Þetta er stutt uppfærsla á stöðunni í eldgosinu í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu þann 7-Ágúst-2021 .
Síðustu vikur þá hefur ekki mikið verið hægt að skrifa um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þar sem lítið hefur breyst milli daga. Það breyttist í kvöld. Þar sem það virðist sem að eldgosið sé komið í nýjan fasa. Eldgosið er núna stöðugt, frekar en að gjósa í nokkra klukkutíma og síðan gerist ekkert í nokkra klukkutíma eins og hefur verið að gerast síðustu vikur. Ég veit ekki hvort að það á eftir að breytast en þetta er staðan þegar þessi grein er skrifuð.
Mest af hrauninu er að renna niður í Meradali þegar þessi grein er skrifuð. Eitthvað af hraun rennslinu á sér stað neðanjarðar og fer undir hraunið sem er í syðri-Meradölum sem eru fyrir ofan Nátthaga. Það sést á því að gas útstreymi hefur aukist mikið á þessu svæði og bendir það til þess að nýtt hraun sé farið að renna þarna undir. Hraunrennsli á yfirborði getur breyst án fyrirvara hvenær sem er.
Ferðamenn halda áfram að koma sér í mikla hættu með því að ganga út á hraunið. Ef það verður slys úti á hrauninu þá er ekki hægt að bjarga viðkomandi einstaklingi, þar sem það verður of seint hvort sem er.
Uppfærsla 7-Ágúst-2021 klukkan 13:52
Í dag (7-Ágúst-2021) klukkan 08:00 þá einfaldlega hætti eldgosið að gjósa eftir að hafa verið virkt í rúmlega tvo og hálfan dag. Afhverju þetta gerist er ennþá mjög óljóst. Eldgosið hætti mjög snögglega og féll óróinn mjög hratt í morgun. Þegar þessi uppfærsla er skrifuð klukkan 13:53 er eldgosið ennþá óvirkt.