Síðustu nótt klukkan 03:17 þann 26-Nóvember-2021 varð jarðskjálfti í Vatnafjöllum með stærðina Mw3,5. Vatnafjöll eru sunnan við eldstöðina Heklu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki eða slíkt var ekki tilkynnt til Veðurstofu Íslands.
Lesa áfram „Jarðskjálfti í Vatnafjöllum síðustu nótt“
Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes
Í gær (20-Nóvember-2021) var kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina Mw3,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er frekar stór og það hafa komið fram 217 jarðskjálftar hingað til.
Lesa áfram „Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes“
Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Vatnafjöllum
Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Vatnafjöllum og stærstu jarðskjálftar síðustu daga voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið síðustu daga hafa verið minni að stærð. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið fundist á nálægum sveitarbæjum og síðan á Hvolsvelli og á Hellu.
Lesa áfram „Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Vatnafjöllum“
Jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum
Í gær (18-Nóvember-2021 og þann 17-Nóvember-2021) varð jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3.
Lesa áfram „Jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum“
Sterkur jarðskjálfti í Vatnafjöllum sunnan við Heklu
Í gær (13-Nóvember-2021) klukkan 23:23 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í Vatnafjöllum sunnan við Heklu. Þetta lítur út fyrir að hafa verið eftirskjálfti af Mw5,2 jarðskjálftanum sem varð þann 11-Nóvember-2021.
Lesa áfram „Sterkur jarðskjálfti í Vatnafjöllum sunnan við Heklu“
Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu
Í dag (12-Nóvember-2021) klukkan 15:16 og 15:35 urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu með stærðina Mw3,3 og Mw3,6.
Lesa áfram „Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu“
Jarðskjálfti nærri Keili í morgun
Í dag (12-Nóvember-2021) klukkan 05:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 suð-vestan við Keili. Þessi jarðskjálfti fannst alla leið upp í Borgarnes.
Lesa áfram „Jarðskjálfti nærri Keili í morgun“
Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu
Jarðskjálftinn sem varð í dag (11-Nóvember-2021) klukkan 13:21 með stærðina Mw5,2 virðist raða sér á sprungu sem er í sömu stefnu og sprungur á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) frekar en sprungu sem er hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Hækkun á óróanum á 2 – 4Hz sem sást á nokkrum nálægum SIL stöðvum er aftur farinn að lækka og byrjaði að lækka fljótlega eftir að stóri jarðskjálftinn varð. Jarðskjálftavirkni á svæðinu er farin að minnka aftur en getur aukist á ný án viðvörunnar.
Lesa áfram „Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu“
Nýlegar atburður: Jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í eldstöðvarkerfi Heklu
Þetta er nýlegur atburður en það varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í eldstöðvarkerfi Heklu klukkan 13:21. Það er möguleiki að þetta sé upphafið að eldgosi á þessu svæði en það hefur gosið reglulega í Vatnafjöllum á síðustu öldum, en það er of snemmt núna til þess að vera viss.

Það er ekki möguleiki á að vita hvað gerist næst þarna. Það er hinsvegar hætta á að þarna verði jarðskjálfti með stærðina Mw7,0 en hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um.
Aukin jarðskjálftavirkni í lágtíðni og löngum jarðskjálftum í Torfajökli
Um klukkan 10:00 í morgun (31-Október-2021) jókst jarðskjálftavirkni af lágtíðni og löngum jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli. Núverandi jarðskjálftavirkni virðist vera að koma frá suðurhluta Torfajökuls þar sem svæðið er þakið jökli. Fyrri jarðskjálftavirkni virðist hafa verið í norðurhluta öskju Torfajökuls. Það er erfitt að staðsetja þessa jarðskjálfta ef ekki alveg vonlaust vegna þessar tegundar jarðskjálfta sem eru að eiga sér stað í Torfajökli.
Það er erfitt að átta sig á stöðu mála með því að horfa eingöngu á jarðskjálftamæla. Veðurstofan ætlaði að fljúga þarna yfir með aðstoð Landhelgisgæslunnar í dag til að sjá hvað er að gerast á þessu svæði í Torfajökli. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og því hef ég ekki neina hugmynd hvað gerist áður en eldgos á sér stað í Torfajökli.