Þessi uppfærsla er seinna á ferðinni en áætlað var. Ég þurfti að gera annað og tafðist vegna þess.
Eldgosið í Holuhrauni (Bárðarbungu) heldur áfram með svipuðum hætti og undanfarið. Vegna jólafría og slæms veðurs hefur verið erfitt að fá nýjar upplýsingar um stöðu mála í Holuhrauni og gangi eldgossins. Stærð hraunsins er núna orðin 83 ferkílómetrar (km²) eða stærra. Jarðskjálftavirkni á sér ennþá stað í Bárðarbungu, það hefur þó dregið úr jarðskjálftavirkninni undanfarið og það er ekki bara slæmu veðri eða sambandslausum jarðskjálftamælum. Þessi fækkun jarðskjálfta er raunveruleg, hvort að þessi fækkun jarðskjálfta mun halda áfram er hinsvegar eitthvað sem á eftir að koma í ljós. Það er ennþá möguleiki á því að jarðskjálftavirknin aukist aftur á ný.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Nýjustu gögn frá GPS mælingum benda ekki til neinna breytinga á því landreki sem á sér núna stað við Bárðarbungu. Ís hefur verið að setjast á GPS loftnetin og það hefur verið að trufla mælinganar undanfarið, hætta er á því að þessi ísing muni vara í allan vetur ef veður veldur mikilli ísingu á hálendinu. Á meðan eldgosið heldur áfram, þá eru miklar sveiflur (virðist vera raunin), svo virðist sem að það dragi mjög úr eldgosinu í skamman tíma áður en það eykst aftur. Þetta er í samræmi við upplýsingar sem komu fram í Nóvember um þessar sveiflur þá, það sem ég veit ekki fyrir víst er hvort að þessar sveiflur hafi breyst eða hvort að eitthvað annað hefur gerst. Ég er að bíða eftir nýjum upplýsingum um stöðu mála, en það gæti tekið talsverðan tíma áður en þær upplýsingar koma fram.
Eftir því sem ég kemst næst þá er ekkert frekar að frétta af Bárðarbungu. Næsta uppfærsla verður þann 2-Janúar-2015.