Í gær (24. Október 2023) klukkan 22:19 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu í norður austur hluta eldstöðvarinnar, frekar en í megin gígnum þar sem flestir af þessum jarðskjálftum hafa komið fram síðustu ár.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessir jarðskjálftar eru í tengslum við þenslu í Bárðarbungu og eins og er, þá er engin hætta á eldgosi í Bárðarbungu. Þetta er annar jarðskjálftinn í Bárðarbungu í ár sem nær stærðinni Mw4,9.
Í gær (14. Október 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti er einn af mörgum jarðskjálftum sem verða vegna þeirrar þenslu sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk þar árið 2015. Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram næstu 50 til 100 árin ef ekkert breytist, þó mun jarðskjálftum fækka eftir því sem tíminn líður.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálfti er eðlilegur og mun ekki koma af stað eldgosi og er ekki fyrirboði eldgoss. Svona jarðskjálfti verður á tveggja til þriggja mánaða fresti í Bárðarbungu núna.
Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í dag (14. Október 2023). Þá er líklegt að næsta eldgos í Fagradalsfjalli eða nágrenni verði í kringum jólin eða mögulega fyrr. Eftir að eldgosinu lauk þann 6. Ágúst 2023 hefur þensla í Fagradalsfjalli verið mun hraðari en eftir síðustu tvö eldgos. Þegar þessi grein er skrifuð, þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,7 norður af Grindavík og fannst þessi jarðskjálfti í Grindavík.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli og norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Eftir að síðustu tveimur eldgosum lauk í Fagradalsfjalli. Þá hefur tíminn milli eldgosa verið um tíu mánuðir. Það virðist vera að breytast. Þar sem tíminn núna þangað til að næsta eldgos hefst verður hugsanlega aðeins í kringum fjóra til sex mánuðir. Þetta er um helmingurinn af þeim tíma frá því að síðasta eldgosi lauk. Þessi staða er hættuleg, þar sem eldgos getur hafist án mikillar viðvörunnar eða jarðskjálftavirkni. Veðurstofan mælir með því að fólk fari varlega þegar það er að ferðast í kringum eða í nágrenni við Fagradalsfjall.
Í dag (5. Október 2023) urðu tveir jarðskjálftar sem tengjast virkninni í Fagradalsfjalli. Fyrri jarðskjálftinn varð í Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu og var með stærðina Mw3,3. Þetta var brotajarðskjálfti sem kom fram vegna þenslunar í Fagradalsfjalli. Seinni jarðskjálftinn varð norður af Grindavík og var með stærðina Mw3.2. Sá jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu sem tengist kvikuinnskoti á því svæði. Þetta svæði norður af Grindavík hefur verið að sjá mjög mikið af jarðskjálftavirkni á síðustu mánuðum. Það er allt saman tengt kvikuinnskoti á þessu svæði.
Jarðskjálftavirknin í tengslum við virkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi aukna jarðskjálftavirkni síðustu vikur bendir sterklega til þess að það muni gjósa aftur á þessu svæði fljótlega. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um og þegar þessi grein er skrifuð, þá er jarðskjálftavirknin of lítil til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Það gæti þó breyst án viðvörunnar eins og var raunin með síðustu eldgos. Það er einnig möguleiki að eitthvað hafi breyst eftir síðasta eldgos, en svar við þeirri spurningu mun ekki koma fram fyrr en þegar næsta eldgos hefst. Það eina sem er hægt að gera núna er að bíða eftir því sem vill gerast.
Í dag (4. Október 2023) klukkan 16:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 (Veðurstofa Íslands) eða Mw5,0 (EMSC) í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta er hefðbundinn þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og svona stórir jarðskjálftar verða á nokkura mánaða fresti. Þetta þýðir að Bárðarbunga er ennþá að þenjast út eftir eldgosið árin 2014 til 2015. Þessi jarðskjálftavirknin mun ekki koma af stað eldgosi og það verður raunin í mjög langan tíma.
Í dag (27. September 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,1.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ástæða þessara jarðskjálfta og jarðskjálftahrinu virðist vera kvikuhreyfing eða kvikuinnskot á þessu svæði. Ég veit ekki hvort að þetta mun valda eldgosi þarna á þessu svæði, þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist vera of lítil fyrir slíkan atburð. Það gæti breyst án fyrirvara eins og gerist oft með eldstöðvar. Þetta er hinsvegar mjög virkt tímabil þarna og hvað mun gerast er óljóst eins og er.
Í gær (26. September 2023) varð jarðskjálfti í Kleifarvatni með stærðina Mw3,3. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram bæði fyrir og eftir þennan jarðskjálfta.
Jarðskjálftinn í Kleifarvatni og síðan er meira að gerast á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálfti varð líklega vegna þess að það er komin fram þensla í eldstöðinni Fagradalsfjall sem er þarna vestan við. Það eru engin merki um það að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði í Kleifarvatni.
Ég afsaka hversu seint þessi grein kemur en ég var að flytja til Íslands frá Danmörku og það var talsvert stór flutningur hjá mér. Ég hef því verið mjög þreyttur eftir þennan flutning.
Sunnudaginn, 24. September 2023 hófst jarðskjálftahrina við Geitarfell í Brennisteinsfjöllum. Stærstu jarðskjálftanir voru með stærðina Mw3,0 til Mw3,2. Á þessu sama svæði kom einnig fram hrina af litlum jarðskjálftum.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga, gulir punktar sýna jarðskjálftana við Geitarfell í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það voru engin skammtímamerki um það að þarna færi að gjósa á þessu svæði. Ég veit ekki hvenær það gaus á þessu svæði síðast en ljóst er að það varð fyrir meira en 6000 árum síðan.
Jarðskjálftagröf
Þar sem ég er fluttur aftur til Íslands. Þá er ég byrjaður að mæla jarðskjálfta aftur. Jarðskjálftagröfin ættu að tengjast á internetið á morgun (ef engar tafir verða). Það er hægt að fylgjast með þeim hérna, þegar þau eru kominn aftur á internetið.
Í dag (18. September 2023) þá hófst jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,7 og fannst í Grindavík samkvæmt Veðurstofu Íslands. Stefna þessar jarðskjálftavirkni er Suður-vestur til Norður-austur og liggur undir Grindavíkurveg til Grindavíkur.
Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ljóst að kvikuinnskot er að eiga sér stað þarna. Þessi staðsetning er mjög slæm, þar sem þarna eru innviðir sem tengjast og eru nauðsynlegir Grindavíkurbæ. Þarna er heitt og kalt vatn, auk þess sem rafmagn fer þarna um eða á nálægu svæði. Eldgos á þessu svæði mundi verða stór hættulegt og stórt vandamál. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna sé að fara að gjósa eins og er og ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin að leita sér að leið upp á yfirborðið.
Í gær (15. September 2023) varð jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli. Þessi jarðskjálftahrina var ekki í fréttunum þar sem þetta voru allt saman jarðskjálftar sem voru minni en Mw1,0 að stærð. Þessir jarðskjálftar fundust ekki hjá fólki sem stendur á eldfjallinu vegna dýpis. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina er hætt, þar sem þessir jarðskjálftar koma ekki inn sjálfkrafa og sjást eingöngu eftir að Veðurstofan er búin að fara yfir gögnin handvirkt.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er mín skoðun að næsta eldgos í Fagradalsfjalli verði hugsanlega á milli Nóvember til Febrúar 2024 ef þetta stig af jarðskjálftavirkni og kvikuinnskotum heldur áfram í Fagradalsfjalli með þessum sama hraða og hefur verið undanfarið. Það hefur gerst í undanfara fyrir eldri eldgos að í tímabili með mikilli jarðskjálftavirkni þá kemur langt tímabil með lítilli virkni. Ég veit ekki afhverju það gerist, þetta er það sem ég hef séð gerast. Ég veit ekki hvort að það hefur orðið breyting á þessu eftir síðasta eldgos í Fagradalsfjalli. Það er hinsvegar möguleiki sem ætti ekki að vera útilokaður.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.