Áframhaldandi jarðskjálftavirkni langt norður af Kolbeinsey

Undanfarnar virkur hefur verið jarðskjálftavirkni langt norður af Kolbeinsey. Það er ennþá óljóst hvað er að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey (bláu hringirnir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærðir allra þeirra jarðskjálfta sem hafa mælst á þessu svæði eru vanmetnar vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu. Ég náði að mæla síðustu jarðskjálftahrinu sem varð á þessu svæði á jarðskjálftamælinn minn á norðurlandi. Þá komu fram fimm jarðskjálftar sem voru að minnsta kosti með stærðina 3,2 á 4 til 8 mínútu tímabili. Þetta voru einu jarðskjálftarnir sem ég náði að mæla í þessari jarðskjálftahrinu, enda er fjarlægðin rúmlega 230 km. Þessi fjarlægð veldur því að erfitt er að staðsetja jarðskjálftana nákvæmlega og finna út nákvæmlega hversu stórir þeir voru, meiri skekkja kemur einnig fram í staðsetningu jarðskjálftana og getur þar munað nokkrum tugum kílómetra.

Það er möguleiki á því að þarna sé eldgos í gangi núna. Það var þarna mögulega eldgos eða kvikuinnskot á þessu svæði eða nálægt því í Október árið 1999, hægt er að lesa um þá jarðskjálftahrinu hérna á vefsíðu Global Volcanism Program.