Myndir af jarðskjálftunum í Kötlu og GPS upplýsingar

Hérna eru myndir af nokkrum jarðskjálftum sem urðu í jarðskjálftahrinunni þann 28 – 30-September-2016 í Kötlu. Staða Kötlu hefur verið breytt úr gulri yfir í græna.

Jarðskjálftar sem mældust í Heklubyggð

Ég mældi aðeins nokkra jarðskjálfta úr jarðskjálftahrinunni í Heklubyggð, þar sem það var frekar mikill vindur þessa daga þá sá ég ekki alla jarðskjálfta vel. Stærstu jarðskjálftarnir sáust best. Flestir af þeim jarðskjálftum sem ég mældi voru blandaðir jarðskjálftar (hybrid earthquakes) eða eldfjalla jarðskjálftar, nokkrir lágtíðni jarðskjálftar urðu en vegna veðurs þá mældi ég þá mjög illa. Það eru engar merkiningar fyrir P og S bylgjur í á þessum myndum, þar sem ég hef ekki haft tíma til þess að fara yfir þessa jarðskjálfta. Nánar um gerðir jarðskjálfta frá eldfjöllum hérna (USGS) og hérna (alaska.edu). Þessar vefsíður eru á ensku.

160930-044000-hkbz-psn
Fyrsti jarðskjálftinn á þessari mynd virðist vera blandaður jarðskjálfti, seinni jarðskjálftinn er eldfjalla jarðskjálfti. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

160930-120200-hkbz-psn
Hérna virðist vera á ferðinni eldfjallajarðskjálfti. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

160930-120700-hkbz-psn
Fyrsti jarðskjálftinn virðist eldfjallajarðskjálfti, seinni jarðskjálftinn virðist vera tveir jarðskjálftar gerast á sama tíma, þriðji jarðskjálftinn virðist vera blandaður jarðskjálfti. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Stærstu jarðskjálftarnir virðast vera eldfjalla-jarðskjálftar en aðra jarðskjálfta var erfitt að greina vegna vindhávaða.

GPS upplýsingar

Ég fann loksins GPS upplýsingar sem ég hef verið að leita að varðandi Kötlu. Þessar GPS upplýsingar sýna litla breytingu á GPS stöðvum í kringum Kötlu. Það er helst að breytingu sé að sjá á Austmannsbungu (AUST). Þar sem sú breyting kemur ekki fram á öðrum GPS stöðvum í kringum þá er líklegt að þetta sé mjög staðbundin breyting. þetta virðist ekki vera villa í GPS mælingunni, þó svo að þetta sé líklega óyfirfarin mæling. GPS upplýsingar um Kötlu er að finna hérna.