Staðan á jarðskjálftavirkni við Grindavík þann 2. Febrúar 2020

Styrkir
Vinsamlegast munið að styrkja mína vinnu ef þið getið. Þar sem styrkir hjálpa mér að reka þessa vefsíðu þannig að ég get skrifað um jarðskjálfta og eldgos sem verða á Íslandi. Ég hef fjarlægt auglýsingar þar sem þær skiluðu litlum tekjum og það er verið að fylgjast mjög mikið með fólki í gegnum auglýsingar. Það þýðir að ég þarf að treysta meira á styrki til þess að halda þessari vefsíðu gangandi og geta skrifað um þá jarðskjálftavirkni og eldgos sem verða á Íslandi. Þetta er nauðsynlegt þegar mikið er að gerast á Íslandi eins og er staðan í dag. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftavirkni við Grindavík þann 2. Febrúar 2020

Jarðskjálftavirknin við Grindavík heldur áfram eins og hefur verið undanfarið. Stærstu jarðskjálftarnir síðasta sólarhringinn voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,0. Mikið er um minni jarðskjálfta og sjást þeir ekki alltaf strax á sjálfvirka jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Yfir 200 jarðskjálftar hafa átt stað síðan á miðnætti. Yfir 1200 jarðskjálftar hafa átt sér stað síðan 21. Janúar 2020 þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst. Þenslan er mjög svipuð og hefur verið og er farin að nálgast 50mm en sveiflast aðeins milli daga (GPS gögn er að finna hérna) og er óljóst afhverju það er. Mest af þenslunni virðist vera í nágrenni við Bláa lónið. Flestir jarðskjálftar eiga sér stað suð-austur af þar sem mesta þenslan á sér stað á sprungu sem suður-vestur og norður-austur. Það er mjög rökrétt staðsetning miðað við þensluna en það vantar alveg jarðskjálftavirkni norðan-vestan við hæsta punkt þar sem þenslan á sér stað.


Jarðskjálftavirknin við Grindavík í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin á svæðinu síðan 21. Janúar 2020 til 2. Febrúar 2020. Myndin er fengin héðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Svæðið þar sem jarðskjálftar eru núna að eiga sér stað. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Google.


Jarðskjálftavirknin á svæðinu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki þess ennþá að kvikan sem er að troða sér inn í jarðskorpuna á 3 til 6 km dýpi sé farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Það er mögulegt að ekki sé nægur þrýstingur ennþá til þess að það gerist. Hvað gerist næst er ekki hægt að segja til um. Jarðskjálftar munu halda áfram þangað til að þenslan stoppar eða þangað til að eldgos hefst.

Kröftug jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík í gær (31. Janúar 2020)

Í gær (31. Janúar 2020) hófst kröftug jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík. Þessi jarðskjálftahrina varði í rúmlega 12 klukkutíma og það komu fram meira en 800 jarðskjálftar fram í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu svo margir jarðskjálftar að SIL mælanet Veðurstofunnar réði ekki almennilega við jarðskjálftahrinuna og því er mikið um drauga jarðskjálfta yfir allt Ísland. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina Mw4,3 og Mw4,0. Það hafa orðið 8 til 9 jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan við Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kort í hárri upplausn sýnir jarðskjálftana vel. Kortið er hægt að skoða hérna.


Jarðskjálftavirkni í nágrenni við Grindavík síðustu 7 daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

GPS mælingar sýna að það hafa ekki orðið miklar breytingar síðasta sólarhringinn þegar það kemur að þenslu. Hægt er að skoða GPS gögnin hérna (ég hef ekki leyfi til þess að setja inn myndir þarna inná mína vefsíðu). Þenslan er ennþá í gangi og það mun valda frekari jarðskjálftum í nágrenni við Grindavík á næstu klukkutímum og dögum.

Styrkir

Fólk getur styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann á vefsíðunni. Styrkir hjálpa mér að vera með þessa vefsíðu. Einnig er hægt að millifæra inná mig en til þess þarf að senda mér tölvupóst á volcano [at] jonfr.com til að fá upplýsingar til þess að millifæra á mig styrk. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Ný jarðskjálftavirkni norður af Grindavík

Í dag (31. Janúar 2020) hófst ný jarðskjálftahrina norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanesi (báðum). Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið í dag var með stærðina Mw2,5. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð en það gæti breyst án viðvörunar. Þenslan heldur áfram að aukast á svæðinu og er í dag orðin rúmlega 45mm. Heimild fyrir þessu er að finna hérna.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist vera þrjú misgengi virk miðað við jarðskjálftavirknina sem er í gangi. Þessi misgengi gætu hinsvegar eingöngu valdið jarðskjálftum en ekki verið þar sem á endanum gýs. Þegar þessi grein er skrifuð þá er ekki neitt sem bendir til þess að kvika sér farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Stórar jarðskjálftahrinur geta hafist á svæðinu án nokkurar viðvörunar og slíkar jarðskjálftahrinur þurfa ekki að vera nálægt Grindavík þar sem þenslan er að breyta spennustigi jarðskorpunnar á stóru svæði og jarðskjálftar munu verða þegar spennustigi jarðskorpunnar er náð. Hvenær slíkt næst er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja vinnu mína hérna geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Það er hægt að senda mér tölvupóst á volcano@eldstod.com fyrir upplýsingar um millifærslu í íslenskum banka. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 norður af Grindavík

Í dag (29-Janúar-2020) klukkan 04:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 norður af Grindavík. Annar jarðskjálfti varð klukkan 04:59 með stærðina Mw3,2. Það hafa einnig komið fram mikið af minni jarðskjálftum í nótt bæði áður en og eftir að stærstu jarðskjálftarnir komu fram. Síðustu fréttir af þenslu eru þær að í gær (28-Janúar-2020) varð engin þensla við Þorbjörn. Það er óljóst afhverju þenslan stöðvaðist í gær en það hefur ekkert dregið úr virkninni á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki um það að kvikan sé farið að leita í kvikuinnskot eða farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróa á nálægum SIL stöðvum Veðurstofunnar. Það svæðið sem virknin er á er orðið frekar stórt og nær núna yfir alla Grindavík. Þessi virkni raðar sér upp í stefnuna Suð-austur til Norð-vestur eins og er stefnan á eldri gossprungum á þessu svæði.

Jarðskjálftavirkni á svæði fjallsins Þorbjörn

Í dag (27-Janúar-2020) klukkan 18:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 norðan við Grindavík. Þessi jarðskjálftavirkni er í eldstöðinni sem er innan eldstöðvarkerfisins Reykjanes.


Jarðskjálftavirknin á svæðinu norðan við Grindavík og norðan við fjallið Þorbjörn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það má reikna með frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði næstu klukkutímana og jafnvel næstu mánuði. Núverandi þensla er um 4mm á dag samkvæmt síðustu fréttum og mælingum með GPS.

Saga eldstöðvarinnar Reykjanes (Þorbjörn) og upplýsingar

Sú þensla sem á sér núna stað við Þorbjörn á Reykjanesskaga við móbergfjallið Þorbjörn er í eldstöðvar kerfi sem heitir Reykjanes samkvæmt Global Volcanism Program. Síðasta eldgos er skráð á þetta kerfi árið 1831 við eldeyjarboða en vegna fjarlægðar og staðsetningar á því eldgosi er mjög líklega að þarna sé um að ræða aðra eldstöð sem er ótengd þeirri eldstöð sem um er að ræða núna. Hluti af eldstöðinni er undir sjó og er kort af þessu svæði hægt að finna hérna og hérna (mynd). Síðasta eldgos í þessu eldstöðvarkerfi var hugsanlega árið 1583. Það er hinsvegar möguleiki á því að eldgosið 1583 tilheyri öðru eldstöðvarkerfi sem er algerlega undir sjó. Síðasta staðfesta eldgos í Reykjanes eldstöðvarkerfinu var árið 1240 (780 ár síðan). Frekari upplýsingar um þetta eldstöðvarkerfi er að finna hérna.

Sú eldstöð sem er núna virk hefur ekki neitt sérstakt nafn og því mun ég kalla eldstöðina Þorbjörn til einföldunar. Þessi eldstöð er frekar stór og er Þorbjörn er innan sprungusveims eldstöðvar sem heitir Reykjanes og eldgos þarna eru í formi eldgíga (fissure vents). Eldstöðin Reykjanes er að mestu leiti undir sjó og er hugsanlega aðal-eldstöðin í þessu eldstöðvarkerfi og það getur gerst að það gjósi í báðum eldstöðvarkerfum á sama tíma. Ég veit ekki hvort að það muni gerast núna. Ef það verður eldgos í eldstöðinni Reykjanes þá mun verða takmarkað öskugos þar sem eldgos yrði. Eldstöðin sem heitir Reykjanes er minna hættuleg þar sem sú eldstöð er að mestu leiti undir sjó og lengra frá byggð. Þorbjörn er nærri byggð og nærri nauðsynlegum innviðum á Reykjanesskaga.

Ég hef skrifað um þær jarðskjálftahrinur sem þarna hafa átt sér stað undanfarið hérna (28-Júlí-2017), hérna (15-Desember-2019), hérna (17-Desember-2019), hérna (20-Desember-2019), hérna (22-Janúar-2020). Þetta er flest öll sú virkni sem hefur verið á þessu svæði síðan Júlí 2017 til Janúar 2020. Það er ekki víst að ég sé með allar þær jarðskjálftahrinur sem þarna hafa orðið inná þessum lista.


Virknin í dag á þessu svæði klukkan 17:35. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun fylgjast með stöðu mála á þessu svæði og setja inn uppfærslur eins vel og ég get. Þar sem ég er að flytja aftur til Íslands frá Danmörku um miðjan febrúar þá verður smá seinkun á uppfærslum hjá mér þá daga sem ég er að flytja til Íslands.

Óvissustig vegna kvikusöfnunar undir Þorbirni á Reykjanesskaga

Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi í eldstöðinni Þorbirni frá og með deginum í dag (26-Janúar-2020) þar sem þensla hefur mælst undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesskaga. Þessi þensla hófst þann 21-Janúar og er núna kominn í 2sm og er þenslan um 3mm til 4mm á dag þegar þetta er skrifað.


Virka svæðið á Reykjanesskaga (rauða). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun uppfæra og fylgjast með stöðu mála eins og ég get. Þessa dagana er ég hinsvegar að flytja aftur til Íslands frá Danmörku og því verða nokkrir dagar í Febrúar þar sem ég mun lítið geta sinnt þessu. Ég reikna ekki með að neitt muni gerast fyrr en eftir að ég er fluttur aftur til Íslands. það er það sem ég vona að minnsta kosti. Ég mun koma jarðskjálftamælanetinu mínu aftur í gang í upphafi Mars þegar ég get lagað hugbúnaðargalla í GPS klukkum sem ég er að nota við jarðskjálftamælana mína.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um stöðu mála á vef Veðurstofunnar.

Möguleg kvikusöfnun undir svæðinu við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (25-Janúar-2020) klukkan 14:25 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Bárðarbungu. Það kom bara einn jarðskjálfti fram en það útilokar ekki að annar jarðskjálfti verði í Bárðarbungu. Það gæti hinsvegar ekki gerst þar sem seinni jarðskjálftinn kemur ekki alltaf.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út á mjög miklum hraða. Hvenær næsta eldgos verður er ekki hægt að segja til um. Minnsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu er 3 til 8 ár.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 á Reykjaneshrygg

Í dag (24-Janúar-2020) klukkan 05:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var mjög langt frá landi og á jaðri þess að SIL mælanetið geti mælt jarðskjálftann almennilega og það útskýrir væntanlega afhverju aðeins einn jarðskjálfti hefur mælst.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3 er græna stjarnan lengst til vinstri. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er búin að vera talsverð jarðskjálftavirkni á Reykjaneshryggnum í Janúar 2020. Ég veit ekki hvort að það mun halda áfram eða ekki.

Jarðskjálftahrina austan við Grindavík

Í dag (22-Janúar-2020) hófst jarðskjálftahrina austan við Grindavík á Reykjanesskaga. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,7 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,6. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,6. Allir þessir jarðskjálftar fundust en stærstu jarðskjálftarnir fundust yfir mjög stórt svæði.


Jarðskjálftahrinan austan við Grindavík í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrinu virðist vera lokið þegar þessi grein er skrifuð en hugsanlegt er að ný jarðskjálftahrina hefjist aftur á sama svæði eða nærri þessu svæði þar sem þessi jarðskjálftahrina varð.