Jarðskjálftavirkni í suður-hluta öskju Kötlu

Í dag (9-Ágúst-2018) varð jarðskjálftahrina í suður-hluta öskju Kötlu. Það er ekki að sjá að neinn jarðskjálfti hafi náð stærðinni 2,0.


Jarðskjálftavirknin í suður-hluta öskju Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni og það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.