Í gær (28-Desember-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina nærri Kolbeinsey. Vegna fjarlægðar er erfitt að segja til um það hversu þessi jarðskjálftahrina var stór. Oftast eru eingöngu stærstu jarðskjálftarnir mældir á þessari fjarlægð frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan nærri Kolbeinsey í gær (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 4,4 og 3,8. Smærri jarðskjálftar áttu sér einnig stað, en fjöldi þeirra er óljós vegna fjarlægðar, auk stærðar og staðsetningar. Næsti jarðskjálftamælir er í 50 til 80 km fjarlægð frá upptökum jarðskjálftahrinunnar.