Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Grímsfjalli

Í gær (17-Mars-2016) varð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Um er að ræða vikulega virkni í Bárðarbungu sem þarna átti sér stað og hefur þessi virkni verið í gagni síðan í September 2015. Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvika sé aftur farinn að flæða inn í kvikuhólf Bárðarbungu. Það erfitt að vita nákvæmlega hversu hratt þetta er að gerast núna. Kvikusöfnunin sem hófst áður en eldgosið í Holuhrauni 2014 átti sér stað hófst í kringum árið 1970.

160318_0000
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8. Aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru minni að stærð. Það er einnig áhugavert að hluti jarðskjálftana raðaði sér á norður-suður línu í austur hluta öskjunnar. Það er í fyrsta skipti sem það gerist, þarna hefur því annað hvort myndast nýr veikleiki í öskjunni eða eitthvað annað er að gerast þarna. Þarna er jökulinn í kringum 300 til 500 metra þykkur og eldgos á þessum stað yrði einstaklega slæmt. Jökulflóð í kjölfar eldgoss á þessu svæði færu niður Jökulsá á fjöllum. Hugsanlegt er einnig að eitthvað jökulvatn færi aðra leið, það ræðst þó að landslagi undir jökli og ég hef ekki þær upplýsingar.

Grímsfjall

Það eru fimm ár síðan það gaus síðast í Grímsfjalli. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast hægt og rólega í Grímsfjalli undanfarið ár. Þetta þýðir þó ekki að eldgos sé yfirvofandi í Grímsfjalli. Hinsvegar verða eldgos í Grímsfjalli án mikils fyrirvara. Venjulega verða eldgos í Grísmfjalli að meðaltali á 3 til 5 ára fresti (stundum er styttra eða lengra á milli þeirra).

Jarðskjálftamælirinn á Böðvarshólum

Vegna slæms 3G sambands þá er hugsanlegt að ég þurfi að slökkva á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þar sem 3G merkið er það slæmt að það veldur truflunum á mælingunni hjá mér og gerir jafnvel mæligögn léleg eða ónýt vegna þessara truflana sem leka inn í jarðskjálftamælinn frá 3G búnaðinum sem ég er að nota (vegna slæms 3G merkis). Ég ætla að gera tilraun til þess að laga þetta áður en ég flyt aftur til Danmerkur en ef það tekst ekki, þá mun ég slökkva á jarðskjálftamælinum áður en flyt til Danmerkur á ný. Þar sem ég get ekki verið með jarðskjálftamælinn þegar fjarskiptin eru svona léleg eins og raunin er.

Jarðskjálftar norðan við Kolbeinsey

Í dag (16-Mars-2016) urðu nokkrir jarðskjálftar rúmlega 110 km norðan við Kolbeinsey. Þarna eru ekki þekktar neinar eldstöðvar, hugsanlegt er að á þessari staðsetningu sé eldstöð til staðar en erfitt er að fá það staðfest með öruggum hætti. Núverandi jarðskjálftahrina virðist vera tengd rekvirkni í sigdal sem þarna er til staðar, frekar en einhverri jarðskjálftavirkni sem tengist eldstöð sem þarna gæti verið.

160316_1740
Jarðskjálftavirkni norðan við Kolbeinsey. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Jarðskjálfti með stærðina 3,0 varð einnig á Reykjaneshrygg (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,1. Hugsanlegt er að það mat sé vanmat vegna fjarlægðar jarðskjálftans frá SIL mælanetinu. Aðrir jarðskjálftar sem hafa mælst voru stærri, þó kom fram einn jarðskjálfti með stærðina 2,9 en hugsanlegt er að sá jarðskjálfti hafi í reynd verið stærri en 3,0. Mig grunar að meiri jarðskjálftavirkni hafi mælst þarna en hafi komið fram á jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju (15-Mars-2016)

Í gær (15-Mars-2016) voru djúpir jarðskjálftar í Öskju. Um var að ræða litla jarðskjálftahrinu sem kom fram í eldstöðinni, dýpi þessara jarðskjálfta var frá 18,7 km og upp í 14,9 km. Jarðskjálftahrinan átti sér stað inní eldstöðinni og bendir það til þess að uppruni þessara jarðskjálfta sé innflæði kviku á miklu dýpi. Þessi tegund að virkni hefur átt sér reglulega staða í Öskju síðan árið 2010 en síðan kvikuinnskot Bárðarbungu komst mjög nærri því að komast í kvikuhólf Öskju þá hefur þessi tegund að jarðskjálftavirkni verið hægt og rólega að aukast. Hinsvegar er þessi jarðskjálftavirkni ekki ennþá ofan við venjulega bakgrunnsvirkni í Öskju og eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi.

160315_1710
Jarðskjálftavirkni í Öskju. Askja er staðsett norð-austan við Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina eru breytingar í Öskju mjög hægar, það gæti hinsvegar breyst ef kvika finnur sér einfalda leið til yfirborðs. Ef að eldgos verður þá reikna ég ekki með neinu stóru, líklega litlu hraungosi sem mundi standa í einhverjar daga til vikur í mesta lagi. Ef að kvika hinsvegar kemst í snertingu við vatn þá mundi þarna verða sprengigos með tilheyrandi öskufalli í skamman tíma. Þetta eru þó eingöngu getgátur hjá mér, Askja er hinsvegar virkt eldstöðvarkerfi og sem slíkt þá má búast við hverju sem er frá því.

Ennþá að mestu leiti rólegt á Íslandi

Í dag (10-Mars-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinan var staðsett í öskju Bárðarbungu og varð 3,2 jarðskjálftinn í norð-austur hluta öskjunnar, þar sem oft hafa orðið jarðskjálftar áður.

160310_1525
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpi þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað var minnst 0,1 km og dýpst 8,6 km. Engar breytingar hafa orðið á Bárðarbungu svo að ég viti til í kjölfarið á virkni undanfarinna vikna. Fyrir utan þessa virkni í Bárðarbungu þá er að öðru leiti lítil jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina. Vegna slæms veðurs þá er næmni SIL mælakerfis Veðurstofu Íslands minni heldur þegar veður er gott.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu hérna geta gert það með þrem aðferðum. Annað hvort með því að leggja inná mig (sjá Styrkir síðuna), nota Paypal eða með því að versla í gengum mig með Amazon (Bretland). Tengla inná Amazon Þýskaland og Frakkland er að finna undir síðunni Amazon vefverslun. Takk fyrir stuðninginn.

Allt rólegt á Íslandi þessa stundina

Þessa stundina er allt rólegt í jarðskjálftum og virkni eldfjalla þessa stundina á Íslandi. Þegar það rólegt þá endar það stundum með talsverðum látum einhverstaðar á Íslandi.

160309_1940
Lítið um að vera á Íslandi þessa stundina. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir þá sem vilja dunda sér eitthvað á meðan það er svona rólegt. Þá er hægt að fylgjast með flöskuskeytum Rúv og athuga hvert þau eru að fara.

Flöskuskeyti Rúv (Rúv.is)

Hugsanleg staðfesting á litlu eldgosi í Hamrinum í Júlí-2011

Í Júlí-2011 varð smágos í Hamarinum (hluti af Bárðarbungu). Þetta eldgos varði ekki lengi, aðeins nokkrar klukkustundir. Þetta litla eldgos olli hinsvegar flóði sem náði hámarkinu 2.200m³/sek og fór það í Hágöngulón og þar suður með. Engar skemmdir urðu vegna þessa jökulflóðs.

Í dag (05-Mars-2016) var Stöð 2 með litla frétt um þetta eldgos og að það hefði loksins verið staðfest en ég hef verið á þeirri skoðun í lengri tíma að þarna hafi orðið lítið eldgos. Jarðvísindamenn hafa verið á annari skoðun þangað til núna. Ég er á þeirri skoðun varðandi litla eldgosið sem átti sér stað í Júlí-2011 í Kötlu, þó er Magnús Tumi ennþá á þeirri skoðun að þar hafi bara jarðhiti verið á ferðinni.

Ég skrifaði um atburðina í Hamrinum á ensku jarðfræðinni vefsíðunni árið 2011.

New harmonic tremor detected. But it is not from Katla volcano
Glacier flood confirmed from Vatnajökull glacier, flood is from Hamarinn volcano (Loki-Fögrufjöll area)

Frétt Vísir.is og Stöðvar 2

Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011

Jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey

Í dag (05-Mars-2016) varð jarðskjálftahrina langt norður Kolbeinsey. Fjarlægðin frá Kolbeinsey er í kringum 190 km. Tveir stærstu jarðskjálftarnir mældust með stærðina 3,3. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Vegna fjarlægðar er erfitt fyrir Veðurstofuna að staðsetja jarðskjálftana nákvæmlega, einnig sem að erfitt er fyrir þá að finna út nákvæma stærð þessara jarðskjálfta sem þarna urðu.

160305_1730
Jarðskjálftarnir urður þar sem grænu stjörnurnar eru. Þetta er aðeins besta staðsetning sem Veðurstofan fékk. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hugsanlegt að þarna sé eldfjall en það er ekki staðfest. Líklega varð þarna eldgos á árunum 1997 til 1998 en það hefur ekki fengist staðfest. Þessi eldstöð sem er hugsanlega þarna hefur ekkert nafn svo ég viti til.

Fjögur eldgos urðu í Bárðarbungu í Ágúst-2014

Áður en það fór að gjósa í Holuhrauni (Bárðarbungu). Þá urðu fjögur eldgos undir jökli. Þrjú af þessu eldgosum áttu sér stað þar sem kvikugangurinn var að brjóta sér leið og það fjórða varð í suðurhluta eða suð-vestur hluta Bárðarbungu (nákvæm staðsetning er ekki gefin upp í fréttinni).

Í frétt Stöðvar 2 kemur það fram hjá Páli jarðeðlisfræðingi, þá er það hans álit að Bárðarbunga sé ekki að gera sig tilbúna fyrir nýtt eldgos. Ég er ósammála þessu mati, í mínu mati þá horfi ég til sögunar til þess að reyna að átta mig á því hvernig þetta gæti þróast í Bárðarbungu og það er mitt mat að líklega sé langt í að eldgosavirkni sé lokið í Bárðarbungu. Þarna á sér einnig stað landrek og það klárast yfir lengri tíma heldur en sex mánaða eldgos.

Frétt Vísir.is og Stöðvar 2

Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu (Vísir.is)

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (Vika 09)

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu þessa vikuna eins og aðrar vikur. Núna er komið meira en ár síðan eldgosinu í Bárðarbungu (Holuhrauni) lauk (tengill hérna). Virknin á myndinni er frá 2-Mars-2016.

160302_2155
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænar stjörnur eru jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í Bárðarbungu voru með stærðina 3,1,3,3 og 3,6. Aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað í þessari jarðskjálftahrinu voru minni. Ástæða þessa jarðskjálfta virðist vera veikleiki í jarðskorpunni í norður og norð-vestur hluta öskju Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni í suðurhluta öskju Bárðarbungu virðist vera spennubreyting vegna þessa veikleika sem er að þróast á þessu svæði í Bárðarbungu. Stærð þessa veika svæðis er umtalsverð (ég fann ekki upplýsingar um stærð öskjunnar, engu að síður er askjan stór). Þessi veikleiki sem þarna er kominn fram mun halda áfram að þróast og valda eldgosi, eða kvikan mun finna sér aðra leið til þess að valda eldgosi. Það er mitt álit að kvikan muni líklega finna sér aðra leið til þess að valda eldgosi, frekar en að valda eldgosi í öskju Bárðarbungu. Ég get auðvitað ekki útilokað að eldgos muni eiga sér stað í öskju Bárðarbungu eins og stendur. Staðan núna er ekkert nema bið eftir því hvað gerist næst. Áhugaverður jarðskjálfti átti sér stað í Hamrinum, stærð þessa jarðskjálfta var 0,7 og dýpið var 13 km.

Djúpur jarðskjálfti átti sér einnig stað í Tungnafellsjökli, sá jarðskjálfti hafði stærðina 0,8 en var á 17,9 km dýpi. Mér þykir líklegt að þessi jarðskjálfti hafi stafað af spennubreytingum á þessu dýpi frekar en kvikuhreifingum á þessu dýpi.

Ef að öskugos verður í Bárðarbungu þá er hætta á því að það valdi miklu og langvarandi tjóni á Íslandi (fyrir utan tjón vegna jökulflóða). Síðasta stóra eldgos í Bárðarbungu átti sér stað árið 1477 og öskugosið sem fylgdi því eldgosi huldi 50% af Íslandi af þykku öskulagi. Í öskugosi árið 1771 þá varð þykkt öskulag á norðurlandi og austurlandi. Á milli áranna 1711 og 1729 urðu samtals níu jökulflóð og eru upptökin talin vera Bárðarbunga. Jökuflóð frá öðrum eldstöðvum í Vatnajökli eru ekkert minna hættuleg (Grímsfjall, Hamarinn, Þórðarhyrna, Kverkfjöll). Þykkt öskunnar úr eldgosinu var 100 metrar næst gígaröðinni sem gaus þá (sjá kort í tengli 1).

Heimild 1: Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu? (Vísindavefurinn)
Heimild 2: Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim? (Vísindavefurinn)

Stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi

Hérna er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi þann 28-Febrúar-2016.

Bárðarbunga

Síðustu 48 klukkutímana þá hefur verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, einnig sem það hefur verið virkni í kvikuinnskotum í Bárðarbungu á sama tíma. Einhver hluti af þessari jarðskjálftavirkni átti sér stað á 15km dýpi, eftir slíka jarðskjálfta þá virðist sem að jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í heildina aukist. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að troða sér inn í Bárðarbungu á miklu dýpi.

Kvikuinnskot kom fram í jaðri Bárðarbungu og á svæði þar sem það hefur komið áður fram. Það er mjög óvenjulegt að kvikuinnskot séu svona þrautseig á einum stað. Staðsetningin er rúmlega suð-austur af öskju Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Síðustu daga hafa nokkrir jarðskjálftar komið fram í Tungnafellsjökli. Margir af þessum jarðskjálftum voru með dýpið 15km. Það bendir til þess að einhver kvikuhreyfing sé að eiga sér stað innan Tungnafellsjökuls. Þó er ólíklegt að það fari að gjósa vegna þessar kvikuhreyfinga, þar sem ekkert bendir til þess að þessi kvika muni ná til yfirborðsins.

Askja

Fyrr í þessari viku (Viku 8) varð jarðskjálftahrina í Öskju. Þessi jarðskjálftahrina varð á miklu dýpi, eða í kringum 22 km dýpi. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að flæða inn í kvikuhólf Öskju eins og hefur gerst reglulega síðan árið 2010. Þessa studina er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni eiga sér stað á næstunni í Öskju.

160228_1940
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öskju og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Síðustu daga hefur örlítil jarðskjálftavirkni verið í Goðabungu í Kötlu. Þarna virðist vera um að ræða hefðbundna jarðskjálftavirkni fyrir Goðabungu og þetta svæði almennt. Enginn önnur áhugaverð virkni átti sér stað í Kötlu í þessari viku (Viku 8).

Hekla

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Heklu síðustu daga. Engin önnur virkni fylgdi þessum jarðskjálftum og ekki er vitað afhverju þessir jarðskjálftar áttu sér stað og uppruni þeirra er óljós.

Torfajökull

Minniháttar jarðskjálftavirkni átti sér stað í Torfajökli um helgina og síðustu daga. Þarna virðist vera um að ræða jarðskjálftavirkni sem tengist hugsanlega breytingum í jarðhitakerfi Torfajökuls.

160228_2120
Jarðskjálftavirkni í Kötlu, Torfajökli og Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Að öðru leiti hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni síðustu daga á Íslandi. Smáhrinur áttu sér stað á Reykjanesinu og síðan á Tjörnesbrotabeltinu en þær eru ekki nægjanlega stórar svo að ég skrifi um þær.