Jarðskjálftahrina norðan við Herðurbreiðartögl

Í dag á miðnætti (klukkan 00:02) hófst jarðskjálftahrina norðan við Herðubreiðartaglir (upplýsingar um Öskju er að finna hérna á ensku). Þetta svæði er smá hryggur sem hefur hlaðist upp í eldgosum á nútíma (síðustu 12,000 ár). Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu átti sér stað í morgun klukkan 05:49 og var með stærðina 3,5 og dýpið var 7,6 km. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 270 jarðskjálftar átt sér stað, þessi tala úreldist mjög fljótlega þar sem jarðskjálftavirkni er mjög mikil á þessu svæði eins og stendur en nýr jarðskjálfti á sér stað á hverri 1 til 3 mínútum þarna á meðan ég skrifa þetta.

Nálægar SIL stöðvar sýna að eins og stendur er þetta bara jarðskjálftahrina þar sem engin kvikuhreyfing hefur ekki ennþá mælst. Eins og kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Nálægar SIL stöðvar sýna einnig að þarna á sér stað mun meiri jarðskjálftavirkni en kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands, ástæðan fyrir því að ekki mælast allir jarðskjálftar á þrem til fjórum SIL stöðvum og því getur kerfi Veðurstofu Íslands ekki staðsett jarðskjálftana. Þó svo að ekki séu nein merki um kvikuhreyfingar þá er ekki útilokað að uppruna þessarar jarðskjálftahrinu sé að finna í kvikuinnskoti á þessu svæði. Ef þarna verður eldgos, þá mun það verða af Hawaiian gerð sem þýðir hraungos.

140503_1910
Jarðskjálftahrinan norðan við Herðubreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140503_1910_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.03.05.2014.19.37.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.03.05.2014.19.38.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Mókollum. Þessi stöð er fyrir sunnan Herðurbreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði og hafa verið það núna talsvert lengi. Flestar af þeim jarðskjálftahrinum sem þarna hafa átt sér stað hafa verið tengdar hefðbundinni jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni vegna flekahreyfinga. Þarna hefur ekkert eldgos orðið síðustu 1000 ár, það er ekki að sjá nein slík merki á yfirborðinu (gígar, nýleg hraun). Það er erfitt að sjá hvað gerist þarna á næstunni. Það eina sem hægt er að gera er að fylgjast með því sem þarna gerist. Stærstu jarðskjálftarnir sem þarna eiga sér stað koma fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum, hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælinum hérna.

Styrkir:
Endilega muna að styrkja mig til þess að létta mér lífið og einfalda mér að skrifa áfram um jarðskjálfta og eldgos. Ef fólk kaupir í gegnum Amazon UK þá getur það smellt á auglýsinganar frá Amazon UK hérna og þá fæ ég 5 til 10% af því sem keypt er í tekjur af hverri sölu óháð því hvað fólk kaupir.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (texti á ensku). Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina varð vegna kvikuinnskots eða hefðbundinna jarðskjálfta sem oft eiga sér stað á þessu svæði.

140427_1400
Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði í Bárðarbungu er þekkt fyrir mikla jarðskjálftavirkni. Ef þarna átti kvikuinnskot sér stað þá aukast ekki líkunar á því að eldgos muni eiga sér stað í Bárðarbungu. Þar sem kvikuinnskot eru algeng í íslenskum eldfjöllum eins og öðrum eldfjöllum.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) var lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina var við Flatey (við Húsavík) og voru stærstu jarðskjálftarnir með stærð í kringum 2,0.

140427_1400
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að spá til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram. Þarna eru ekki nein eldfjöll og er þessi virkni því eingöngu vegna spennulosunar í jarðskorpunni.

Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) var jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina var frekar lítil. Þarna hefur hinsvegar verið talsverð jarðskjálftavirkni á undanförnum vikum. Síðasta jarðskjálftahrina á þessu svæði varð þann 13-Apríl-2014.

140427_1400
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur á þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna staðsetningar þá er næstum því vonlaust að vita hvað er að gerast þarna. Þó er ljóst að ekki hefur eldgos ennþá átt sér stað þarna ennþá. Þó eru uppi grunsemdir um að kvika sé þarna á ferðinni eins og var raunin þann 13-Apríl-2014. Það sem er áhugavert við jarðskjálftahrinur á þessu svæði er sú staðreynd að þær detta niður í skemmri og lengri tíma. Ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Næmni er einnig léleg fyrir þetta svæði, þar sem næstu SIL stöðvar eru í 35 til 50 km fjarlægð. Eins og staðan er í dag þá er vonlaust að átta sig á því hvort að þarna muni eldgos eiga sér stað eða ekki. Ég reikna með frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði á næstu dögum til vikum.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (23-Apríl-2014) hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg (GVP tengill hérna). Stærsti jarðskjálftinn sem kom í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,4 og dýpið var 9,3 km. Í kjölfarið komu fram 28 jarðskjálftar og varði sú jarðskjálftavirkni í rúmlega tvo klukkutíma.

140424_1330
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á frekari jarðskjálftavirkni þarna næstu daga og vikur. Þar sem jarðskjálftavirkni á þessu svæði rís oft hægt og rólega, toppar og fellur síðan rólega. Stundum hættir jarðskjálftavirknin á þessu svæði mjög hratt en slíkt er sjaldgæfara. Eins og stendur eru engin merki um það að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessum stað á Reykjaneshryggnum.

Ný jarðskjálftahrina í eldstöðvarkerfi Heklu

Í dag (14-Apríl-2014) varð jarðskjálftahrina í Heklu. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín sunnan við Vatnafjöll og var stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu með stærðina 2,9 og var með dýpið 8,6 km. Á þessu svæði eru gígar sem hafa gosið í fortíðinni, ég veit ekki hvenær það gaus á þessu svæði síðast. Stærsti jarðskjálftinn kom greinilega fram á jarðskjálftamælinum mínum á Heklubyggð eins og hægt er að sjá hérna.

140414_1440
Jarðskjálftahrinan sunnan við Vatnafjöll. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Jarðskjálftinn með stærðina 2,9 kom svona fram þar.

hkbz.svd.14.04.2014.at.15.49.utc
Jarðskjálftinn er á klukkan 04:00 línunni. Jarðskjálftinn sést mjög vel og er öðruvísi en bakgrunnshávaðinn á jarðskjálftamælinum. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Þessa stundina eru engin merki þess efnis að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Það hefur allt verið rólegt síðan þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í eldstöðvarkerfi Heklu. Þessa stundina er allt rólegt og engi merki um annað en að það muni vera þannig áfram. Þetta gæti auðvitað breyst en eins og stendur eru engin merki um slíka breytingu í eldstöðvarkerfi Heklu. Þó svo að jarðskjálftavirkni eigi sér núna stað í Heklu og eldstöðvarkerfinu.

Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (14-Apríl-2014) hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina á upptök sín ekki langt frá Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Stærðir jarðskjálfta í þessari hrinu er í kringum 3,0 og eitthvað stærri en það. Þetta er önnur jarðskjálftahrinan á þessu svæði núna í Apríl. Fyrri jarðskjálftahrinan átti sér stað þann 4-Apríl eins og hægt er að lesa um hérna. Hægt er að fylgjast með því þegar jarðskjálftar koma inn á jarðskjálftavefsíðunni minni hérna.

140413_1530
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina er vegna brotabeltishreyfinga á þessu svæði eða vegna þess hvort að þarna sé kvika á ferðinni. Jarðskjálftahrinan er líklega ennþá í gangi. Þó svo að engin virkni hafi átt sér stað síðustu klukkutímana. Jarðskjáltahrinur á þessu svæði eru þekktar fyrir að detta niður í styttri eða lengri tíma. Eins og stendur hafa ekki komið fram nein merki um að þarna hafi verið eldgos á ferðinni eða aðrar kvikuhreyfingar í jarðskorpunni.

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í dag (4-Apríl-2014) hefur verið jarðskjálftahrina í Henglinum vegna niðurdælingar á vatni (menguðu af blý og fleiru) hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þessi niðurdæling á vatni veldur spennubreytingum í jarðskorpunni á svæðinu og það aftur á móti veldur þessari jarðskjálftavirkni. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni hérna á jarðskjálftavefsíðu sem ég er með.

140404_1810
Jarðskjálftahrinan í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er svo mikil jarðskjálftavirkni í gangi þessa stundina að hún er farin að búa til drauga á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.

140404_1810.2
Það eru ekki allir jarðskjálftanir þarna raunverulegir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan í Henglinum mun halda áfram eins lengi og vatni er dælt þarna niður. Hvað stærð jarðskjálfta varðar þá er erfitt til ómögulegt að segja til um slíkt á þessari stundu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 2,9 og hann fannst í Hveragerði. Þá er einnig hætta á því að þarna verði stærri jarðskjálfti ef þessi jarðskjálftahrina nær að breyta spennu í nálægum misgengjum sem þarna eru. Ég veit ekki hvort að slíkt muni gerast. Þetta er hinsvegar áhætta sem er þarna til staðar vegna niðurdælingar á vatni og þeim jarðskjálftahrinum sem fylgja.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (4-Apríl-2014) um miðnætti varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,5 og fannst á landi. Þessi jarðskjálftahrina er rúmlega 30 km frá landi. Eins og stendur er smá hlé í jarðskjálftahrinunni en möguleiki er á að hún haldi áfram. Það er þó alveg jafn líklegt að þessi jarðskjálftahrinu gæti verið lokið í bili.

140404_1805
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Grænar stjörnur tákna jarðskjálfta stærri en 3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óstaðfestar fréttir á Rúv.is segja að þetta gæti verið vegna kvikuinnskota í eldstöðinni sem þarna er til staðar. Það hefur þó ekki ennþá fengist staðfest hvort að það sé raunin. Ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram. Þá má reikna með að staðfesting fáist á því hvort að þetta sé jarðskjálftahrina vegna kvikuhreyfinga eða plötuhreyfinga á þessu svæði. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eiga það til að byrja rólega og taka sér hlé þess á milli sem að mikil jarðskjálftavirkni varir í skamman tíma (nokkra klukkutíma). Hvort að það gerist núna veit ég ekki, mér þykir þó líklegt að þetta svæði á Reykjaneshryggnum haldi sig við þekkt munstur miðað við fyrri virkni. Það besta sem hægt er að gera er að fylgjast með. Hægt er að sjá jarðskjálftavirknina sem þarna á sér stað hérna á jarðskjálftavefsíðunni sem ég er með.

Þrír jarðskjálftar í Heklu. Jarðskjálftahrina í Henglinum

Síðasta sólarhring hafa þrír jarðskjálftar átt sér stað í Heklu. Ekkert bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Þetta er bara jarðskjálftavirkni eins og er.

140324_1120
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni hérna í Heklu. Gögnin eru nærri því í rauntíma.
Hérna er listi yfir vefmyndavélar sem vísa á Heklu.
Vefmyndavél Mílu er að finna hérna.

Þessa stundina er veður slæmt á suðurlandinu og það gerir vöktun Heklu erfiðari.

Jarðskjálftahrina í Henglinum

Í gær (23-Mars-2014) og í dag (24-Mars-2014) varð jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín í niðurdælingu vatns Orkuveitu Reykjavíkur á þessu svæði.

140324_1120
Jarðskjálftahrinan í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar hafa ekkert með eldstöðina Hengill að gera. Þar sem þetta eru eingöngu jarðskjálftar sem eiga upptök sín þegar köldu og menguðu vatni er dælt niður í jörðina þarna. Af þessum sökum eru jarðskjálftahrinur eins og þessar algengar á þessu svæði.