælingu á minni jarðskjálftum þarna.

Græn stjarna og rauðir punktar í Öræfajökli í suðurhluta Vatnajökuls.
Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Síðast þá var svona jarðskjálftavirkni í Öræfajökli á árunum 2018 til 2019 áður en jarðskjálftavirknin fór að minnka aftur. Það eru merki um að kvika sé á ferðinni innan í Öræfajökli en hvort og hvenær það mun valda eldgosi er ekki hægt að segja til um.

Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu (22-Nóvember-2022)

Í dag (22-Nóvember-2022) klukkan 19:55 hófst kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw4,4 og síðan kom annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 og þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,5. Fjöldi jarðskjálfta og stærðir jarðskjálfta eru að breytast þegar þessi grein er skrifuð.

Þrjár grænar stjörnur í eldstöðinni Kötlu í öskjunni sýna kröftuga jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað þar. Rauðir punktar eru einnig í öskjunni sem sýnir minni jarðskjálfta.
Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast þegar þessi grein er skrifuð. Þessa stundina er ég ekki að sjá neinn óróa á mælum í kringum eldstöðina Kötlu en það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar. Ég mun setja inn uppfærslur um stöðu mála ef eitthvað breytist.