Hægfara aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli

Það virðist vera að eiga sér stað hæg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli síðustu daga. Síðustu 48 klukkustundir þá virðist sem að jarðskjálftum sé farið að fjölga verulega. Eins og sést á þessu hérna grafi frá Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli frá árinu 2005 til dagsins í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi aukning í jarðskjálftavirkni bendir til þess að meiri kvika sé farin að troða sér upp í Öræfajökli. Helsta tilgátan um þessar mundir er sú að kvikan sem er núna að troða sér upp í Öræfajökli sé súr og það er það sem jarðskjálftavirknin virðist benda til.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er stór spurning hvernig þetta mun þróast í Öræfajökli þar sem söguleg gögn vantar um eldgos í Öræfajökli. Þau söguleg gögn frá eldgosinu 1362 eru ekki traust þar sem sumt af því sem er skrifað var skrifað hátt í tveim öldum síðar eftir eldgosið 1362. Söguleg gögn um eldgosið 1727 til 1728 eru aðeins betri en langt frá því að vera nákvæm eða traust.

Styrkir

Ég legg mikið á mig til þess að halda þessari vefsíðu gangandi og þetta kostar sitt. Auglýsingar því miður ná ekki að dekka allan þann kostnað. Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal eða með því að fara á styrkir síðuna og leggja beint inná mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Óvissustigi lýst yfir og flugkóði breytt í gulan fyrir Öræfajökul

Í gær (17-Nóvember-2017) var óvissustigi lýst fyrir fyrir Öræfajökli af Almannavörnum auk þess sem öryggiskóði fyrir flug var breytt í gulan (hægt að sjá hérna)

Staðan eins og hún er núna er sú að ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls er þessi ketill rúmlega 1 km breiður og í kringum 21 til 25 metra djúpur samkvæmt frumrannsóknum. Þetta er í fyrsta skipti í skráðri sögu sem að svona ketill myndast í Öræfajökli. Það er núna talið að þessi ketill hafi verið að tæma sig alla þessa viku og því hafi fundist lykt af brennisteini á svæðinu þennan tíma. Hægt er að sjá Kvíá hérna á Google Maps. Þessa stundina er ekki mikið um jarðskjálfta í Öræfajökli, það mátti búast við þessu (ég reikna með því). Það er einnig nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að Öræfajökull náði þessu stigi á nokkrum mánuðum á meðan það tók Eyjafjallajökul rúmlega 16 ár að ná þessu sama stigi þangað til að eldgos hófst í þeirri eldstöð.

Það er ekki til mikið af gögnum um Öræfajökul um eldri eldgos sem hafa orðið. Síðasta eldgos varð árið 1727 til 1728 (289 ár síðan) og eldgosið þar á undan varð árið 1362 (655 ár síðan) og varði í nokkra mánuði. Þessa stundina hef ég ekki mikið af gögnum til að vinna með. Þar sem ekki hafa verið stundaðar miklar mælingar í kringum Öræfajökul þar sem enginn bjóst við að þróunin yrði svona hröð í Öræfajökli. Það var eingöngu í Október að það rann upp fyrir vísindamönnum hvað væri að gerast í Öræfajökli.


Engir jarðskjálftar í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana (blá doppa syðst í Vatnajökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hægt er að sjá myndir af katlinum í öskju Öræfajökuls hérna.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein eða skrifa nýja ef að ástæða þykir til þess.

Brennisteinslykt frá Kvíá sem kemur úr Öræfajökli

Í gær (16-Nóvember-2017) var tilkynnt um brennisteinslykt frá Kvíá sem kemur sem frá Öræfajökli. Þessi jökulá er í suðurhluta Öræfajökuls og er mjög stutt. Þessa stundina eru ekki neinar leiðnimælingar í jökulám frá Öræfajökli en það verður væntanlega bætt úr því núna í Nóvember eða eins fljótt og hægt er samkvæmt Veðurstofunni. Auk þess sem mælingar á gasi munu einnig hefjast á sama tíma samkvæmt fréttum fyrir nokkru síðan af stöðu mála í Öræfajökli.

Þessi breyting og opnun jarðhitasvæða í Öræfajökli benda til þess að kvika sé kominn mjög grunnt í eldstöðina og stendur þá líklega á 1 km dýpi eða minna. Síðustu daga hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli frá því sem áður var en fyrir nokkru síðan voru um og yfir 50 jarðskjálftar að mælast vikulega í Öræfajökli. Jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi í Öræfajökli en er þessa stundina miklu minni en það sem var fyrir nokkru síðan.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar af þessari framvindu eftir því sem ég læri meira.

Fréttir af þessari þróun

Brennisteinslykt við Öræfajökul (Rúv.is)
Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá (Vísir.is)

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Síðustu klukkutíma hefur verið jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Ég er ekki viss hversu margir jarðskjálftar hafa orðið í Öræfajökli en það hafa ekki margir náð stærðinni 2,0 en talsvert hefur verið um jarðskjálfta sem eru minni en 1,5 að stærð. Þetta er mjög óvenjuleg jarðskjálftahrina síðan jarðskjálftavirkni byrjaði í Öræfajökli fyrir nokkrum árum síðan.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er í stefnu sem er nærri því norður-suður innan gígs Öræfajökuls og er það mjög áhugaverð stefna á jarðskjálftahrinunni. Það munstur kom fyrst fram í jarðskjálftahrinu sem varð í Öræfajökli í síðasta mánuði. Þess á milli hafa þeir jarðskjálftar sem hafa komið fram verið hér og þar. Sagan segir (frá eldgosinu 1362) það að tveir jarðskjálftar fundust nokkru áður en það eldgos hófst. Hversu nákvæm sú lýsing er stórt spurning vegna hugsanlegrar endurskrifunar á sögunni í gegnum tíðina. Nákvæm grein um Öræfajökul er hægt að finna hérna (pdf, enska) á vef Veðurstofu Íslands. Söguleg gögn sýna það að eldgos frá Öræfajökli eru öflug og vara í misjafnan tíma. Eldgosið árið 1326 varði eingöngu frá Júní til Október. Eldgosið árið 1727 varð frá Ágúst 3 til 1 Maí 1728 (skekkjumörk eru 30 dagar til eða frá).

Smá um Esjufjöll

Það hefur einnig orðið minniháttar jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum í kjölfarið á aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Þetta virðist vera tengt en ég veit ekki afhverju það virðist vera raunin. Ég reikna ekki með neinu eldgosi í Esjufjöllum. Ég er ekki alveg viss hversu lengi jarðskjálftavirkni hefur verið í gangi í Esjufjöllum en eldstöðin er nefnd í skýrslu frá Veðurstofunni árið 2002 og er hægt að lesa hérna (pdf, enska).

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Öræfajökli

Í dag (03-Október-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti hefur ekki valdið frekari jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta sterkasti jarðskjálftinn í Öræfajökli síðan árið 2005 og fannst þessi jarðskjálfti á nærliggjandi bæjum og ferðamannasvæðum.

Greinin uppfærð klukkan 00:38 þann 4-Október-2017. Veðurstofan uppfærði stærð jarðskjálftans.

Áframhald á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Þann 28 og 29 September 2017 varð jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa orðið eru mjög litlir að stærð. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,5 og þann 29 September varð jarðskjálfti með stærðina 2,0 en ekki er búið að fara yfir þann jarðskjálfta og því er hugsanlegt að stærð jarðskjálftans sé röng en eingöngu sjálfgefið dýpi er sýnt (1,1km) á vef Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að vita hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir í tilfelli Öræfajökuls ef þessi virkni þýðir eitthvað til að byrja með. Það er möguleiki á því að þetta sé hluti af hefðbundinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli sem síðan hættir bara af sjálfu sér. Ástæða þess að erfitt er að vita hvað er að gerast í Öræfajökli er vegna þess að síðast varð eldgos þarna árið 1728 og síðan hafa bara verið góðar jarðskjálftamælingar á svæðinu í nokkur ár. Núverandi jarðskjálftavirkni er aðeins fyrir ofan hefðbundna bakgrunnsvirkni í Öræfajökli.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Kverkfjöllum

Þar sem um er að ræða eldstöðvar á mjög svipuðu svæði þá ætla ég að skrifa bara eina grein um þessa jarðskjálftavirkni.

Öræfajökull

Ég tel víst að virknin sem er núna að koma fram í Öræfajökli er ekki tengd hreyfingum á jöklinum í Öræfajökli. Ég veit ekki hvað það komu fram margir jarðskjálftar í Öræfajökli í þetta skiptið. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,8. Þessa stundina veit ég ekki um neinar GPS mælingar fyrir Öræfajökul.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er eftirtektarvert að núna kemur jarðskjálftavirknin fram í austanmegin í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð og bendir til þess að virkni sé að aukast í Öræfajökli. Það á eftir að koma í ljós hvort að það dregur aftur úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirkni í þessum hluta Íslands verður eingöngu vegna spennubreytinga og í þetta skiptið þá bendir ýmislegt til þess að hérna sé kvika að troða sér upp eldstöðina. Það eru hinsvegar líkur á því að þessi kvika muni ekki gjósa (allavegna ekki í mjög langan tíma).

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Kverkfjöllum þann 23-September-2017. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4. Þessi jarðskjálftahrina varð fyrir miðju eldstöðvarinnar. Þessi jarðskjálftahrina er fyrsta jarðskjálftahrinan síðan 2015 þegar Bárðarbunga var að valda látum í Kverkfjöllum. Síðan þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað í dag (23-September-2017) hefur allt verið rólegt í Kverkfjöllum.

Snögg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli

Það hefur orðið snögg aukning í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli undanfarna mánuði. Þessi aukning í jarðskjálftum er sneggri en ég gerði ráð fyrir. Í fyrsta skipti er jarðskjálftavirknin í misgengi (þetta virðist vera misgengi) sem liggur austur og vestur í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (syðst í Vatnajökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil þegar stærðir jarðskjálfta eru skoðaðar, stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,2 og allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Síðasta eldgos í Öræfajökli var árið 1727 og hófst þann 3 Ágúst og lauk 10 mánuðum síðar þann 1 Maí 1727 (+- 30 dagar). Stærð eldgossins 1727 var VEI=4 en til samanburðar þá var eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 einnig VEI=4. Ég veit ekki hvernig þessi virkni muni þróast á næstunni. Ólíkt því sem gerðist í Eyjafjallajökli þá virðist þessi aukning í jarðskjálftum vera mun hraðari í Öræfajökli en í Eyjafjallajökli. Öræfajökull og Eyjafjallajökull eru mjög svipaðar eldstöðvar að uppbyggingu og eldgosastærðum (eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 var einnig VEI=4). Ef að eldgos verður í Öræfajökli þá má reikna með svipuðum flugtruflunum eins og urðu þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010. Eins og staðan er núna þá er engin stórhætta á eldgosi í Öræfajökli þrátt fyrir jarðskjálftavirknina.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (13-Júní-2017)

Í dag (13-Júní-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 2,6 í Öræfajökli. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í Öræfajökli í talsvert langan tíma og venjulega er ekki nein jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það bendir til þess að eitthvað sé í gangi í eldstöðinni ef virknin fer ekki að róast aftur. Almennt er ekki mikil jarðskjálftavirkni í Öræfajökli eins og kemur fram í þessari rannsókn sem nær yfir jarðskjálfta á Íslandi árin 1994 til 2007.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli, sem er syðst í Vatnajökli.Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðfræðin á þessu svæði leyfir ekki mikla jarðskjálftavirkni vegna flekahreyfinga og það bendir til þess að jarðskjálftavirknin í Öræfajökli eigi uppruna sinna í kvikuhreyfingum innan í eldstöðinni. Á þessari stundu er jarðskjálftavirknin ekki nægjanlega mikil til þess að valda eldgosi. Hvort að þetta mun þróast þannig að á endanum verður eldgos í Öræfajökli á eftir að koma í ljós. Ef að kvika væri að brjóta sér leið upp á yfirborðið þá mundi það valda mun stærri jarðskjálftum en eru núna að koma fram.

Djúpir jarðskjálftar í Öræfajökli

Ég hef ekki skrifað margar greinar um eldstöðina Öræfajökul. Ástæðan er sú að yfirleitt er ekki neitt að gerast í Öræfajökli og telst þessi eldstöð vera mjög róleg eins og Esjufjöll og Snæfell (austurland), en þessar eldstöðvar mynda keðju af eldstöðvum fyrir utan megin eldgosabeltið á Íslandi. Rannsóknir benda til þess að undir Öræfajökli sé brot af gömlu meginlandi sem er líklega að bráðna niður hægt og rólega (rannsóknina er hægt að lesa hérna á ensku) og hugsanlega einnig undir Esjufjöllum. Í þessari rannsókn er einnig skráð eldstöð beint austur af Esjufjöllum en ég veit ekki hvort að sú eldstöð er raunverulega til, þar sem þessi eldstöð er ekki allstaðar skráð á kort og ég hef engar upplýsingar um þessa eldstöð ef hún er raunverulega til. Ég veit ekki afhverju þetta er raunin.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Á þessu korti er Öræfajökull staðsettur beint suður af Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærðir þeirra jarðskjálfta sem urðu var aðeins 1,1 til 1,8. Það sem gerir þessa jarðskjálfta áhugaverða er að þeir benda hugsanlega til þess að eitthvað sé að fara að gerast í Öræfajökli. Mesta dýpið sem kom fram var 21,2 km (stærðin var 1,1), annars var dýpið frá 19,0 til 20,7 km. Það sem sést á óróagrafi bendir til þess að um sé að ræða jarðskjálfta sem myndast þegar kvika er að brjóta leið um í jarðskorpunni, frekar en að um sé að ræða jarðskjálfta sem tengjast jarðskorpuhreyfingum.

Jarðskjálftavirkni hófst í Öræfajökli (mjög líklega) árið 2011 en samkvæmt gögnum sem ég er með þá urðu ekki neinir jarðskjálftar árið 2012 (það þarf ekki að vera alveg rétt). Síðan þá hafa orðið nokkrir jarðskjálftar á hverju ári síðan árið 2012. Hversu langt ferlið er frá lítilli jarðskjálftavirkni þangað til að eldgos hefst er ekki þekkt vegna skorts á sögulegum gögnum. Síðustu eldgos áttu sér stað árið 1362 frá 5 Júní +-4 dagar og þangað til 15 Október +-45 dagar og síðan árið 1727 þann 3 Ágúst og þangað til 1 Maí +-30 dagar árið 1728.