Ný jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Síðustu nótt (26-Desember-2015) varð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,3. Undanfarinn að þessari jarðskjálftavirkni var breyting á óróa á 2 – 4Hz bandinu á SIL stöðinni í Vonarskarði, ég veit ekki afhverju sú breyting átti sér stað. Það gæti komið til vegna þess að kvikan sé komin grunnt í jarðskorpuna að hluta til, hinsvegar er þetta eingöngu um að ræða ágiskun hjá mér.

von.svd.26.12.2015.at.17.26.utc
Breytingin á 2 – 4Hz bandinu (bláa) sést á milli 25 og 26-Desember. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mín skoðun að Bárðarbunga geti gosið hvenær sem er og hættan á eldgosi sé að aukast mjög hratt þessa stundina og að það geti gosið í Bárðarbungu án nokkurs fyrirvara. Skoðun Veðurstofunnar er hinsvegar sú að ekki sé mikil hætta á eldgosi þessa stundina í Bárðarbungu, jafnvel þó svo að kvika haldi áfram að flæða inn í Bárðarbungu.

151226_1855
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftinn sem var með stærðina 3,3 og varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu var með dýpið 0,1 km. Jarðskjálftinn með stærðina 3,3 og varð í suðu-austur hluta öskju Bárðarbungu var með dýpið 2,5 km. Klukkan 08:20 varð jarðskjálfti með dýpið 20,3 km og stærðina 1,0. Sá jarðskjálfti bendir til þess að kvikuinnflæði sé hugsanlega meira heldur en hugmyndir og líkön benda til (þessi jarðskjálfti varð á brún eldstöðvarkerfisins, ekki langt frá Tungnafellsjökli). Ég veit ekki hvað mun gerast næst í Bárðarbungu, þar sem ekki er hægt að segja til um það hvað gerist næst í Bárðarbungu.

Uppfærsla 1

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu hefur núna búið til hálfan hring í öskju Bárðarbungu þar sem síðasta sólarhringinn hefur verið örlítil aukning í jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Það hafa einnig komið fram undarlegir toppar í óróann í kringum Bárðarbungu en þar sem veður er slæmt í kringum Vatnajökul þessa stundina. Þannig að þessir óróatoppar sem sjást á SIL stöðvum í kringum Bárðarbungu gætu bara verið veður. Ég verð að bíða eftir því að veður lagist til þess að sjá hvort að eitthvað sé í gangi.

151227_1655
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálftavirkni mun eiga sér stað í Bárðarbungu. Þetta gæti hætt eða haldið áfram en það er vonlaust að vita hvað gerist næst í Bárðarbungu.

Grein uppfærð klukkan 18:09 þann 27-Desember-2015.

One Reply to “Ný jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu”

Lokað er fyrir athugasemdir.