Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg (Geirfuglasker)

Í dag (5-Janúar-2020) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Geirfuglaskeri. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2 klukkan 09:40 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 11:19. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð en flestir voru með stærðina Mw2,0 eða stærri. Það er erfitt að segja til um það hvort að þarna verði jarðskjálftahrina en það er mjög líklegt að svo verði á næstu dögum eða vikum.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur á þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð er ekki nein jarðskjálftavirkni á þessu svæði en það gæti breyst án viðvörunar.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu

Ég vona að allir hafi haft góð jól og áramót.

Í dag (5-Janúar-2020) klukkan 04:32 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu. Síðan varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 klukkan 04:56. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið eru minni að stærð. Þessi jarðskjálfti er meðal þeirra stærstu sem hafa orðið í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar 2015.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni var á sama stað og flestir af þessum jarðskjálftum sem verða í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar verða aðalega í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu á þessu svæði er einnig að finna háhitasvæði sem hefur náð að bræða sig í gegnum jökulinn sem er þarna.

Ég gat ekki mælt þennan jarðskjálfta vegna þess að það er hugbúnaðarbilun í GPS klukkum sem ég nota fyrir jarðskjálftamælana. Ég mun laga þessa bilun með uppfærslu á GPS klukkunum í lok Febrúar eða upphafi Mars. Þar sem þessi villa er í öllum þeim GPS klukkum sem ég á mun ég þurfa að uppfæra þær allar.

Flutningur til Íslands

Þar sem það virkaði ekki hjá mér að búa í Danmörku þrátt fyrir að ég hafi dregið úr kostnaði. Þá mun ég flytja aftur til Íslands í Febrúar og er sá flutningur varanlegur. Ég ætla í staðinn bara að verja meira tíma í Evrópu (Þýskalandi?) með öðrum hætti í framtíðinni.