Í dag (6. Janúar 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes við svæðið nærri Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,0 og varð klukkan 00:31 en síðan hafa komið minni jarðskjálftar.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (nærri Reykjanestá)“
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes
Í gær (26. Desember 2022) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Mest af jarðskjálftahrinunni var út í sjó á Reykjaneshrygg, á svæði sem kallast Reykjanestá. Eitthvað af jarðskjálftum var á landi á sama svæði og því á Reykjanesskaga.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes“
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (03-Desember-2022)
Í dag (03-Desember-2022) klukkan 12:49 hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes með jarðskjálfta sem náði stærðinni Mw3,5 á 7 km dýpi. Þetta var stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu í kringum 40 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Það bárust ekki neinar tilkynningar um að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist í nálægum bæjum.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að nýtt tímabil virkni sé að byrja á þessu svæði á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg eftir talsvert hlé frá því að eldgosinu lauk í Fagradalsfjalli í Ágúst. Tímabilið eftir að eldgosinu lauk í Ágúst í eldstöðinni Fagradalsfjalli hefur verið mjög rólegt á þessu svæði. Það hefur ekki ennþá orðið eldgos í eldstöðinni Reykjanes ennþá. Hinsvegar hefur kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna haldið þar áfram. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna mun kom af stað eldgosi.
Kröftug jarðskjálftahrina á jaðri Reykjaneshryggs
Jarðskjálftavirknin er um 1330 km frá Reykjavík og í Norður Atlantshafi. Hvað er að gerast þarna er óljóst en þetta er mjög líklega jarðskjálftahrina áður en eldgos hefst eða jarðskjálftahrina sem hófst í kjölfarið á eldgosi þarna. Sjávardýpi þarna er í kringum 3 til 4 km sem þýðir að ekkert mun sjást á yfirborði sjávar.

Það hafa mælst 61 jarðskjálfti síðan 26-September-2022 þegar þessi virkni hófst. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw5,7 en það hafa einnig orðið nokkrir jarðskjálftar með stærðina Mw5,0. Vegna þess hversu fjarlægt þetta svæði og langt frá mælanetum. Þá koma aðeins stærstu jarðskjálftarnir fram. Það er hægt að fylgjast með jarðskjálftahrinunni hérna á vefsíðu ESMC.
Jarðskjálftahrina við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg
Nóttina þann 27-Ágúst-2022 hófst jarðskjálftahrina við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð og í þessari fjarlægð þá mælast aðeins jarðskjálftar með stærðina Mw2,1 eða stærri. Fjarlægðin frá Reykjanestá er rúmlega 80 til 90 km. Síðasta eldgos á þessu svæði var árið 1830 eða í kringum það ár. Staðsetningar þessar jarðskjálfta sem mældust eru ekki nákvæmar vegna fjarlægðar frá SIL mælakerfinu.

Það er ekki vitað hvað er að gerast á þessu svæði. Þar sem það er allt undir sjó. Þetta gæti verið eðlilegar plötuhreyfingar eða þetta gæti verið virkni sem tengist hugsanlegri eldgosavirkni á þessu svæði. Það er hinsvegar ekki hægt að vita það fyrr en einhver sér eldgos en þangað til er eðlilegast að áætla að þetta sé bara jarðskjálftavirkni vegna plötuhreyfinga.
Styrkir
Það er hægt að styrkja mínu vinnu með því að leggja beint inn á mig. Styrkir hjálpa mér einnig í gegnum þá fjárhagsörðuleika sem ég hef verið í núna mjög lengi en eru hugsanlega að fara að enda. Hvenær þessar fjármálaörðuleikar enda veit ég ekki nákvæmlega en það verður vonandi ekki seinna en árið 2023. Hægt er að leggja beint inn á með upplýsingum hérna að neðan eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Takk fyrir skilninginn, aðstoðina og stuðninginn. 🙂
Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn
Kröftugir jarðskjálftar djúpt á Reykjaneshrygg
Í dag (21-Ágúst-2022) klukkan 15:28 og 15:27, þá urðu tveir kröftugir jarðskjálftar mjög djúpt á Reykjaneshrygg með fjarlægðina 531 km frá Reykjavík. Minni jarðskjálftinn var með stærðina mb4,7 (Upplýsingar EMSC) og stærri jarðskjálftinn var með stærðina Mw5,1 (EMSC upplýsingar). Klukkan 16:32 varð jarðskjálfti með stærðina mb4,4 (EMSC upplýsingar).
Það er möguleiki að þarna sé eldgos að byrja. Það er ekki að fylgjast með þessu vegna fjarlægðar og dýpi sjávar á þessu svæði. Ef þarna verður eldgos, þá verður ekki hægt að fylgast með því. Dýpi sjávar á þessu svæði er frá 2,5 til 8 km (dýpstu svæðin).
Styrkir
Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með þessum upplýsingum eða með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn
Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli í Meradölum þann 12-Ágúst-2022
Þetta er stutt grein um stöðuna um eldgosið í Fagradalsfjalli í Meradölum. Það er yfirleitt ekki mikið um fréttir í svona hrauneldgosum eftir því sem líður á.
- Hraunflæði er núna í kringum 15m3/sek samkvæmt síðustu fréttum. Þetta er meira en þegar eldgosið í Geldingadölum á síðasta ári var í gangi.
- Eldgosið virðist hafa fyllt upp dalinn sem það byrjaði í. Dýpt hraunsins virðist vera í kringum 10 til 30 metrar eftir staðsetningum.
- Það hefur myndast gígur að einhverju leiti. Hrauntjörnin sem er þarna að hluta til hefur komið í veg fyrir að fullur gígur hafi myndast eins og er. Þetta gæti breyst eftir því sem líður á eldgosið.
- Hraunflæði er bæði í norður og suðurátt. Hraunið sem flæðir í norður fer í lítinn dal sem er þar og hefur væntanlega fyllt þann dal upp alveg núna. Þetta er lengri leið fyrir hraunflæðið.
- Það er hætta á því að vegur 427 (Suðurstrandavegur) lokist ef að hraunflæðið nær þangað eftir nokkrar vikur.
- Það hafa komið fram jarðskjálftahrinur af litlum jarðskjálftum við eldgosið, kvikuganginn og nágrenni. Ástæðan fyrir þessu er óljós.
- Ég hef séð mikla kviku koma upp úr gígnum í kvikustrókum síðustu klukkutíma á vefmyndavélum. Þetta er ennþá óstaðfest en ég hef séð þetta á vefmyndavélum.
Ég held að þetta sé allt saman. Ég reikna með að næsta uppfærsla verði þann 19-Ágúst 2022. Ef eitthvað mikið gerist, þá mun ég setja inn uppfærslu fyrr.
Jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg
Á Mánudaginn (4-Júlí-2022) hófst jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn á Mánudaginn var með stærðina MW3,2 og síðan í gær (Þriðjudag 5-Júlí-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist fylgja aukinni jarðskjálftavirkni á öllu Reykjanesinu síðustu mánuði. Þá bæði á Reykjanesskaga og á Reykjaneshrygg. Þar sem sjávardýpi er mjög mikið á þessu svæði, þá mundi þurfa mjög stórt eldgos til þess að það næði upp á yfirborðið. Ég veit ekki hversu margir jarðskjálftar hafa orðið þarna, þar sem það hefur verið aukin jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu daga.
Jarðskjálftamælingar
Þar sem jarðskjálftamæla búnaðurinn minn er gamall og það er orðið erfitt að reka hann. Þá ákvað ég að hætta að mæla jarðskjálfta tímabundið eða þangað til að ég get fjárfest í nýjum jarðskjálftamælabúnaði. Hvenær það gerist veit ég ekki, þar sem ég veit ekki hvenær ég hef efni á því að kaupa nýjan búnað. Það er í dag hægt að fylgjast með þeim jarðskjálftamælum sem eru frá Raspberry Shake á Íslandi hérna. Ég ætla mér að uppfæra í Raspberry Shake þegar ég hef efni á því.
Sterkur jarðskjálfti á Reykjaneshrygg þann 26-Maí-2022
Á Fimmtudeginum þann 26. Maí 2022 klukkan 20:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5. Ég held að þessi jarðskjálfti hafi fundist í bæjarfélögum næst upptökum hans. Þessi jarðskjálfti var einnig út í sjó, talsverða fjarlægð frá landi.

Þessi jarðskjálfti er hugsanlega hluti af þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna í gangi á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga. Það er mun erfiðara að vita hvað er að gerast út í sjó en upp á landi.
Vegna þess að ég er að flytja til Danmerkur. Þá munu greinar næstu daga tefjast aðeins.
Kröftugur jarðskjálfti í morgun við Grindavík
Í dag (23-Maí-2022) klukkan 07:14 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 norð-austur af Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík og Reykjavík. Þessi jarðskjálfti varð á svæði sem er að þenjast út eða á jaðri svæðis sem er að þenjast út.

Samkvæmt frétt hjá Veðurstofunni þá hefur þenslan við fjallið Þorbjörn náð núna 45mm. Ég veit ekki hversu mikla þenslu jarðskorpan þolir á þessu svæði áður en eldgos hefst á svæðinu. Eldgos á þessu svæði mun líklega hefjast með því að nokkrir gígar munu opnast og síðan mun eldgosið færast yfir í einn gíg sem mun gjósa þangað til að eldgosið endar.