Aukin virkni í Öræfajökli

Það hefur sést undanfarnar vikur að aukin virkni er í Öræfajökli. Þessi aukna virkni í eldstöðinni sést núna eingöngu sem fjölgun lítilla jarðskjálfta í Öræfajökli á 5 til 10 km dýpi. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 fyrir tveim dögum síðan (þegar þetta er skrifað), talað var við eldfjallafræðinginn Páll Einarsson, í fréttinni segir Páll Einarsson að þessa stundina sé ekki þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu, þar er ég sammála honum að mestu leiti, eins og stendur er þetta mjög lítil virkni í Öræfajökli sem þarf ekki að hafa áhyggjur af, hann setti einnig fram þá hugmynd að það ferlið gæti tekið 18 ár frá upphafi til enda, eins og raunin varð með Eyjafjallajökul. Þar er ég ekki sammála honum, þar sem þetta ferli í Öræfajökli hófst fyrir rúmlega 10 árum síðan (líklega aðeins fyrr), síðan grunar mig að Öræfajökull tilheyri þeim flokki eldstöðva þar sem eldgosin verða snögg, kröftug á klári sig á tiltölulega stuttum tíma.

Eldgosið árið 1362 var með stærðina VEI=5 og eldgosið 1727 var með stærðina VEI=4. Bæði eldgosin voru kröftug sprengigos og vörðu í nokkra mánuði. Eldgos í Öræfajökli eru eingöngu öskugos með mikilli sprengivirkni, miðað við síðustu rannsóknir á sögulegum gögnum um eldstöðina. Það ferli sem keyrir eldgos í Öræfajökli er líklega öðruvísi en annara eldstöðva á þessu svæði, vegna þess að undir Öræfajökli er meginlandsplata að bráðna niður, það veldur því að eldgos í Öræfajökli verða sprengigos vegna þess að kvikan verður súr vegna þessara bráðnunar meginlandsklefans sem er þarna undir og er að bráðna niður (vísindagrein á ensku: Continental crust beneath southeast Iceland). Þetta þýðir að kvikan er að mestu leiti súr sem leitar upp í Öræfajökul með miklu gas innihaldi, sem veldur því að eldgos í Öræfajökli eru sprengigos. Öræfajökull er því eins og eldstöðvar sem er að finna á jöðrum meginlandsfleka, þar sem sjávarskorpa fer undir meginland og bráðnar í kjölfarið. Þau eldfjöll gjósa oftast súrri kviku í sprengigosum.

Það er önnur eldstöð á þessu svæði sem einnig hefur verið að sýna merki um aukna virkni. Sú eldstöð heitir Esjufjöll og er saga eldgosa í þeirri eldstöð ennþá verr þekkt heldur en eldgosasaga Öræfajökuls. Það er ekki ljóst hvort að nokkur eldgos hafi orðið í Esjufjöllum síðan Ísland byggðist fyrir um 1000 árum síðan. Hugsanlegt er að eldgos hafi orðið árið 1927 en það er ekki staðfest, talið er að þetta óstaðfesta eldgos í Esjufjöllum árið 1927 hafi varað í upp til fimm daga, það uppgötvaðist vegna þess að jökulflóð kom niður á þessu svæði þar sem eldstöðin er (samkvæmt sögulegum heimildum). Þetta jökulflóð var ekki mjög stórt samkvæmt sögulegum heimildum.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öræfajökli, norðarverðum Langjökli

Þetta verður aðeins þétt grein. Þar sem ég er staðsettur á Íslandi þessa stundina. Ég verð kominn aftur til Danmerkur þann 18-Maí. Það verða engir tenglar í Global Volcanism Program upplýsingar, þar sem ferðavélin mundi ekki ráða við það álag.

Bárðarbunga

Sú jarðskjálftavirkni sem hófst í Bárðarbungu fyrir rúmlega 8 mánuðum síðan heldur áfram og munstrið er það sama og undanfarna 7 til 8 mánuði.

160512_2025
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það er ekki mikill munur á jarðskjálftahrinum milli vikna núna.

Öræfajökull

Það er áhugaverð jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Öræfajökli. Það bendir til þess að einhver kvika sé að fara inn í eldstöðina á dýpi (5 til 10 km). Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Öræfajökli, hinsvegar er eldgosa hegðun Öræfajökuls ekki nógu vel þekkt og engin traust gögn þekkt um hvað gerist í eldstöðinni þegar eldgos er yfirvofandi. Á þessari stundu eru allir jarðskjálftarnir litlir, það bendir til þess það magn kviku sem er að koma inn í eldstöðina á dýpi sé mjög lítið á þessari stundu.

Langjökull norður

Í dag (12-Maí-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í norðanveðrum Langjökli (nálægt Hveravöllum). Þarna hefur verið jarðskjálftavirkni síðan árið 2000, þegar að jarðskjálfti með stærðina 6,5 á suðurlandsbrotabeltinu kom virkni af stað á þessu svæði. Ástæður þess að þarna verða jarðskjálftahrinur eru óljósar. Engin breyting hefur orðið á eldstöðinni í Langjökli norðri svo vitað sé, þar hefur jarðskjálftavirkni ekki aukist undanfarin ár. Ein hugmyndin er sú að þarna séu að verða jarðskjálftar vegna breytinga á spennu í jarðskorpunni, það bendir til þess að þessi virkni sé ekki tengd sjálfri eldstöðinni.

160512_2110
Jarðskjálftavirknin í Langjökli nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað voru stórir. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

Nýtt – Greiningar á eldstöðvum og jarðskjálftum

Ég ætla að byrja á nýjum greinarflokki á þessari hérna síðu. Þar ætla ég að reyna að greina og útskýra það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi eftir því sem aðstæður leyfa. þessar greinar verða ítarlegar og því mun það taka mig nokkra daga að skrifa þær. Þannig að það munu ekki verða margar útgefnar greiningar á viku um það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi. Ég ætla að bæta þessu við til þess að reyna að stækka lesendahóp þessar vefsíðu.

Örlítil jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Síðustu vikur hefur verið örlítil jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Vegna ísskjálfta á þessu svæði er ég eingöngu að nota jarðskjálfta sem eru með meira dýpi en 1,5 km. Þetta er mjög lítil jarðskjálftavirkni og bendir ekki til þess að eldgos sé yfirvofandi. Hinsvegar bendir til þessi jarðskjálftavirkni til þess að eitthvað sé í gangi.

160324_1900
Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (þar sem tveir rauðir punktar eru). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Öræfajökli á sér langa sögu. Síðan árið 2012 hefur verið jarðskjálftavirkni í Öræfajökli, þegar jarðskjálftavirknin fór úr engum jarðskjálftum upp í tvo til fimm jarðskjálfta á ári að jafnaði. Síðan þá hefur verið nokkuð regluleg jarðskjálftavirkni í Öræfajökli, sú jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp í Öræfajökli en eins og staðan er núna, þá er ekki að sjá að kvikan sé komin langt upp í eldstöðina. Sé miðað við dýpi jarðskjálftana sem hafa orðið hingað til. Einnig sem að jarðskjálftavirknin í Öræfajökli hefur ekki aukist að neinu ráði ennþá. Ég reikna ekki með neinni breytingu á næstunni vegna þess að jarðskjálftavirkni er ennþá mjög lítil til engin í Öræfajökli.

Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Öræfajökli

Í dag (28-Mars-2015) hafa verið djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að ný kvika sé að koma inn í eldstöðina af miklu dýpi. Hvort að þetta muni valda nýju eldgosi er ekki ljóst, eins og staðan er núna þá hefur ekkert gerst og ekki víst að nokkuð muni gerast. Jarðskjálftinn með mesta dýpið var á 21,1 km dýpi, aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi.

150328_2210
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Öræfajökull

Í dag (28-Mars-2015) hefur einnig verið djúp jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (Wikipedia grein er hægt að lesa hérna). Þessi virkni í Öræfajökli er ekki ný og hefur verið í gangi síðustu tíu árin með hléum. Tímabil á milli jarðskjálftahrina eru mismunandi löng. Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað í dag er djúp og vegna þess væntanlega ekki vegna sprunguhreyfinga, þessir jarðskjálftar eiga uppruna sinn í kvikuhreyfingum á þessu dýpi. Allir jarðskjálftarnir voru minni en 1,5 að stærð.

Það sem hefur verið skráð sögulega um eldgosin árin 1362 og 1728 bendir til þess að eldgos í Öræfajökli hefjist með miklum krafti (jarðskjálftum stærri en 4,0 koma fram) og miklu öskufalli auk mikils jökulsflóðs sem fylgir í kjölfarið, að stig eldgoss í Öræfajökli virðist vara í hátt í 48 klukkustundir, hvað gerist eftir að því stigi líkur er óljóst vegna skorts á gögnum. Heimildir hafa tapast eða hvað gerist seinna í eldgosi í Öræfajökli hefur einfaldlega ekki verið skráð niður. Eldgos virðast geta varað upp í 45 daga miðað við heimildir af eldgosunum 1362 og 1728. Núverandi jarðskjálftahrina á sér stað í Öræfajökli, þar sem eldstöðin liggur aðeins norður á því svæði þar sem núverandi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað. Það er enginn sprungusveimur tengdur Öræfajökli, það hinsvegar útilokar ekki að sprungusveimur geti tilheyrt Öræfajökli án þess að slíkt sé þekkt. Staðan í dag bendir ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Öræfajökli. Sú staða gæti breyst án viðvörunar, þar sem slíkt er alltaf hætta með eldfjöll.

Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í gær (21-Mars-2014) varð djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er hluti af Bárðarbungu eldstöðvarkerfinu). Stærð þessa jarðskjálfta var bara 1,4 en dýpið var 29,7 km. Staðsetning þessa jarðskjálfta var bara 10,4 NA af Hamrinum, ég er ekki viss hvort að þessi jarðskjálfti varð innan eldstöðvarinnar Hamarinn eða fyrir utan sjálfa eldstöðina.

140322_1915
Jarðskjálftinn í Hamrinum og jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar sem verða á þessu dýpi eiga upptök sín í kviku eða kvikuinnskotum sem eiga sér stað á þessu dýpi. Þykkt jarðskorpunnar á þessu svæði er í kringum 40 km á þessu svæði útaf heita reitnum (annar tengill hérna). Rannsókn á þykkt jarðskorpunnar er að finna hérna (á ensku). Ástæðan fyrir þykkri jarðskorpu þarna er vegna heita reitsins, en virknin í honum hefur valdið því að jarðskorpan þarna er þykkari en annarstaðar á Íslandi. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamarinum varð í Júlí 2011. Það varði aðeins í nokkra klukkutíma og náði ekki upp úr jöklinum.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í dag (09-September-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina og var mjög grunn og var á dýpinu 2,6 til 4,8 km. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

130909_1805
Jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ekki mikil í Öræfajökli og það gerir þessa jarðskjálftavirkni mjög áhugaverða. Þessa stundina er þetta bara jarðskjálftavirkni og ég reikna ekki með því að neitt annað gerist í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Hugsanlegt er að fleiri jarðskjálftar muni eiga sér stað í Öræfajökli næstu dögum og vikum. Þó er alveg jafn líklegt að ekkert meira muni gerast í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum

Í gær (04-September-2013) áttu sér stað nokkrir jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum sem eru staðsettir í Vatnajökli. Allir þessir jarðskjálftar voru minni en 3.0 að stærð.

Kverkfjöll

Mjög djúpir jarðskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum í gær. Dýpstu jarðskjálftanir voru á 31 km dýpi og 24 km dýpi. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist líklega kvikuhreyfingum innan eldstöðvarkerfis Kverkfjalla.

Grímsfjall

Einn jarðskjálfti mældist í Grímsfjalli í gær. Þessi jarðskjálfti var líklega ísskjálfti frekar en hefðbundinn jarðskjálfti.

Öræfajökull volcano

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Öræfajökli í gær. Dýpi þessara jarðskjálfta var 4 til 5 km. Jarðskjálftar eru ekki mjög algengir í Öræfajökli svo að ég er ekki viss afhverju þessi aukning hefur átt sér stað. Jarðskjálftamælum hefur verið fjölgað á svæðinu og gæti það útskýrt hluta af þessari aukningu sem er að sjást núna í mældum jarðskjálftum. Fleiri jarðskjálftamælar þýða að smærri jarðskjálftar mælast núna í dag en áður.

Esjufjöll

Í gær voru þrír jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þriðji jarðskjálftinn gæti verið ísskjálfti. Ég er ekki viss um hvort að þetta er raunverulegur jarðskjálfti eða ekki. Venjulega er ekki jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum en fyrir nokkrum árum hófst jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum með jarðskjálftum sem voru með stærðina 2.5 til 3.0, þannig að eitthvað er að gerast í Esjufjöllum þó svo að ég sé ekki viss um hvað það er.

130904_2225
Jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum, Grímsfjall, Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með því að stórir atburðir muni eiga sér stað í Vatnajökli á þessari stundu. Þar sem að núverandi tímabil rólegheita virðist vera ennþá í gangi á Íslandi.