Í gær (01-Október-2013) varð jarðskjálfti djúpt á Reykjaneshrygg. Stærð þessa jarðskjálfta var 5.2 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum frá EMSC. Fjarlægð þessa jarðskjálfta frá Reykjavík er í kringum 1171 km, þannig að hann er mjög djúpt á Reykjaneshrygg.
Jarðskjálftinn á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.
Vegna fjarlægðar er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálfti var hluti af hrinu eða bara stakur jarðskjálfti. Það er mín ágiskun að þessi jarðskjálfti hafi verið hluti af jarðskjálftahrinu, þó ekki sé hægt að staðfesta það vegna fjarlægðar upptakana frá næsta jarðskjálftamælaneti. Nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta er hægt að finna á vefsíðu EMSC hérna.