Hættulegt magn af Brennisteinsvetni við Múlakvísl (Mýrdalsjökull / eldstöðin Katla)

Það var sagt frá því í fréttum í dag (14. Apríl 2023) að það væri hættulegt magn af Brennisteinsvetni við Múlakvísl sem kemur frá Mýrdalsjökli, sem er beint ofan á eldstöðinni Kötlu. Ferðamenn eru beðnir um að fara varlega á svæðinu. Leiðni er ekki óvenju há í Múlakvísl en Veðurstofan reiknar með því að muni breytast á næstu klukkutímum.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu er eðlileg þessa stundina en það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar ef það tengist þessum breytingum á gasinu með einhverjum hætti. Magn gass í Múlakvísl fór að breytast snemma morguns þann 13. Apríl 2023 samkvæmt Veðurstofu Íslands.