Jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu

Ég vona að allir hafi haft góð jól og áramót.

Í dag (5-Janúar-2020) klukkan 04:32 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu. Síðan varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 klukkan 04:56. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið eru minni að stærð. Þessi jarðskjálfti er meðal þeirra stærstu sem hafa orðið í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar 2015.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni var á sama stað og flestir af þessum jarðskjálftum sem verða í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar verða aðalega í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu á þessu svæði er einnig að finna háhitasvæði sem hefur náð að bræða sig í gegnum jökulinn sem er þarna.

Ég gat ekki mælt þennan jarðskjálfta vegna þess að það er hugbúnaðarbilun í GPS klukkum sem ég nota fyrir jarðskjálftamælana. Ég mun laga þessa bilun með uppfærslu á GPS klukkunum í lok Febrúar eða upphafi Mars. Þar sem þessi villa er í öllum þeim GPS klukkum sem ég á mun ég þurfa að uppfæra þær allar.

Flutningur til Íslands

Þar sem það virkaði ekki hjá mér að búa í Danmörku þrátt fyrir að ég hafi dregið úr kostnaði. Þá mun ég flytja aftur til Íslands í Febrúar og er sá flutningur varanlegur. Ég ætla í staðinn bara að verja meira tíma í Evrópu (Þýskalandi?) með öðrum hætti í framtíðinni.

Uppfærsla tvö á jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga austan við Fagradalsfjall

Í gær (19-Desember-2019) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 austan við Fagradalsfjall. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nágrenni. Þessi jarðskjálfti var áframhald að jarðskjálftavirkni sem hófst á þessu svæði þann 15-Desember-2019. Jarðskjálftavirkni hefur minnkað talsvert á þessu svæði síðan jarðskjálftavirknin var sem mest.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engar frekari upplýsingar um þessa jarðskjálftavirkni eins og stendur. Ég beið í gær eftir því hvort að eitthvað fleira mundi gerast en það gerðist ekki. Það getur eitthvað fleira gerst síðar þarna eða alls ekki.

Staðan á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga

Þessi grein er aðeins seint á ferðinni.

Jarðskjálftahrinan austan við Fagradalsfjall jókst aftur í gær (16-Desember-2019). Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa orðið þarna meira en 1200 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu 10 jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 eða stærri. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,7.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið en það er alltaf möguleiki á því að jarðskjálftavirkni taki sig upp aftur á þessu svæði. Þetta virðast vera brotajarðskjálftar sem þarna eiga sér stað.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall

Í dag (15-Desember-2019) klukkan 07:10 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Í kringum 190 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessar jarðskjálftar voru í jarðskorpunni og voru ekki tengdir kvikuhreyfingum og þarna er líklega hreyfing á sigdal sem er hugsanlega að myndast þarna. Það er ekki alveg ljóst hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða ekki. Það er algengt að jarðskjálftahrinu þarna stoppi í nokkra klukkutíma og haldi svo áfram. Það er einnig þekkt að jarðskjálftahrinur þarna hætti snögglega.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu (1-Desember-2019)

Þann 1-Desember-2019 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Það urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 og einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Það komu einnig fram talsverður fjöldi af litlum jarðskjálftum fram í þessari jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin í dag fyrir Bárðarbungu og hefur átt sér stað síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar 2015. Það er alltaf von á meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu án nokkurar viðvörunar. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Bárðarbungu í nálægri framtíð.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (24-Nóvember-2019) varð regluleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu og voru þeir með stærðina Mw4,0 klukkan 04:22 og seinni jarðskjálftinn varð klukkan 04:28 og var með stærðina Mw3,5. Þessi jarðskjálftavirkni verður í Bárðarbungu vegna þess að Bárðarbunga er að þenjast út. Þessi jarðskjálftavirkni er því mjög hefðbundin núna og þetta mun verða svona næstu 10 til 30 árin. Þá munu einnig einstaka jarðskjálftar með stærðina Mw5,0 eða stærri eiga sér stað á þessu tímabili.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni mun ekki valda eldgosi í Bárðarbungu þar sem þetta er of lítil jarðskjálftavirkni svo að það geti gerst. Það sem þessi jarðskjálftavirkni sýnir er að það verður eldgos í Bárðarbungu á næstu árum en hvenær slíkt eldgos verður er ekki hægt að spá fyrir um.

Auglýsingar

Amazon Bretlandi

Staðan í jarðskjálftahrinunni á Reykjaneshryggnum í Eldey

Jarðskjálftahrinan sem hófst í dag (16-Nóvember-2019) á Reykjaneshrygg í eldstöð sem heitir Eldey (Global Volcanmism Profile er Reykjanes). Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið 29 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0. Stærsti jarðsjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw4,5. Það hægðist aðeins á jarðskjálftahrinunni eftir klukkan 17:00 og það hefur verið róleg jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg síðan þá en jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Þéttleiki jarðskjálftahrinunnar á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni Mw5,0 og síðast gerðist það í jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Júní og Júlí 2015. Ég skrifaði um þær jarðskjálftahrinur.

Kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes

Ég hef ekki miklar upplýsingar um það hvað er að gerast núna á Reykjaneshryggnum. Það er mjög kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang sem er í rúmlega 20 til 40 km fjarlægð frá ströndinni. Þetta er mjög kröftug jarðskjálftahrina sem er þarna núna og gæti jafnvel orðið kröftugri. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina á upptök sín í flekahreyfingum eða vegna þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið. Eldstöðin á þessu svæði heitir Reykjanes.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mikið að gerast í þessari jarðskjálftahrinu og því munu upplýsingar hérna verða úreltar á mjög skömmum tíma.

Grein fjögur um jarðskjálftahrinuna í Öskju

Í gær (13-Nóvember-2019) hefur jarðskjálftahrinan í Öskju verið aðeins rólegri. Stærsti jarðskjálftinn síðstu 24 klukkutímana var með stærðina Mw3,1. Síðustu 48 klukkutímana hafa komið fram um 500 jarðskjálftar í Öskju. Það kom fram toppur í jarðskjálftavirkninni eftir jarðskjálftann með stærðina Mw3,1 en síðan dró aftur úr jarðskjálftavirkninni. Dýpi jarðskjálftahrinunnar hefur aðeins breyst og er núna dýpsti hluti jarðskjálftahrinunnar núna á 7 til 8 km dýpi en það er hugsanlega varasamt dýpi þar sem kvika er hugsanlega á 10 til 15 km dýpi á þessu svæði. Hvort að það er kvika sem getur gosið veit ég ekki en þarna gæti verið kvika sem er of köld til þess að gjósa ef þarna er kvika til að byrja með.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram vera brotahreyfing á misgengi sem er þarna og ekki er að sjá neina kvikuhreyfingu ennþá í þessari jarðskjálftavirkni. Frá og með deginum í dag (14-Nóvember-2019) þá hefur þessi jarðskjálftahrina verð í gangi í heila viku. Það er spurning hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða hvort að hérna sé aðeins um að ræða rólegan tíma í þessari jarðskjálftahrinu. Það er þekkt í eldgosasögu Öskju að það verða stórar jarðskjálftahrinur í Öskju áður en til eldgoss kemur og slíkt jarðskjálftavirkni nær einnig til nærliggjandi sprungusveima og að jarðskjálftavirknin vex með tímanum. Hægt er að lesa um slíkt í rannsóknum á síðustu eldgosum, rannsókn á eldgosinu 1961, rannsókn á eldgosinu 1875, rannsókn á djúpri jarðskjálftavirkni í Öskju.

Grein þrjú um jarðskjálftahrinuna í Öskju

Þetta er stutt grein um stöðuna í jarðskjálftahrinunni í Öskju þar sem breyting hefur átt sér stað.

Jarðskjálftavirknin í Öskju hefur breytt um fasa. Þetta virðist vera rekhrina sem eru að eiga sér stað í Öskju. Svona rekhrinur valda sprungugosum og stundum stuttum eldgosum með öskufalli sem vara í mjög stuttan tíma. Það gæti ekki gerst núna og þegar þessi grein er skrifuð er ekkert sem bendir til þess að kvika sé á ferðinni samkvæmt þeim SIL stöðvum sem eru næst jarðskjálftahrinunni. Þetta gæti breyst án nokkurar viðvörunar.


Jarðskjálftahrinan í Öskju eins og hún var klukkan 23:25 þann 12-Nóvember-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin er orðin mjög þétt í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að spá fyrir um hvað gerist næst í Öskju. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist næst.