Jarðskjálfti djúpt á Reykjaneshrygg

Í gær (01-Október-2013) varð jarðskjálfti djúpt á Reykjaneshrygg. Stærð þessa jarðskjálfta var 5.2 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum frá EMSC. Fjarlægð þessa jarðskjálfta frá Reykjavík er í kringum 1171 km, þannig að hann er mjög djúpt á Reykjaneshrygg.

337083.regional.mb.5.2.svd-02-Oktober-2013
Jarðskjálftinn á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Vegna fjarlægðar er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálfti var hluti af hrinu eða bara stakur jarðskjálfti. Það er mín ágiskun að þessi jarðskjálfti hafi verið hluti af jarðskjálftahrinu, þó ekki sé hægt að staðfesta það vegna fjarlægðar upptakana frá næsta jarðskjálftamælaneti. Nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta er hægt að finna á vefsíðu EMSC hérna.

Jarðskjálftar djúpt á Reykjaneshrygg

Síðustu nótt (26-September-2013) klukkan 01:18 UTC varð jarðskjálfti djúpt á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 5,5 og varð rúmlega 1000 km suður af Íslandi. Sökum fjarlægðar fannst þessi jarðskjálfti ekki. Nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

335951.regional.mb.5.5.svd.26-September-2013
Jarðskjálftinn á Reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta varð síðan eftirskjálfti með stærðina 4,6 á sömu slóðum. Upplýsingar um þann jarðskjálfta er að finna hérna á vefsíðu EMSC. Líklegt er að fleiri minni jarðskjálftar hafi átt sér stað þarna en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælanetum þá hafa þeir ekki mælst á þessum jarðskjálftamælanetum.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í nótt varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þetta var lítil jarðskjálftahrina og voru stærstu jarðskjálftanir í kringum 2,9 að stærð. Jarðskjálftahrinan hófst klukkan 04:17 í nótt og endaði klukkan 08:13 í morgun. Þessi jarðskjálftahrina var ekki samfelld, heldur átti sér stað í tveim hrinum sem vörðu í 10 mínótur í hvert skipti. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði á Reykjaneshryggnum.

130811_1215
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í nótt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina kom ágætlega fram á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með á Íslandi. Hægt er að skoða jarðskjálftamælanets vefsíðuna hérna. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina þýðir frekari virkni á Reykjaneshryggnum.

Fréttir af þessari hrinu

Skjálftahrina á Reykjaneshrygg (Rúv.is)

Minniháttar jarðskjálftahrina á reykjaneshrygg þann 29. Maí

Þann 29. Maí 2013 varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, þessi jarðskjálftahrina var ekki stór og mældust aðeins örfáir jarðskjálftar í þessari hrinu. Stærstu jarðskjálftarnir höfðu stærðina 2,3, dýpið var í kringum 5,5 km til rúmlega 12 km. Þessi jarðskjálftahrina varð á svipuðum stað og stóra jarðskjálftahrinan átti sér stað fyrir rúmlega þrem vikum síðan.

130529_2340
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg þann 29. Maí 2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil miðað við það sem oft hefur átt upptök sín á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin er áhugaverð á þessu svæði, þó er óvíst hvað hún táknar, ef hún táknar þá eitthvað til að byrja með. Þar sem eldfjöll og svona jarðskjálftasvæði eru óútreiknanleg með öllu.

Tveir jarðskjálftar á reykjaneshrygg

Í nótt og gær urðu tveir jarðskjálftar á reykjaneshrygg. Þó nokkuð er á milli þessara jarðskjálfta, eða nokkur hundruð kílómetrar í mesta lagi. Þannig að þessir atburðir eru ekki tengdir. Heldur er hérna eingöngu um að ræða tilviljun. Þessir jarðskjálftar eru mjög langt frá landi og því er vonlaust að segja til um hvað er að valda þessari virkni á þessu svæði á reykjaneshryggnum.

309049.regional.svd.21.03.2013.mb5.4
Jarðskjálfti með stærðina 5,4 á reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta hérna á vefsíðu EMSC.

309084.regional.svd.21.03.2013.mb4.4
Jarðskjálfti með stærðina 4,3 á reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta er hægt að finna hérna á vefsíðu ESMC.

Fjarlægð jarðskjálftans með stærðina 5,4 var rúmlega 1100 km frá Reykjavík, og síðan var fjarlægð jarðskjálftans með stærðina 4,3 rúmlega 850 km frá Reykjavík. Þannig að þessir jarðskjálftar áttu upptök sín á svæði sem er mjög langt frá landi og mjög afskekkt ef úti í það er farið.

Jarðskjálftahrina á reykjaneshrygg

Í dag klukkan 10:51 UTC byrjaði jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina var rúmlega 850 km frá Reykjavík og því fannst hún ekki á landi. Vegna fjarlægðinar frá landi er ómögurlegt að segja nákvæmlega hvað er að eiga sér stað á þessu svæði. Aðeins stærstu jarðskjálftanir mælast á mælanetum USGS og EMSC. Stærð jarðskjálftana var frá 4,6 til 4,8 samkvæmt ESMC. Dýpið var í kringum 10 km samkvæmt EMSC. Sú mæling er þó hugsanlega ekki nákvæm.

308986.regional.svd.20.03.2013
Jarðskjálftinn á Reykjaneshrygg. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem mældist. Hann er með stærðina 4,8 samkvæmt mælingu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Dýpið þarna er í kringum 2 til 3 km. Þannig þó svo að þarna væri eldgos. Þá mundi það alls ekki sjást á yfirborði sjávar. Frekari upplýsingar um stærsta jarðskjálftan er að finna hérna á vefsíðu ESMC.

Jarðskjálfti með stærðina 4,8 djúpt á Reykjaneshryggnum

Í nótt varð jarðskjálfti með stærðina 4,8 samkvæmt mælingu EMSC. Þessi jarðskjálfti átti upptök sín djúpt á Reykjaneshryggnum. Stærðin á jarðskjálftanum er byggð á sjálfvirkum gögnum frá EMSC.

308812.regional.svd.20.03.2013
Upptök jarðskjálftans á Reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Ég hef voðalega lítið að segja um þennan jarðskjálfta. Þá sérstaklega þar sem hann varð langt útá hafi og litlar upplýsingar að hafa um jarðskjálfta sem eiga sér stað þar. Þetta svæði á Reykjaneshryggnum hefur þó verið að sjá umtalsvert meiri virkni núna en undanfarið. Þó getur vel verið að þetta sé bara hefðbundin jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Annars er mjög erfitt að segja til um það vegna skorts á gögnum. Þeir sem vilja kynna sér jarðskjálftan nánar þá er hægt að gera það hérna á vefsíðu EMSC.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag hófst minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Sem stendur hefur ekki orðið neinn jarðskjálfti yfir stærðinni 2,8. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 4 til 7 km.

130206_1850
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg klukkan 18:50 UTC. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ómögurlegt að segja til um það hvernig þessi jarðskjálftahrina kemur til með að haga sér. Verði stórir jarðskjálftar á þessu svæði, eða einhver önnur breyting. Þá mun ég setja inn bloggfærslu eins fljótt og hægt er um þá atburði.