Föstudaginn 22-Janúar-2021 hófst jarðskjálftahrina austan við Grindavík í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálftahrina hætti síðan eftir nokkra klukkutíma en síðan hófst ný jarðskjálftahrina Sunnudaginn 24-Janúar-2021 á miðnætti. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru mjög litlir að stærð og mjög fáir jarðskjálftar náðu stærðinni Mw1,0.
Jarðskjálftahrinan sem hófst á Sunnudaginn varði í rúmlega 12 klukkutíma samkvæmt vefsíðu Veðurstofu Íslands. Það er enga breytingu að sjá á GPS gögnum (vefsíðan er hérna). Það er engin breyting á óróagröfum á þessu svæði. Þessa stundina kemur slæmt veður fyrir sjálfvirka mælingu á litlum jarðskjálftum yfir allt Ísland.
PayPal
Ég er hættur að nota PayPal. Það er ennþá hægt að styrkja mig með því að millifæra inná mig samkvæmt þeim upplýsingum sem ég gef uppá styrkir síðunni. Það er öruggara og ódýrara að styrkja mig með því að nota hefðbundna bankamillifærslu heldur en að nota PayPal í þetta.