Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartögl þann 6-Maí-2014

Hérna eru nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög fljótt ef staðan breytist í Herðubreiðartöglum skyndilega.

Síðustu 24 klukkustundir hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum. Undanfarinn sólarhring hafa því komið færri og minni jarðskjálftar, síðasta sólarhring hafa stærstu jarðskjálftar haft stærðina 2,5 til 2,9 en enginn stærri en það. Síðustu 24 klukkutíma hefur ekki orðið neinn jarðskjálfti með stærðina 3,0 eða stærri.

140506_2030
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum þann 6-Maí-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140506_2030_tracer
Fjöldi jarðskjálfta þann 6-Maí-2014 (rauðu punktanir) eins og sjá má hefur virknin minnkað talsvert í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.6-may-2014
Færri jarðskjálftar koma vel fram á jarðskjálftateljaranum mínum, þar sem fækkunin sést mjög vel. Tejarinn telur jarðskjálfta á öllu Íslandi af vefsíðu Veðurstofu Íslands, en meirihluti jarðskjálfta í dag hefur átt sér stað í Herðubreiðartöglum. Þessi myndir undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

IASK.svd.06.05.2014.20.29.utc
Í dag komst ég að því að Veðurstofa Íslands er með góð tromplurit á vefsíðunni hjá sér. Hérna er eitt slíkt tromluplott af SIL stöðinni í Öskju. Hérna sést jarðskjálftavirknin í Herðubreiðartöglum mjög vel. Hægt er að skoða tromplurit Veðurstofu Íslands hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mjög erfitt að segja til um það hvað er að valda þessari jarðskjálftahrinu í Herðubreiðartöglum. Það er möguleiki á því að þetta sé kvikuinnskot, en eins og stendur þá hefur það ekki verið sannað eins og stendur. Stærstu jarðskjálftarnir sem koma fram hjá í Herðubreiðartöglum koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (ég er bara með tvo núna) og er hægt að fylgjast með þeim hérna.

Styrkir: Endilega muna að styrkja mína vinnu hérna. Annars verður Maí-2014 frekar lélegur mánuður hjá mér. Takk fyrir stuðninginn.

Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Herðubreiðartöglum í gær (03-Maí-2014) heldur áfram af fullum krafti. Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var með stærðina 3,9. Eins og stendur hafa yfir 380 jarðskjálftar mælst síðan á miðnætti. Miðað við fjölda jarðskjálfta í dag, miðað við jarðskjálftahrinuna í gær. Þá er jarðskjálftahrinan kraftmeiri í dag heldur en í gær. Vegna þess hversu hratt aðstæður breytast þarna, þá munu upplýsingar sem koma fram hérna úreldast mjög hratt.

140504_2015
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum núna í dag (04-Maí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140504_2015_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í dag í jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.04.05.2014.20.25.utc
Hérna er óróaplott frá SIL mælinum í Öskju. Eins og hérna sést er mikil jarðskjálftahrina í gangi en það er smá stopp í jarðskjálftahrinunni áður en hún hófst aftur af meiri krafti síðustu nótt með jarðskjálftanum með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.04.05.2014.19.26.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á SIL stöðinni í Mókollum. Þarna sést smá munur og í Öskju, sá munur er eingöngu vegna fjarlægðar SIL stöðvarinnar frá upptökum jarðskjálftahrinunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.4-may-2014
Jarðskjálftateljarinn hjá mér í dag. Þarna sést vel að það eru fleiri jarðskjálftar að koma fram í dag heldur en í gær. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Ég býst við frekari jarðskjálftavirkni þarna næstu klukkutímana og næstu daga. Þar sem það eru ekki komin fram nein merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara hægja á sér. Stærstu jarðskjálftarnir koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (stærri en 3,0) og er hægt að fylgjast með þeirri virkni á jarðskjálftamælavefsíðunni minni hérna.

Jarðskjálftahrina norðan við Herðurbreiðartögl

Í dag á miðnætti (klukkan 00:02) hófst jarðskjálftahrina norðan við Herðubreiðartaglir (upplýsingar um Öskju er að finna hérna á ensku). Þetta svæði er smá hryggur sem hefur hlaðist upp í eldgosum á nútíma (síðustu 12,000 ár). Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu átti sér stað í morgun klukkan 05:49 og var með stærðina 3,5 og dýpið var 7,6 km. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 270 jarðskjálftar átt sér stað, þessi tala úreldist mjög fljótlega þar sem jarðskjálftavirkni er mjög mikil á þessu svæði eins og stendur en nýr jarðskjálfti á sér stað á hverri 1 til 3 mínútum þarna á meðan ég skrifa þetta.

Nálægar SIL stöðvar sýna að eins og stendur er þetta bara jarðskjálftahrina þar sem engin kvikuhreyfing hefur ekki ennþá mælst. Eins og kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Nálægar SIL stöðvar sýna einnig að þarna á sér stað mun meiri jarðskjálftavirkni en kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands, ástæðan fyrir því að ekki mælast allir jarðskjálftar á þrem til fjórum SIL stöðvum og því getur kerfi Veðurstofu Íslands ekki staðsett jarðskjálftana. Þó svo að ekki séu nein merki um kvikuhreyfingar þá er ekki útilokað að uppruna þessarar jarðskjálftahrinu sé að finna í kvikuinnskoti á þessu svæði. Ef þarna verður eldgos, þá mun það verða af Hawaiian gerð sem þýðir hraungos.

140503_1910
Jarðskjálftahrinan norðan við Herðubreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140503_1910_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.03.05.2014.19.37.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.03.05.2014.19.38.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Mókollum. Þessi stöð er fyrir sunnan Herðurbreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði og hafa verið það núna talsvert lengi. Flestar af þeim jarðskjálftahrinum sem þarna hafa átt sér stað hafa verið tengdar hefðbundinni jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni vegna flekahreyfinga. Þarna hefur ekkert eldgos orðið síðustu 1000 ár, það er ekki að sjá nein slík merki á yfirborðinu (gígar, nýleg hraun). Það er erfitt að sjá hvað gerist þarna á næstunni. Það eina sem hægt er að gera er að fylgjast með því sem þarna gerist. Stærstu jarðskjálftarnir sem þarna eiga sér stað koma fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum, hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælinum hérna.

Styrkir:
Endilega muna að styrkja mig til þess að létta mér lífið og einfalda mér að skrifa áfram um jarðskjálfta og eldgos. Ef fólk kaupir í gegnum Amazon UK þá getur það smellt á auglýsinganar frá Amazon UK hérna og þá fæ ég 5 til 10% af því sem keypt er í tekjur af hverri sölu óháð því hvað fólk kaupir.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (texti á ensku). Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina varð vegna kvikuinnskots eða hefðbundinna jarðskjálfta sem oft eiga sér stað á þessu svæði.

140427_1400
Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði í Bárðarbungu er þekkt fyrir mikla jarðskjálftavirkni. Ef þarna átti kvikuinnskot sér stað þá aukast ekki líkunar á því að eldgos muni eiga sér stað í Bárðarbungu. Þar sem kvikuinnskot eru algeng í íslenskum eldfjöllum eins og öðrum eldfjöllum.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (4-Apríl-2014) um miðnætti varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,5 og fannst á landi. Þessi jarðskjálftahrina er rúmlega 30 km frá landi. Eins og stendur er smá hlé í jarðskjálftahrinunni en möguleiki er á að hún haldi áfram. Það er þó alveg jafn líklegt að þessi jarðskjálftahrinu gæti verið lokið í bili.

140404_1805
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Grænar stjörnur tákna jarðskjálfta stærri en 3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óstaðfestar fréttir á Rúv.is segja að þetta gæti verið vegna kvikuinnskota í eldstöðinni sem þarna er til staðar. Það hefur þó ekki ennþá fengist staðfest hvort að það sé raunin. Ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram. Þá má reikna með að staðfesting fáist á því hvort að þetta sé jarðskjálftahrina vegna kvikuhreyfinga eða plötuhreyfinga á þessu svæði. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eiga það til að byrja rólega og taka sér hlé þess á milli sem að mikil jarðskjálftavirkni varir í skamman tíma (nokkra klukkutíma). Hvort að það gerist núna veit ég ekki, mér þykir þó líklegt að þetta svæði á Reykjaneshryggnum haldi sig við þekkt munstur miðað við fyrri virkni. Það besta sem hægt er að gera er að fylgjast með. Hægt er að sjá jarðskjálftavirknina sem þarna á sér stað hérna á jarðskjálftavefsíðunni sem ég er með.

Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í gær (21-Mars-2014) varð djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er hluti af Bárðarbungu eldstöðvarkerfinu). Stærð þessa jarðskjálfta var bara 1,4 en dýpið var 29,7 km. Staðsetning þessa jarðskjálfta var bara 10,4 NA af Hamrinum, ég er ekki viss hvort að þessi jarðskjálfti varð innan eldstöðvarinnar Hamarinn eða fyrir utan sjálfa eldstöðina.

140322_1915
Jarðskjálftinn í Hamrinum og jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar sem verða á þessu dýpi eiga upptök sín í kviku eða kvikuinnskotum sem eiga sér stað á þessu dýpi. Þykkt jarðskorpunnar á þessu svæði er í kringum 40 km á þessu svæði útaf heita reitnum (annar tengill hérna). Rannsókn á þykkt jarðskorpunnar er að finna hérna (á ensku). Ástæðan fyrir þykkri jarðskorpu þarna er vegna heita reitsins, en virknin í honum hefur valdið því að jarðskorpan þarna er þykkari en annarstaðar á Íslandi. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamarinum varð í Júlí 2011. Það varði aðeins í nokkra klukkutíma og náði ekki upp úr jöklinum.

Óróapúls í Þórðarhyrnu

Þann 21-Nóvember-2013 kom fram óróapúls í Þórðarhyrnu í Vatnajökli (tengt eldstöðinni í Grímsfjalli) og var tengdur jarðskjálftahrinu sem átti sér stað á sama tíma í eldstöðinni. Þessi óróapúls varði frá því klukkan 03:30 til klukkan 06:10. Jarðskjálftahrinan sem fylgdi þessum óróapúls var ekki stór, hvorki í fjölda jarðskjálfta eða í styrkleika þeirra. Stærsti jarðskjálftinn var aðeins með stærðina 1,9. Miðað við útslagið á nálægum SIL stöðvum þá var þetta ekki sterkur óróapúls sem kom fram í Þórðarhyrnu. Jarðskjálftahrinan í Þórðarhyrnu sýndi að eitthvað var að gerast í eldstöðinni og hafði ég mínar grunsemdir um að þarna væri óróapúls að eiga sér stað þann 21-Nóvember. Þó svo að ég hafi ekki fengið það staðfest fyrr en í dag. Líklega var þessi óróapúls tengdur kvikuinnskoti í eldstöðina á miklu dýpi, en það hefur ekki ennþá fengist staðfest með mælingum.

hus.oroi.svd.27-November-2013
Óróapúlsinn á Húsbóndi SIL stöðinni. Óróapúlsinn sést þar sem dagsetningin 21-Nóvember er og sker sig úr bakgrunnshávaðanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

grf.oroi.svd.27-November-2013
Óróapúlsinn á Grímsfjalli SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.oroi.svd.27-November-2013
Óróapúlsinn á Jökulheimum SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þarna verði ekki eldgos í kjölfarið á þessari virkni, en miðað við sögu þessa svæðis og eldgossins í Grímsfjalli árið 2011, þá þykir mér hinsvegar ljóst að þarna verði eldgos í næstu framtíð. Það er þó ómögulegt að segja nákvæmlega til um það hvenær slíkt eldgos muni eiga sér stað. Síðasta þekkta eldgos sem átti sér stað í Þórðarhyrnu var árið 1902 og fylgdi þá í kjölfarið á eldgosi í Grímsfjalli sama ár. Það er ekki vitað til þess að síðari tíma eldgos hafi átt sér stað í Þórðarhyrnu.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 15:00.

Minniháttar jarðskjálftahrina nærri Hjörleifshöfða í eldstöðvarkerfi Kötlu

Í dag (17-Nóvember-2013) klukkan 06:21 hófst minniháttar jarðskjálftahrina nærri Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi. Þessari jarðskjálftahrinu lauk klukkan 07:09. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,8 og dýpið í kringum 18 km. Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að þarna hafi átt sér kvikuinnskot á dýpi. Það er þó ekki ljóst hvort að þetta táknar einhverja breytingu í hegðun Kötlu, það er ólíklegt að þetta sé undanfari frekari virkni í Kötlu.

131117_1815
Jarðskjálftavirknin nærri Hjörleifshöfða í eldstöðvarkerfi Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hjörleifshöfði sjálfur er líklega myndaður í eldgosi fyrir einhverjum þúsundum árum síðan. Þó hef ég ekki nánari upplýsingar um hann. Þó er talið að þetta hafi verið eyja áður en eldgos í Kötlu breytti því fyrir löngu síðan. Hægt er að skoða Hjörleifshöfða úr fjarlægð með Google Maps og Street View hérna.

Upptök jökulflóðsins frá Hofsjökli í ágúst fundin

Í Ágúst-2013 átti sér stað jökulflóð frá Hofsjökli. Hingað til hafa upptök þessa jökulflóðs ekki fundist. Upptök þessa jökulflóðs fundist hinsvegar á gervihnattamynd frá NASA/USGS í September-2013 og núna fyrir nokkrum dögum síðan voru upptök þessa jökulflóðs staðfest af vísindamönnum Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Upptök þessa jökulflóðs voru nýr sigketill í Hofsjökli, þessi sigketill er rúmlega 700 metra langur og 30 – 50 metra djúpur.

hofsjokull_24sept2013
Hofsjökull og ketillinn í jöklinum, staðsetning sigketilsins er ~64°49,5‘N; 18°52‘V. Mynd er frá NASA/USGS/Veðurstofu Íslands/Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands.

Yfirborð jökulsins er mikið sprungið á þessu svæði samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Það er ekki vitað um ástæður þess að þarna myndaðist háhitasvæði í Hofsjökli. Ekki hafa komið fram nein merki þess að þarna hafi eldgos átt sér stað. Hvorki fyrir eða eftir jökulhlaupið úr Hofsjökli. Stærð sigketilsins er 106 m3 samkvæmt Veðurstofu Íslands eða um ein milljón rúmmetra. Óljóst er hvort að fleiri jökulflóð muni koma úr þessum sigketli í framtíðinni.

Tilkynning Veðurstofunnar

Hlaup úr Hofsjökli í ágúst 2013 (vedur.is)

Fréttir af þessu

Fundu sigketil á Hofsjökli (mbl.is)
Hlaup kom úr sigkatli í Hofsjökli (Rúv.is)

Dregur úr jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (03-Október-2013) hefur heldur dregið úr jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan hefur haldið áfram eins og undanfarna viku, stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 3,5 og dýpi þessar jarðskjálftahrinu hefur verið í kringum 5 til 15 km. Jarðskjálfti með stærðina 3,1 átti sér einnig stað í dag. Þessari jarðskjálftar fundust á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík.

MynniEyjafj2013.svd.03-October-2013
Stærstu jarðskjálftanir í þessari jarðskjálftahrinu. Hægt er að sjá myndina í upprunalegu samhengi hérna á vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftahrinunni þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi. Það getur verið að aðeins hafi dregið tímabundið úr jarðskjálftahrinunni eða þá að þessi jarðskjálftahrina er að fjara út eins og er. Það er ekki ljóst hvað er raunin hérna en það mun koma í ljós með tímanum hvað gerist næst á Tjörnesbrotabeltinu.

131003_2125
Jarðskjálftahrinan í dag á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru ekki nein merki þess að kvika hafi náð til yfirborðs í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það er einnig ennþá óljóst hvort að kvikuinnskot hafi verið valdur að þessari jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu.