Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 6-Apríl-2021 (Önnur uppfærsla dagsins)

Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Síðastliðna nótt var ný sprunga uppgötvuð milli nýja og gömlu gíganna. Sprungan er um 150 metra löng og þar streymir heitt loft upp.
  • Það hefur einnig verið tilkynnt að ný sprunga er að myndast norður af nýju gígunum og þar hefur land einnig verið að síga. Engar aðrar breytingar hafa verið tilkynntar þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það hraun sem flæðir niður í Meradalir kólnar mjög hratt þegar þangað er komið. Hraunáin fer hinsvegar fram mjög hratt niður í Meradali og það hraun er á mikilli hreyfingu.
  • Það er núna reiknað með að þetta sé upphafið af mjög löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga sem mun vara í margar aldir með hléum sem eru 10 til 20 ár með eldgosavirkni sem varir í 30 til 50 ár þess á milli.

Ástandið á Fagradalsfjalli er að breytast mjög hratt á hverjum degi og hættan á að nýtt eldgos hefjist án viðvörunar er núna mjög mikil.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli (einnig Geldingadalir) þann 6-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðinni Krýsuvik-Trölladyngja.

Það hefur verið örlítil aukning í smáskjálftum eftir kvikuganginum eftir að það fór að gjósa á nýjum stað í Fagradalsfjalli. Meirihluti af þessum litlu jarðskjálftum eiga sér stað nærri Keili.

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Það er lína af jarðskjálftum eftir kvikuganginum og er hópur af jarðskjálftum nærri fjallinu Keili en annars eftir öllu kvikuinnskotinu sem nær til gosstöðvana í Fagradalsfjalli
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og þarna sést vel smáskjálftavirknin við Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
  • Það hefur verið tilkynnt að hraunflæðið er núna meira með nýju gígunum með hraunflæðinu úr eldri gígnum (Geldingadalir). Samtals er hraunflæðið talið vera um 10m3/sekúndu.
  • Gígar hafa byggst upp á nýja staðnum þar sem fór að gjósa í dag. Það mun hugsanlega breyta hraunflæðinu í framtíðinni og það hraunflæði gæti náð til Geldingadals þegar sú breyting verður.
  • Það er mikil hætta á að nýjar gossprungur opnist bæði norður og suður af Geldingadalir (Fyrsta eldgosið) og síðan norður af eldgosinu í Fagradalsfjalli (nýja eldgosið).
  • Hraunið flæðir núna niður í Meradalir. Þessi dalur er miklu stærri en Geldingadalir og mun ekki fyllast af hrauni svo einfaldlega. Það virðist vera meira vatn í þessum dal og það gæti valdið sprengingum þegar hraunið fer neðar í dalinn.

Þessa stundina eru ekki neinar aðrar fréttir af stöðu mála eftir því sem ég kemst næst. Ef ekkert stórt gerist í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þá verður næsta uppfærsla Föstudaginn 9-Apríl-2021.

Jarðskjálftavirkni suð-vestur af Keilir

Í nótt þann 4-Apríl-2021 klukkan 02:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 með dýpið 5,7 km í 1,5 km fjarlægð suð-vestur af Keili. Þessi jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Staðsetning jarðskjálftans bendir til þess að hann hafi orðið í kvikuganginum eða mjög nærri kvikuganginum. Þetta er hluti af eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Keili og síðan við Fagradalsfjall. Nokkrir punktar við Keili sem sýnir nýjustu jarðskjálftavirkni auk jarðskjálftavirkninnar við Geldingadalir þar sem eldgosið er núna
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Keili og Geldingadalir. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem kvikugangurinn er þá virðast vera að myndast þar hópar af jarðskjálftum. Ég er að sjá tvær staðsetningar sem eru mjög áberandi, sú fyrsta er við eldgosið í Geldingadalir og sú seinni er ekki mjög langt frá fjallinu Keilir. Það hefur verið mín reynsla af eldgosum á síðustu árum að nauðsynlegt er að fylgjast með svona jarðskjálftavirkni þar sem svona jarðskjálftavirkni getur hugsanlega verið fyrirboði á nýja eldgosavirkni. Það er ekki hægt að vita með neinni vissu hvort að eldgos verði þarna. Það hefur ekki orðið nein sérstök breyting á GPS gögnum síðan eldgosið hófst í Geldingadalir. Hægt er að skoða GPS gögnin hérna.

Staðan í eldgosinu í Geldingadalir þann 2-Apríl-2021

Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í eldgosinu í Geldingadalir (fyrrum, þar sem dalurinn er núna fullur af hrauni eða við það að fyllast af hrauni). Eldgosið á sér stað í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Eldgosið hefur verið stöðugt alla vikuna. Aðfaranótt Sunnudagsins 28-Mars-2021 þá hruni önnur hliðin af gígunum í hraunið sem er þar fyrir neðan. Báðir gíganir eru núna rúmlega að sömu stærð.

  • Það hraun sem er að koma upp í eldgosinu er frumstætt Þóleiít samkvæmt efnaskýrslu frá Jarðfræðideild Háskóla Íslands sem hægt er að lesa hérna (pdf á ensku).
  • Báðir gíganir eru óstöðugir og hrun í þeim eru mjög algeng. Þessi grjóthrun valda því að útlit gíganga breytist mjög hratt og án nokkurs fyrirvara.
  • Íslendingar halda áfram að láta eins of fífl fyrir framan vefmyndavélar sem sýnda eldgosið (að ég held allar vefmyndavélar). Vefmyndavél Rúv er stór þarna (með sólarrafhlöðum og öllu tilheyrandi) sem auðvelt er að forðast.
  • Hraunsuða er algeng í hrauninu frá eldgosinu og brýst oft upp í gegnum nýja jarðskorpuna sem þarna hefur myndast án fyrirvara og endurmyndar hraunið á mjög skömmum tíma.
  • Hraunslettuvirkni er mjög breytileg en magn hrauns sem kemur upp í eldsgosinu virðist vera mjög stöðugt miðað við það sem sést á vefmyndavélum og samkvæmt því sem sérfræðingar hafa verið að sjá í eldgosinu og samkvæmt síðustu fréttum sem ég fann af eldgosinu.
  • Það er óljóst hvenær hraunið fer að flæða úr Geldingadalir (fyrrum). Það mun hugsanlega gerst um helgina eða í næstu viku.
  • Við skrif þessar greinar þá er að taka eftir því að margt í aðstæðum í gígnum bendir til þess að hugsanlega sé stórt hrun yfirvofandi í þeim. Þá sérstaklega þeim gíg sem er hægra megin á skjánum. Hvenær slíkt hrun verður og hvort að það verður get ég ekki sagt til um. Það sem ég er hinsvegar að sjá bendir til þess að gíganir sem þarna eru séu ekkert mjög stöðugir þegar þessi grein er skrifuð.
  • Þegar ég skrifaði ensku greinina (þessar greinar eru yfirleitt samhljóða) þá varð stórt hrun úr gígnum sem er vinstra megin á skjánum (ég veit ekki hvað er suður og norður þarna). Við það hrun þá virtist gosrásin hafa aðeins lokast og það jók hraunslettuvirkni í gígnum vinstra megin mjög mikið í skamman tíma  meðan gosrásin var að hreinsa sig af því grjóti sem hafði hrunið ofan í hana.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að fara að ljúka. Það er möguleiki á því að þetta eldgos muni vara í mjög langan tíma. Næsta uppfærsla um þetta eldgos verður þann 9-Apríl-2021 ef ekkert stórt gerist á þeim tíma.

Uppfærsla á grein þann 3-Apríl-2021 klukkan 14:22

Eldgosið í Geldingadal. Tveir gígar gjósa og úr öðrum þeirra kemur gusa af hrauni en í honum er eldgosið orðið meira lokað inni. Á gígnum sem er hægra megin á skjánum er smá hraunfoss
Eldgosið í Geldingadal þann 3-Apríl-2021 klukkan 13:56. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv og myndin er fengin af YouTube streymi Rúv.

Það er núna í gígnum sem er norðar (til hægri á skjánum?) smá hraunfoss. Þetta er ekkert rosalega stór hraunfoss en hann er samt nokkra metra hár. Það er mikill munur á hraunslettu virkni í gígnum og gíganir sem eru búnir að hlaðast upp eru báðir mjög óstöðugir. Það verða mörg hrun á hverjum degi og breytingar á hverjum degi.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að nota PayPal takkann hérna á vefsíðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Auglýsingar

Ég sótti aftur um aðild að Amazon Associates og fékk þar inn næstu 180 daga þar sem á þeim tíma þarf ég að fá sölu til að geta haldið aðganginum opnum (þessi regla gildir um alla svona aðganga hjá Amazon núna). Ef þú kaupir vörur af Amazon þá er hægt að nota auglýsinga borðana hérna á síðunni til þess að versla og um leið styrkja mig um smá upphæð í leiðinni.

Grein uppfærð klukkan 14:22 þann 3-Apríl-2021

Núna er reiknað með löngu eldgosi í Fagradalsfjalli í Geldingadalir (fljótlega fyrrverandi dalur) miðað við efnasamsetningu hraunsins

Þetta er ekki grein um stöðuna á eldgosinu. Það hefur lítið breyst í eldgosinu þegar þessi grein er skrifuð.

Háskóli Íslands hefur gefið út skýrslu sem hægt er að lesa hérna (á ensku) sem sýnir að kvikan sem er núna að koma upp af 17 km til 20 dýpi. Jarðskorpan á Reykjanesskaga er um 17 km þykk. Hægt er að sjá 3D kort af eldgosinu hérna. Ég held að þetta kort verði uppfært reglulega af ÍSOR. Kvikan sem kemur núna upp í eldgosinu er hluti af Þóleiít (Wikipedia) kviku. Þegar kvikan kemur upp á yfirborðið er hún um 1180C gráðu heit.

Það sem er einnig að gerast er að þarna virðist vera að myndast dyngju (Wikipedia) eldstöð. Það er spurning hvort að þarna myndist ný kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikugangurinn er núna til staðar. Það er áframhaldandi hætta á því að nýjir gígar opnist án viðvörunnar. Miðað við þá jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað þá er ljóst að kvikugangurinn er ennþá virkur frekar en að hann hafi breyst í jarðskorpu með kælingu.

Eldgosið er einnig hátt í eftirtöldum gastegundum CO (Kolmónoxíð), CO2 (Koltvísýringur), SO2 (Brennisteinstvíoxíð) og fleiri gastegundum sem eru mjög hættulegar.

Það er núna reikna með að Geldingadalir muni fyllast af hrauni á næstu 8 til 18 dögum miðað við flæði í eldgosinu eins og það er núna. Þegar það gerist þá mun hraunið flæða yfir í næsta dal sem ég hef ekki nafnið á. Ef að eldgosið varir nógu lengi þá mun hraunið á endanum flæða niður í Nátthagadal.

Staðan á eldgosinu í Geldingadal þann 22-Mars-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Geldingadal. Eldstöðin sem er talin vera að valda þessu eldgosi er eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja en það gæti breyst síðar. Þessi grein er skrifuð þann 22-Mars-2021 klukkan 18:12.

  • Eldgosið er að mestu leiti eingöngu í einum gíg núna. Það er einhver virkni í tveim öðrum minni gígum en sú virkni virðist vera að minnka eftir því sem eldgosið heldur áfram.
  • Þetta er mjög lítið eldgos og eitt af minnstu eldgosunum sem hefur komið fram og sést á Íslandi.
  • Það er hætta á nýjum eldgosum á nýjum stöðum þegar þetta eldgos endar eða verður nærri því að enda.
  • Það er sprunga til hægri (eins og sést á vefmyndavélinni) og þar kemur upp gas en þar hefur ekki orðið neitt eldgos ennþá.
  • Það hefur ekki orðið nein minnkun á þenslu samkvæmt GPS gögnum í dag (22-Mars-2021).
  • Stærsti gígurinn sem er að gjósa er núna orðinn um 30 metra hár en er mjög óstöðugur og það hrynur oft úr honum.
  • Hraun mun fylla Geldingadal eftir 10 til 14 daga ef eldgosið endist það lengi.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög lítil núna eftir að eldgosið hófst. Þegar eldgosinu líkur þá er hætta á því að jarðskjálftavirkni aukist aftur.

 

Gervihnattamynd af Geldingadal af Google Earth. Dalurinn er smá dæld í Fagradalsfjalli sem er með smá fjöll í kring.
Hérna er gervihattamynd af Google Earth sem sýnir Geldingadal og það svæði sem núna gýs í. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Google/Google Earth og tengdum aðilum.

Síðasta eldgosatímabil byrjaði í kringum árið ~700 og varði til ársins ~1400. Það má því reikna með það eldgosatímabil sem er núna hafið muni ekki ljúka fyrr en árið ~2400 til ársins ~2600. Á þessum tíma verður minnsta tímabil milli eldgosa um 1 ár en tímabil án eldgoss geta alveg farið upp í 10 ár. Hvernig þetta fer nákvæmlega er erfitt að segja til um en þetta er byggt á mínu besta mati samkvæmt gömlum heimildum (sem ég man ekki lengur hvar ég las þær).

Fréttir með myndböndum

Turninn rofnar aftur – kvika streymir út (Rúv.is)

Vefmyndavélar

Beint vefstreymi frá eldstöðvunum (Rúv.is)
Live from Geldingadalir volcano, Iceland (YouTube)

Rúv hefur fært vefmyndavélastrauminn til YouTube.

Uppfært klukkan 00:05 þann 23-Mars-2021

Samkvæmt frétt Rúv þá er kvikan sem er að koma upp mjög frumstæð og er af tegundinni Þóleiít (Wikipedia). Uppruni þessar kviku er kvikuhólf sem er á dýpinu 17 km til 20 km og uppruni sjálfrar kvikunnar kemur mjög djúpt að úr kvikunni sem tilheyrir heita reitnum undir Íslandi. Þessi kvika hefur mikið af CO og CO2 gasi sem er mjög hættulegt. Nánar í frétt Rúv um þetta. Það er einnig mjög mikið af SO2 (brennisteinsdíoxíði) sem er mjög hættulegt gas.

Hraunkvikan sýnir beintengingu við miðju möttulsins (Rúv.is)

Tíðni uppfærsla af eldgosinu

Þar sem eldgosið er mjög stöðugt og ekki mikið af fréttum af því þá hef ég fækkað fjölda uppfærslna af eldgosinu ef ekkert sérstakt gerist og aðeins skrifa greinar ef eitthvað mikið gerist. Næsta grein um eldgosið ætti að verða þann 26-Mars-2021. Ég mun skrifa um aðrar virkni á Íslandi með eðlilegum hætti þegar eitthvað gerist.

Grein uppfærð klukkan 20:52. Athugasemd bætt við varðandi vefmyndavéla straum Rúv.
Grein uppfærð klukkan 00:05 þann 22-Mars-2021. Nýjum upplýsingum bætt við varðandi eldgosið.

Uppfærsla á eldgosinu í Geldingadalur í Fagradalsfjalli þann 21-Mars-2021

Þessar upplýsingar verða úreltar á mjög skömmum tíma. Þessi grein fjallar um eldgosið í það sem er álitið vera eldgos í Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfið. Þessi grein er skrifuð þann 21-Mars-2021 klukkan 01:05.

  • Þetta eldgos er mjög lítið. Það magn hrauns sem er komið upp er í kringum 0.02km3 en þessi tala gæti verið röng þar sem ég hef ekki séð neinar útgefnar tölur um magn hrauns sem hefur komið upp í eldgosinu.
  • Þetta er óstaðfest en það er möguleiki að ný gossprunga hafi opnast undir hrauninu næst hlíðinni (á myndavélinni er þetta til vinstri).
  • Sprungan sem núna gýs úr er um 200 metra löng og það er möguleiki á að þessi gossprunga sé að verða styttri.
  • Það er næstum því engin jarðskjálftavirkni þegar þessi grein er skrifuð.
  • Þetta eldgos gæti eingöngu varað í 1 til 3 daga áður en það hættir.
  • Það eru ekki kominn fram nein merki um að þenslan hafi hætt í nýjustu GPS gögnunum.

 
Það eru engar aðrar fréttir af þessu eldgosi en það gæti breyst án fyrirvara.

Vefmyndavélar

Beint vefstreymi frá eldstöðvunum (Rúv.is)

Beint vefstreymi af eldgosinu – VogastapiBætt við þann 22-Mars-2021. Þessi vefmyndavél er talsvert í burtu frá eldgosinu en ætti að sýna rauðan bjarma ef veðrið er ekki of slæmt. – Þessi vefmyndavél er ekki lengur virk.

Uppfært klukkan 15:30 – Hrun í megingígnum

Hérna er myndskeið af því þegar hrun verður í megingígnum og þá fer hraunið í nýja stefnu tímabundið. Þegar þessi uppfærsla er skrifuð þá hefur þessi leið fyrir hraunið lokast á ný.

Gígbarmurinn gefur sig og ný hraunrennslisæð myndast (Rúv.is)

Uppfært klukkan 21:22

Kvikustreymið braut sér nýja leið (Rúv.is)

Grein uppfærð klukkan 15:32. Nýjum upplýsingum bætt við.
Grein uppfærð klukkan 21:22. Nýjum upplýsingum bætt við.
Grein uppfærð klukkan 03:09 þann 22-Mars-2021. Vefmyndavél bætt við.
Grein uppfærð klukkan 16:35 þann 22-Mars-2021. Vefmyndavél var fjarlægð af Rúv. Athugasemd bætt við þá vefmyndavél.

Staðan í eldgosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall

Grein sem ég skrifaði fyrr í kvöld verður ekki skrifuð á íslensku þar sem efni hennar er orðið úrelt og ég lauk skrifum á ensku greininni um það leiti sem eldgos uppgötvaðist. Hægt er að lesa ensku greinina hérna.

Hérna er stutt yfirlit yfir eldgosið sem er hafið líklega í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þessar upplýsingar gæti breyst síðar þegar meira er vitað um eldgosið og upplýsingum safnað. Þessi grein er skrifuð klukkan 03:18 þann 20-Mars-2021.

  • Þetta er fyrsta eldgosið í Krýsuvík-Trölladyngjukerfinu síðan árið 1340.
  • Samkvæmt Veðurstofunni þá hófst eldgosið klukkan 20:45 en óróinn er varla sjáanlegur á mælum Veðurstofunnar.
  • Gossprungan er áætlað að sé um 1 km löng þegar þessi grein er skrifuð með stefnuna suður-vestur og norður-austur.
  • Eldgosið er eins og er of lítið til þess að valda nokkru tjóni. Næsti vegur er Suðurstandarvegur en sá vegur er lokaður núna vegna sigs útaf jarðskjálftaskemmdum sem hafa komið fram og sá vegur er einnig í 2,5 km fjarlægð frá upptökum eldgossins.
  • Þetta eldgos bendir til þess að ný eldgos gætu hafist á nýjum gossprungum þegar þessu eldgosi er líkur.
  • Dalurinn sem hraunið flæðir í gæti fyllst af hrauni ef að eldgosið varir nógu lengi. Næsti dalur við hliðina er álíka djúpur og Geldingadalur og því lítil hætta á að hraunið fari mjög langt.
  • Svæðið sem eldgosið er á er mjög erfitt yfirferðar. Jafnvel á bíl.

 

Jarðskjálftar á kvikuganginum eru merktir með rauðum punktum. Tvær grænar stjörnur eru yfir kvikuganginum vegna tveggja jarðskjálfta sem fóru yfir 3 að stærð síðustu 48 klukkutímana
Jarðskjálftavirknin í kvikuganginum milli Fagradalsfjalls og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta eldgos gæti aðeins varað í tvo til þrjá daga eins og það lítur út núna en það er ekki hægt að segja til um það með neinni vissu hvað gerist og staðan gæti breyst án viðvörunnar. Þar sem ekki er hægt að segja til um stöðu mála í þessu eldgosi.

Það er ekki nein góð vefmyndavél af eldgosinu vegna þess að það hófst seint um kvöld á föstudegi og er mjög afskekkt staðsett á Reykjanesinu. Reiknað er að veður verður slæmt í dag (20-Mars) og á morgun (21-Mars) á Reykjanesinu.

Vefmyndavélar – Uppfært klukkan 04:54

Rúv – Beint vefstreymi af eldgosinu – Vogastapi
Beint vefstreymi frá eldstöðvunum – Rúv.is – Nýtt! Þessi vefmyndavél er næst eldgosinu.
Road camera 1
Live from Iceland – Keilir
Live from Iceland – Reykjanes

Grein uppfærð klukkan 03:50. Upplýsingum bætt við og stafsetningarvillur lagaðar.
Grein uppfærð klukkan 04:54. Vefmyndavélum er bætt við.
Grein uppfærð klukkan 14:46. Vefmyndavél frá Rúv bætt við.

Eldgos hafið í Fagradalsfjall

Þessi grein er stutt vegna þess að upplýsingar hérna munu verða úreltar mjög fljótlega. Þetta eldgos er líklega að koma frá Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni.

Þetta eldgos hófst án mikillar jarðskjálftavirkni eða óróa þegar þessi grein er skrifuð. Það koma meiri upplýsingar síðar.

Uppfærsla klukkan 22:47

Hérna er vefmyndavél sem gæti virkað. Allar vefmyndavélar eru að fá mikla traffík þessa stundina.

Uppfærsla klukkan 22:59

Eldgosið er staðsett í austurhlíð Fagradalsfjalls samkvæmt Veðurstofu Íslands og gervihnattamyndum af svæðinu.

Uppfærsla klukkan 23:14

Fyrsta myndin af eldgosinu. Sprungan er um 200 metra löng þegar þessi grein er skrifuð.

Uppfærsla klukkan 00:08 þann 20-Mars-2021

Myndband frá Veðurstofu Íslands. Tekið af Twitter.

Uppfærsla klukkan 00:57 þann 20-Mars-2021

Hérna er myndskeið af eldgosinu á vefsíðu Rúv.
Ég lagaði einnig tiltilinn á þessari grein.

Staðan á svæðinu milli Keilir og Fagradalsfjalls

Þetta er stutt grein skrifuð þann 17-Mars-2021 klukkan 18:34. Staðan getur breyst án viðvörunnar.

Það hefur verið minni virkni í eldstöðinni Fagradalsfjalli (eldstöðinni Krýsuvík). Staðan eins og hún er núna þá er ekki mikil breyting milli daga núna en það er möguleiki á að því að slæmt veður sem er núna að ganga yfir Ísland sé að koma í veg fyrir að litlir jarðskjálftar mælist hjá Veðurstofunni milli Keili og Fagradalsfjalls. Þensla virðist vera sú sama síðan í gær (16-Mars-2021).

Talsvert um jarðskjálfta milli Keili og Fagradalsfjalls. Grænum stjörnum hefur fækkað þar sem minna hefur verið um jarðskjálfta
Jarðskjálftavirkni milli Keili og Fagradalsfjalli í kvikuganginum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sterkum jarðskjálftum hefur fækkað síðan um síðustu helgi (12 til 14 Mars). Það sem hefur breyst er að kvikugangurinn færist ekki lengur til suðurs. Það virðist sem að haft í jarðskorpunni sem kvikan komst ekki í gegnum (oftast er um að ræða harðari jarðskorpu). Núverandi staða er að bíða eftir því að eldgos hefst en það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst.

Þar sem ekki er mikið að gerast núna þegar þessi grein er skrifuð þá ætla ég að fækka nýjum greinum um stöðu mála í Fagradalsfjalli og Keili. Næsta grein verður skrifuð ef það gerist eitthvað en ný grein mun koma Mánudaginn 22-Mars 2021 í síðasta lagi.

Vefmyndavélar

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Borgarfjall (Rúv.is) Ef eldgos hefst þá verður hugsanlega hægt að sjá það hérnaÞessi vefmyndavél virkar ekki lengur.
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – EfstaleitiÞessi vefmyndavél virkar ekki lengur.
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)
Live from Iceland – Keilir – Þessi vefmyndavél virkar mjög líklega.

Styrkir

Hægt er að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Það er einnig hægt að millifæra inná mig með þeim bankaupplýsingum sem ég gef upp á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn.

Þessi grein var uppfærð þann 18-Mars-2021 klukkan 20:10. Tenglar á vefmyndavélar uppfærðir.