Í dag (28. Janúar 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í Íran, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi. Samkvæmt EMSC þá fannst þessi jarðskjálfti yfir stórt svæði. Ég veit ekki hvort að það hafi orðið eitthvað tjón en það er mjög líklegt ef gæði bygginga eru léleg. Samkvæmt gögnum frá EMSC, þá fannst þessi jarðskjálfti yfir stórt svæði.
Lesa áfram „Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í Íran, nærri landamærunum að Tyrklandi“
Jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 í eystri hluta Miðjarðarhafsins
Á meðan það er rólegt á Íslandi. Þá ætla ég að skrifa um jarðskjálftavirkni í Evrópu og heiminn allan. Ég hef ekki næga þekkingu til þess að skrifa um eldgos sem eru að eiga sér stað víðsvegar um heiminn. Ég mun skrifa um jarðskjálfta sem eru með stærðina Mw5,0 í Evrópu eða stærri og síðan með stærðina Mw6,0 eða stærri í restinni af heiminum. Ég mun halda áfram að skrifa þessar greinar á meðan það er rólegt á Íslandi. Þessar greinar verða stuttar og ekkert mjög nákvæmar eða með mikið af upplýsingum.
Í dag (25. Janúar 2023) klukkan 12:37 UTC (staðartími 14:37 EET) jarðskjálfti með stærðina Mw5,9 varð undan strönd Grikklands og Tyrklands í eystri hluta Miðjarðarhafsins. Samkvæmt tilkynningum til EMSC þá fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði en ég veit ekki hvort að eitthvað tjón hafi orðið. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu EMSC hérna.
Jarðskjálftar á þessu svæði í eystri hluta Miðjarðarhafsins verða þegar sjávarbotn Afríkuflekans treðst undir Evrópasíuflekans á þessu svæði. Listi yfir jarðskorpufleka á Jörðinni er að finna hérna (Wikipedia).
Jarðskjálfti í Bárðarbungu
Jarðskjálftavirkni sem tengist þenslu í Bárðarbungu áttu sér stað í dag (8. Janúar 2023). Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að eldstöðin Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir að eldgosinu lauk í Febrúar árið 2015.
Lesa áfram „Jarðskjálfti í Bárðarbungu“
Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum
Í morgun (7. Janúar 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum. Þeir jarðskjálftar sem komu fram hafa verið litlir að stærð og stærstu jarðskjálftarnir samkvæmt sjálfvirkri mælingu voru með stærðina Mw1,0. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var frá 7 km og til 9,5 km dýpi.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum“
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (nærri Reykjanestá)
Í dag (6. Janúar 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes við svæðið nærri Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,0 og varð klukkan 00:31 en síðan hafa komið minni jarðskjálftar.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (nærri Reykjanestá)“
Gleðilegt nýtt ár 2023
Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og vona að fólk skemmti sér vel í áramótapartíum og skemmtunum núna í kvöld.
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjalli
Í dag (27. Desember 2022) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þessi jarðskjálftahrina var lítil í stærð jarðskjálfta eins og er algengt með jarðskjálfta í Fagradalsfjalli.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjalli“
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes
Í gær (26. Desember 2022) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Mest af jarðskjálftahrinunni var út í sjó á Reykjaneshrygg, á svæði sem kallast Reykjanestá. Eitthvað af jarðskjálftum var á landi á sama svæði og því á Reykjanesskaga.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes“
Jarðskjálfti í Grímsfjalli
Aðfaranótt 27. Desember 2022 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Grímsfjalli. Þetta var stakur jarðskjálfti og enginn annar eftirskjálfti kom í kjölfarið eða önnur jarðskjálftavirkni.
Lesa áfram „Jarðskjálfti í Grímsfjalli“
Gleðileg Jól 2022
Ég óska öllum gleðilegra jóla og hafið góðar stundir yfir hátíðanar.