Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (4. Október 2023) klukkan 16:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 (Veðurstofa Íslands) eða Mw5,0 (EMSC) í Bárðarbungu.

Græn stjarna í Bárðarbungu og síðan eru þarna einnig rauðir punktar í kringum grænu stjörnuna í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundinn þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og svona stórir jarðskjálftar verða á nokkura mánaða fresti. Þetta þýðir að Bárðarbunga er ennþá að þenjast út eftir eldgosið árin 2014 til 2015. Þessi jarðskjálftavirknin mun ekki koma af stað eldgosi og það verður raunin í mjög langan tíma.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (ennþá í gangi)

Í dag (27. September 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,1.

Græn stjarna í eldstöðinni Reykjanes og síðan er einnig græn stjarna við Reykjanestá sem er á svipuðu svæði. Þarna eru einnig rauðir punktar sem sýna minni jarðskjálfta þarna.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þessara jarðskjálfta og jarðskjálftahrinu virðist vera kvikuhreyfing eða kvikuinnskot á þessu svæði. Ég veit ekki hvort að þetta mun valda eldgosi þarna á þessu svæði, þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist vera of lítil fyrir slíkan atburð. Það gæti breyst án fyrirvara eins og gerist oft með eldstöðvar. Þetta er hinsvegar mjög virkt tímabil þarna og hvað mun gerast er óljóst eins og er.

Jarðskjálfti í Kleifarvatni

Í gær (26. September 2023) varð jarðskjálfti í Kleifarvatni með stærðina Mw3,3. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram bæði fyrir og eftir þennan jarðskjálfta.

Græn stjarna í Kleifarvatni og það er einnig mikið af jarðskjálftum í öðrum hlutum á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftinn í Kleifarvatni og síðan er meira að gerast á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð líklega vegna þess að það er komin fram þensla í eldstöðinni Fagradalsfjall sem er þarna vestan við. Það eru engin merki um það að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði í Kleifarvatni.

Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Ég afsaka hversu seint þessi grein kemur en ég var að flytja til Íslands frá Danmörku og það var talsvert stór flutningur hjá mér. Ég hef því verið mjög þreyttur eftir þennan flutning.

Sunnudaginn, 24. September 2023 hófst jarðskjálftahrina við Geitarfell í Brennisteinsfjöllum. Stærstu jarðskjálftanir voru með stærðina Mw3,0 til Mw3,2. Á þessu sama svæði kom einnig fram hrina af litlum jarðskjálftum.

Gulir punktar við Geitarfell í Brennisteinsfjöllum, sem er við suðurhluta Breinnsteinsfjalla. Það er einnig mikil önnur jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum núna. Grænar stjörnur við Svartsengi og síðan Kleifarvatn.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga, gulir punktar sýna jarðskjálftana við Geitarfell í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það voru engin skammtímamerki um það að þarna færi að gjósa á þessu svæði. Ég veit ekki hvenær það gaus á þessu svæði síðast en ljóst er að það varð fyrir meira en 6000 árum síðan.

Jarðskjálftagröf

Þar sem ég er fluttur aftur til Íslands. Þá er ég byrjaður að mæla jarðskjálfta aftur. Jarðskjálftagröfin ættu að tengjast á internetið á morgun (ef engar tafir verða). Það er hægt að fylgjast með þeim hérna, þegar þau eru kominn aftur á internetið.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í dag (18. September 2023) þá hófst jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,7 og fannst í Grindavík samkvæmt Veðurstofu Íslands. Stefna þessar jarðskjálftavirkni er Suður-vestur til Norður-austur og liggur undir Grindavíkurveg til Grindavíkur.

Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík sýnd með appelsínugulum punktum á korti frá því í dag (18. September 2023).
Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ljóst að kvikuinnskot er að eiga sér stað þarna. Þessi staðsetning er mjög slæm, þar sem þarna eru innviðir sem tengjast og eru nauðsynlegir Grindavíkurbæ. Þarna er heitt og kalt vatn, auk þess sem rafmagn fer þarna um eða á nálægu svæði. Eldgos á þessu svæði mundi verða stór hættulegt og stórt vandamál. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna sé að fara að gjósa eins og er og ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin að leita sér að leið upp á yfirborðið.

Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli

Í gær (15. September 2023) varð jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli. Þessi jarðskjálftahrina var ekki í fréttunum þar sem þetta voru allt saman jarðskjálftar sem voru minni en Mw1,0 að stærð. Þessir jarðskjálftar fundust ekki hjá fólki sem stendur á eldfjallinu vegna dýpis. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina er hætt, þar sem þessir jarðskjálftar koma ekki inn sjálfkrafa og sjást eingöngu eftir að Veðurstofan er búin að fara yfir gögnin handvirkt.

Appelsínugulir punktar í Fagradalsfjalli sem sýnir miklar jarðskjálftavirkni þar. Það er mikið af appelsínugulum punktum í Fagradalsfjalli á þessu korti.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mín skoðun að næsta eldgos í Fagradalsfjalli verði hugsanlega á milli Nóvember til Febrúar 2024 ef þetta stig af jarðskjálftavirkni og kvikuinnskotum heldur áfram í Fagradalsfjalli með þessum sama hraða og hefur verið undanfarið. Það hefur gerst í undanfara fyrir eldri eldgos að í tímabili með mikilli jarðskjálftavirkni þá kemur langt tímabil með lítilli virkni. Ég veit ekki afhverju það gerist, þetta er það sem ég hef séð gerast. Ég veit ekki hvort að það hefur orðið breyting á þessu eftir síðasta eldgos í Fagradalsfjalli. Það er hinsvegar möguleiki sem ætti ekki að vera útilokaður.

Jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi

Í gær (11. September 2023) varð jarðskjálftahrina nærri eyjunni Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Stærstu jarðskjálftanir í þessari hrinu voru með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar voru með stærðina Mw3,2 og Mw3,0. Síðan voru aðrir jarðskjálftar minni að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá óyfirfarin og því gætu jarðskjálftastærðir breyst þegar það gerist.

Grænar stjörnur úti á Reykjaneshrygg ásamt gulum punktum sem sýnir minni jarðskjáfltana sem þarna urðu.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar fundust ekki. Þar sem þessi jarðskjálftahrina varð talsvert frá landi og því langt frá ströndinni og næstu byggð.

Aukinn jarðhiti milli Keilir og Trölladyngju

Það er sagt frá því í fréttum Rúv í dag (10. September 2023) að það sé aukinn jarðhiti milli Keilis og Trölladyngju. Þetta er austan við Keili og hefur þessi jarðhiti verið að aukast síðan eldgosinu lauk við Litla-Hrút. Samkvæmt fréttinni, þá sýnir þetta að kvika er kominn mjög grunnt á þessu svæði án þess að það komi eldgos þessa stundina. Umrætt svæði er frekar stórt og er á milli Keilis og Trölladyngju til austurs. Þarna hafa komið fram brennisteinsgufur sem hafa drepið mosa á svæðinu. Ásamt aukinni gufuvirkni sem hefur komið fram þarna á síðustu vikum.

Samkvæmt Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingi, þá er jarðskjálftaskuggi á svæðinu milli Keilis og Trölladyngju og fannst þessi jarðskjálftaskuggi þegar eldgosið við Litla-Hrút hófst. Þetta svæði fannst þegar jarðskjálftasérfræðingurinn Thomas Fisher, frá Tékklandi tók eftir því. Þar sem þarna verða næstum því engir jarðskjálftar. Það sýnir að kvikan hefur troðið sér þarna upp og er núna á mjög grunnu dýpi.

Það sem þetta gæti valdið er að í næsta eldgosi. Þá verður ekki einn gígur sem gýs, heldur margir og hugsanlega á fleiri en einni gossprungu á sama tíma. Það er óljóst hvað gerist næst en þetta er engu að síður möguleiki. Þetta svæði er orðið mjög heitt og virðist vera að stækka.

Frétt Rúv

Fylgjast vel með auknum jarðhita austan við Keili (þarna er kort af umræddu svæði)

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í nótt, þann 9. September 2023 hófst jarðskjálftahrina með jarðskjálfta með stærðina Mw3,8 klukkan 03:24. Þessi jarðskjálfti fannst á öllu Reykjavíkursvæðinu samkvæmt fréttum.

Græn stjarna við Kleifarvatn ásamt rauðum punktum á sama svæði. Það eru einnig rauðir punktar hér og þar á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftavirkni á öðrum svæðum.
Græn stjarna á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi. Þar sem það er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu vegna þenslu í Fagradalsfjalli.

Kvikuinnskot í Fagradalsfjalli

Í dag (7. September 2023) varð kvikusinnkot í eldstöðina Fagradalsfjall. Megin dýpi þessa kvikuinnskots var í kringum 7 km dýpi. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru litlir eða frá Mw0,1 og upp í Mw1,0 að stærð. Þetta virðist vera frekar stórt kvikuinnskot, þar sem hluti af því framkallar ekki jarðskjálfta vegna eldri kvikuinnskota á sama svæði í Fagradalsfjalli.

Appelsínugulir punktar í Fagradalsfjalli sem sýnir jarðskjálftavirknina þar vegna kvikuinnskotsins. Auk þess eru punktar austan við fjallið Keili sem sýnir kvikuvirkni þar.
Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Morgunblaðið segir frá því að það er farin að mælast þensla á svæðinu og þenslan er núna kominn í 15mm mjög fljótlega eftir að eldgosi lauk í Fagradalsfjalli. Þetta er mjög snemma miðað við síðustu þrjú eldgos á þessu svæði, þar sem kvikuinnskotavirkni hófst ekki fyrr en þremur til sex mánuðum fyrir næsta eldgos. Það er núna möguleiki á því að næsta eldgos verði fyrr en síðustu þrjú eldgos. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos mun eiga sér stað.

Fréttir af þessu

Skjálftavirkni og vísbending um kvikusöfnun (mbl.is)