Jarðskjálftavirkni eykst í Kötlu á ný

Í dag (06-Október-2016) jókst jarðskjálftavirkni á ný í Kötlu. Það varð jarðskjálftavirkni fyrir stærsta jarðskjálftann og einnig eftir að stærsti atburðurinn átti sér stað. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina 3,2. Smærri jarðskjálftar sjást illa eða alls ekki vegna slæms veðurs á svæðinu.

161006_0930
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna mikillar rigningar þá er ekki gott að sjá nákvæma mælingu á leiðnimælingu í Múlakvísl sem kemur frá Mýrdalsjökli. Þar sem rigningarvatnið þynnir út það jökulvatn sem er í ánum. Þessi mikla rigning veldur einnig ísskjálftum í Mýrdalsjökli ef aðstæður bjóða uppá það.