Í dag (18-Júní-2014) klukkan 10:20 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Kötlu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 2,5 km. Stærsti eftirskjálftinn sem kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta var með stærðina 1,3.
Jarðskjálftinn í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Heklubyggð á jarðskjálftamæli sem ég er með þar. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.
Það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað sé að fara gera í Kötlu á þessum tímapunkti. Það er þó nauðsynlegt að fylgjast með stöðu mála í Kötlu ef jarðskjálftavirkni fer að aukast.