Í kvöld (15-Nóvember-2020) varð jarðskjálftahrina í Henglinum. Það er ekki ljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina var vegna niðurdælingar á vatni á þessu svæði eða hvort að þetta sé eðlileg jarðskjálftavirkni á þessu svæði.
Jarðskjálftahrinan í Henglinum í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hingað til er með stærðina Mw3,3. Þessari jarðskjálftahrinu virðist ekki lokið þó svo að það hafi dregið úr jarðskjálftavirkninni þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn fannst í Reykjavík, Hveragerði, Selfossi og fleiri stöðum í nágrenni við Hengilinn.
Styrkir
Þessi vefsíða hefur ekki neinar auglýsingar vegna þess að Google Adsense er ekki stutt fyrir Ísland. Þar sem ég hef ekki fengið neinar íslenskar auglýsingar hingað inn þá þýðir það að ég fæ engar tekjur af þessari vefsíðu. Það eina sem gæti gefið mér tekjur hérna er ef fólk styrkir mína vinnu hérna beint. Það hjálpar mér að halda áfram með þessa vefsíðu og gera það sem þarf að gera hérna. Þetta hérna myndband á YouTube fjallar nákvæmlega um þetta vandamál sem fólk býr til efni stendur frammi fyrir varðandi þetta. Þarna er fjallað um málið frá sjónarhóli YouTube en ekki vefsíðu eins og þessar hérna en í grunninn er þetta mjög svipað og efnahagsreglan er sú sama. Takk fyrir stuðninginn. 🙂