Djúpir jarðskjálftar suður og austur af Bárðarbungu

Síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk þann 27-Febrúar-2015 þá hefur verið regluleg jarðskjálftavirkni og kvikuinnskotavirkni suður af Bárðarbungu (megineldstöðin). Þar sem ég er ekki góður með að breyta myndum þá mun ég lýsa þeim svæðum sem um er að ræða þar sem djúp jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað.

Hinsvegar þarf einnig að skoða bakgrunn þess sem er að gerast núna.

Síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu hef ég verið að skoða og fylgjast með því sem hefur verið að gerast í eldstöðinni síðustu mánuði. Ég hef áttað mig á því að eldgosatímabil í Bárðarbungu eru mun legri en ég taldi fyrst og er líklega samþykkt innan vísindasamfélagsins. Það sem er samþykkt núna innan vísindasamfélagsins er sú hugmynd að í Vatnajökli verða eldgosatímabil sem vara í 130 til 140 ár með tímabili með fáum eldgosum varir í 60 til 100 ár. Eina vísindagreinin sem ég fann um þetta er þessi hérna grein (á ensku). Ég veit ekki hvort að virknin í Bárðarbungu er eins og víðari aukning á virkni í Vatnajökli (þetta á við eldstöðvar eins og Kerlingarfjöll, Grímsvötn, Öræfajökul, Þórðarhyrna (Grímsvötn), Hamarinn (Bárðarbunga), Esjufjöll, Snæfell [austast og hefur aldrei gosið síðustu 12.000 árin], Askja, Tungafellsjökull [aldrei gosið á síðustu 12.000 árum]).

Eldgosahrinan á undan þeirri sem er núna í gangi hófst árið 1697 og lauk árið 1910 (það er óvissa um skekkjumörk). Þessi eldgosahrina þýddi að eldgos urðu í Bárðarbungu á nokkura ára fresti við lengstu hléin sem vörðu upp undir 16 ár. Stystu hlé á milli eldgosa var eingöngu 1 ár í mesta lagi, kannski jafnvel ennþá styttri, vegna skorts á skráðum heimildum frá þessum tíma þá er erfitt að segja nákvæmlega til um það. Ég er ekki viss um hvenær eldgosatímabilið á undan þessu hófst en ég veit að því lauk árið 1477 með stórgosi og því fylgdi tímabil án eldgosa í 220 ár en það er mögulegt að þetta gat sé vegna skorts á skráðum heimildum eða töpuðum heimildum. Ég veit ekki hvort að núverandi ágiskanir um virknitímabil í Vatnajökli eru réttar, þar sem ég veit ekki hvernig vísindamenn komust að þessari niðurstöðu. Það er ennfremur ekki hægt að útiloka að þegar stórgos verða þá taki það eldstöðina mjög langan tíma að jafna sig (eldgosið 1477 virðist hafa verið mjög stórt), það eru hinsvegar aðrir þættir í þessu og þeir tengjast inná þessa djúpu jarðskjálftavirkni sem ég hef veri að sjá í nágrenni Bárðarbungu síðan árið 2015 og fyrir þann tíma (nær yfir nokkura ára tímabil).

Þau svæði sem ég hef séð með djúpa jarðskjálfta.

Trölladyngja, jarðskjálftar með meira en 20 km dýpi hafa komið fram.
Dyngjujökli, Á þessu svæði en einnig hafa komið fram kvikuinnskot á svæði sem er 5 til 8 km suður af því.
Dyngjuhálsi, þetta er hluti af Dyngjujökli jökulsvæðinu en er aðeins norður af því.
Kistufelli.

Fyrstu dagana þegar umbrotin í Bárðarbungu hófst, þá fór kvika undir Dyngjuháls. Þetta sést vel á jarðskjálftamynd frá Ágúst-2014.


Þetta er jarðskjálftamynd frá Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna gaus aldrei og situr því kvikan undir Dyngjuhálsi og er þar líklega í kvikuhólfi núna. Það er óljóst hvort að yfirþrýstingur sé byrjaður að myndast í þessu kvikuhólfi og það muni valda eldgosi á þessu svæði eftir nokkur ár. Hvað varðar Dyngjujökul svæðið þá er virknin þar ennþá dularfyllri þar sem ekki er hægt að sjá neitt kvikuhólf í jarðskjálftagögnum en það bendir hugsanlega til þess að kvikuhólfið sitji þá óvenjulega djúpt á svæðinu þar sem Dyngjujökull er. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu en miðað við söguleg gögn þá er hugsanlegt að næsta eldgos verði eftir 3 til 16 ár (talið frá árinu 2015).