Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (16.02.2013) klukkan 15:11 hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökuls eldstöðinni. Þessi jarðskjálftahrina er mjög lítil og hefur stærsti jarðskjálftin hingað til aðeins náð stærðinni 2.6 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Dýpi þessara jarðskjálfta er 2 til 4 km samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum.

130216_1710
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Erfitt er að segja til um þróun þessar jarðskjálftahrinu í Torfajökli. Þó er líklegt að þessi hrina hætti bara. Eins og er venjan með jarðskjálftahrinu í þessari eldstöð. Síðast gaus í Torfajökli árið 1477 samkvæmt Global Volcanism Program. Jarðskjálftar sem verða á þessu svæði koma vel fram á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með á þessu svæði. Þrátt fyrir mikin hávaða á þeim þessa stundina. Hægt er að skoða jarðskjálftagröfin hérna.

One Reply to “Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli”

Lokað er fyrir athugasemdir.