Þetta verður síðasta greinin um Kötlu þangað til að eitthvað fer að gerast á ný.
Staðan núna er sú að það er allt rólegt í Kötlu. Aðeins tveir litlir jarðskjálftar áttu sér stað í Kötlu núna í nótt og var sá stærri með stærðina 2,0 og sá minni með stærðina 0,5. Hugsanlegt er að minni jarðskjálftar mælist ekki vegna slæms veðurs sem er að ganga yfir núna. Leiðni er ennþá mjög há í Múlakvísl en samt lægri en í gær, núverandi gildi er í kringum 180 µS/cm og er hugsanlegt að þessi lækkun stafi af því að rigning hefur verið á svæðinu síðustu klukkutíma.
Jarðskjálftar í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Svona rólegheit í Kötlu geta varað allt upp í viku samkvæmt minni reynslu. Hvað gerist næst er erfitt að spá fyrir um en það er hinsvegar ljóst að eldstöðin Katla er kominn mjög nálægt því að gjósa. Hvenær það gerist er hinsvegar ekki hægt að spá fyrir um. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist næst.