Jarðskjálftahrina í Bláfjöllum [uppfærð]

Í dag (13-September-2018) hófst jarðskjálftahrina í Bláfjöllum. Jarðskjálftahrinan byrjaði rólega og var eingöngu með smáskjálfta framan af degi. Klukkan 20:17 kom jarðskjálfti með stærðina 4,1 og fannst sá jarðskjálfti víða.


Jarðskjálftahrinan í Bláfjöllum. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 4,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi. Það þýðir að ennþá er möguleiki á að það komi fram jarðskjálftar sem verða stærri en 3,0 á næstu klukkutímum til dögum.

Nýjar upplýsingar

Veðurstofa Íslands hefur uppfært fjölda og stærðir þeirra jarðskjálfta sem urðu í Bláfjöllum í gærkvöldi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá urðu tveir jarðskjálftar með stærðina 4,1 og 4,2. Aðeins nokkrar sekúndur eru á milli þessara jarðskjálfta.


Nýjasta myndin af jarðskjálftavirkninni í Bláfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grein uppfærð þann 14-September-2018 klukkan 13:24.

Jarðskjálftahrina 88 til 90 km norður af Kolbeinsey í gær (8-September-2018)

Í gær (8-September-2018) varð kröftug jarðskjálftahrina 88 til 90 km norður af Kolbeinsey. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mældust ekki nærri því allir þeir jarðskjálftar sem líklega urðu þarna. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 3,3. Það urðu samtals tíu jarðskjálftar sem voru stærri en 3,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu en líklega er heildartalan í raun mun hærri. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mælast ekki minnstu jarðskjálftarnir sem koma fram. Vegna fjarlægðar frá landi þá er ekki hægt að segja til um það hvað var að gerast á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í gær (23-Ágúst-2018) hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera þróast með sama hætti og fyrri jarðskjálftahrinur sem hafa átt sér stað í Öræfajökli. Jarðskjálftahrinur eiga sér eingöngu stað í Öræfajökli þegar kvika er á ferðinni innan í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,2 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Önnur jarðskjálftavirkni hefur verið með svipuðum hætti og áður og flestir jarðskjálftar hafa verið með stærðina 0,0 til 1,0. Kvikan sem er á ferðinni í Öræfajökli er mjög hægfara og sýnir það sig í þessari jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (16-Ágúst-2018) hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli klukkan 15:53. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið hingað til í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,8 og 3,3 og þessa stundina eru aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram minni í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Grænu stjörnurnar eru jarðskjálftar með stærðina 3,8 og 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi og því er möguleiki á því að fleiri jarðskjálftar sem finnast muni koma fram fram. Stærstu jarðskjálftarnir fundust á nálægum ferðamannasvæðum.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga (nærri Henglinum)

Í dag (11-Ágúst-2018) hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga nærri Henglinum (án þess þó að vera í eldstöðinni Henglinum). Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið var með stærðina 2,6.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er möguleiki á því að stærri jarðskjálftar muni eiga sér stað í þessari jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálftavirkni í suður-hluta öskju Kötlu

Í dag (9-Ágúst-2018) varð jarðskjálftahrina í suður-hluta öskju Kötlu. Það er ekki að sjá að neinn jarðskjálfti hafi náð stærðinni 2,0.


Jarðskjálftavirknin í suður-hluta öskju Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni og það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.

Frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (8-Ágúst-2018) varð frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu en klukkan 21:39 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 en annar stærsti jarðskjálfti var með stærðina 2,4. Þessi jarðskjálftahrina virðist ennþá vera í gangi og því geta stærðir og fjöldi jarðskjálfta breyst með skömmum fyrirvara.


Jarðskjálftahrina í Kötlu. Græna stjarnan er jarðskjálfti með stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það mælist enginn órói í kjölfarið á þessum jarðskjálftavirkni og það þýðir engin kvika er hérna á ferðinni. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist jökulflóðum sem hafa verið að koma frá Mýrdalsjökli undanfarna daga.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu, jökulhlaup frá Mýrdalsjökli ennþá í gangi

Í dag (7-Ágúst-2018) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig jökulflóð að koma undan Mýrdalsjökli núna sem rennur í Múlakvísl. Þetta er lítið jökulflóð en lögreglan hefur ráðlagt fólki að vera ekki að stoppa nærri Múlakvísl vegna brennisteinsvetnis sem getur safnast saman þar sem vindur nær ekki að blása. Brennisteinsvetni er hættulegt fólki í miklu magni.

Umtalsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðan snemma í morgun (2-Ágúst-2018) hefur verið umtalsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hófst í gær (1-Ágúst-2018) með fáum jarðskjálftum en jókst í nótt og á þessari stundu er hægt að líta svo á að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina 3,7 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,2. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið hingað til hafa verið minni að stærð. Engin breyting hefur orðið á óróa á SIL stöðvum í kringum Kötlu. Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé ketill eða jökulvatn að flæða undan Mýrdalsjökli frá hverasvæðum sem þar er að finna og út í Múlakvísl. Ég fékk tilkynningu um slíkt yfir Facebook í gærkvöldi en það hefur ekki mikið komið fram um það í fréttum þegar þessi grein er skrifuð eða staðfest opinberlega ennþá.

Örlítil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (1-ágúst-2018) varð örlítil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Breytingin er sú að stærðir þeirra jarðskjálfta sem varð í dag jókst aðeins og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina 1,5 og nokkrir jarðskjálftar með stærðina 1,0 eða stærri hafa orðið í dag.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fjöldi vikulegra jarðskjálfta í Öræfajökli er núna í kringum 50 jarðskjálftar á viku en var áður í kringum 100 jarðskjálftar á viku. Þessi breyting þýðir ekkert mikið en bendir til þess að kvikan sem er í Öræfajökli sé að fara sér mjög hægt um þessar mundir. Jarðskjálftavirknin sjálf hefur hinsvegar ekkert breytst og ekkert sem bendir til þess breyting sé að verða á jarðskjálftavirkninni.