Aukin jarðskjálftavirkni í Hamrinum (Bárðarbunga)

Síðustu daga hefur verið aukning í jarðskjálftum í Hamrinum (hluti af Bárðarbungu kerfinu). Hjá Global Volcanism Program er þetta skráð sem Loki-Fögrufjöll. Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Ágúst-2019 var með stærðina 2,8 og 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum (rauðu/bláu punktanir nærri jaðri jökulsins vestan við Grímsvötn). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar svona jarðskjálftavirknin hófst í Hamrinum þá varð lítið eldgos þar nokkrum mánuðum seinna. Það eldgos varð þann 12 Júlí 2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna og hérna (jökulhlaupið sem kom í kjölfarið á eldgosinu, 13 Júlí 2011). Þau urðu síðan frekari minni eldgos í Ágúst og Nóvember 2011 í Hamrinum sem vörðu að hámark í 4 klukkutíma. Síðan þá hefur eldstöðin róast niður og sérstaklega eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 og 2015.

Það er óljóst hvað er að gerast núna í Hamrinum en á þessaris stundu er ekkert eldgos að eiga sér stað og eldgos í Hamrinum mun koma mjög skýrt fram á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það virðist sem að eldgos í Hamrinum geti hafist án nokkurar jarðskjálftavirkni, ég veit ekki afhverju það er. Síðasta stórgos í Hamrinum varð árið 1910 frá 18 Júní til Október.

Gas kemur frá Öræfajökli

Það var sagt frá því í fréttum í dag að gas kæmi frá Öræfajökli í lóni sem er suður af jöklinum. Það er ekki ljóst á fréttum hvenær þetta gasstreymi uppgötvaðist. Hinsvegar er þetta gasstreymi það lítið að Veðurstofan hefur ekki náð að safna næganlegu gasi til þess að greina hvaða gastegundir eru hérna á ferðinni. Líklegast er um að ræða CO2 og SO2 gas frá Öræfajökli. Það hefur verið mjög rólegt í Öræfajökli undanfarið og tengist það hugsanlega að sumar eldstöðvar verða mjög rólegar áður en eldgos hefst samkvæmt rannsókn inn í þetta fyrirbæri hjá eldstöðvum (rannsóknina er hægt að lesa hérna á ensku).

Hvað þetta þýðir er óljóst á þessari stundu. Jarðskjálftavirkni er í lágmarki í Öræfajökli þessa stundina. Það er möguleiki á því að þessi gasvirkni þýði að fleiri jarðskjálftar muni verða fljótlega jafnvel þó svo að ekkert eldgos verði. Það er óljóst hvað gerist áður en eldgos verður í Öræfajökli þar sem síðasta eldgos í Öræfajökli varð árið 1727 þann 3 Ágúst til 1728 1 Maí.


Það er rólegt í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Frétt Rúv

Loftbólur á yfirborði Kvíárlóns

Ný jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í morgun (27-Júlí-2019) varð ný jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er aðeins norðar en jarðskjálftinn með stærðina Mw4,3 sem átti sér stað þann 27-Júlí-2019 og það þýðir að þessi jarðskjálftahrina á sér stað á öðru misgengi en því sem jarðskjálftinn með stærðina Mw4,3 átti sér stað. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina er tengd M4,3 jarðskjálftanum þann 24-Júlí-2019.


Jarðskjálftahrinan norður af Siglufirði (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw3,2. Það er ýmislegt sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Síðasti jarðskjálftinn varð klukkan 20:07 og var með stærðina Mw2,7 (sjálfvirk). Hættan er að það komi fram jarðskjálftahrina án mikillar viðvörunar og það er mikil hætta á jarðskjálftahrinu sem er stærri en það hefur komið fram hingað til. Staðsetning þessara jarðskjálftahrina mun verða handahófskennd og verður hugsanlega á landi en mestar líkur á því að slík jarðskjálftahrina yrði úti í sjó. Það er ekki nein leið að segja til um það hvar næsta jarðskjálftahrina verður.

Jarðskjálftahrina á norðurhluta Tjörnesbrotabeltisins (norð-vestur af Grímsey)

Þann 24-Júlí-2019 urðu jarðskjálftar klukkan 23:40 og 23:42. Þeir jarðskjálftar voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,6 og urðu þessir jarðskjálftar rúmlega 39 km norð-vestur af Grímsey. Í kjölfarið á stærstu jarðskjálftunum kom hrina af minni jarðskjálftum og var stærsti jarðskjálftinn þar með stærðina Mw2,5. Þessir jarðskjálftar fundust ekki vegna fjarlægðar frá landi.


Jarðskjálftavirknin 39 km norð-vestur af Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist Mw4,3 jarðskjálftanum sem varð þann 24-Júlí-2019.

Jarðskjálftinn úti við Siglufjörð (Tjörnesbrotabeltið)

Í gær (24-Júlí-2019) klukkan 00:55 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 um 20 km norð-norð-vestur af Siglufirði. Stærð þessa jarðskjálfta var upphaflega Mw4,6 en var lækkuð niður í Mw4,3 eftir að farið hafði verið yfir jarðskjálftagögnin. Þessi jarðskjálfti fannst yfir stórt svæði og olli minniháttar tjóni á hlutum sem féllu úr hillum og brotnuðu. Stærsti eftirskjálftinn var með stærðina 2,7 þegar þessi grein er skrifuð. Þarna varð jarðskjálftahrina árið 2012 með jarðskjálftum sem náðu stærðinni Mw5,6 og Mw5,5.


Jarðskjálftinn nærri Siglufirði (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Höfundaréttur tilheyrir Jóni Frímanni Jónssyni.


Lóðrétta hreyfingin (Z) á jarðskjálftamælinum. Höfundaréttur tilheyrir Jóni Frímanni Jónssyni.

Það er möguleiki á því að jarðskjálftavirkni sé að aukast á Tjörnesbrotabeltinu enda er langt síðan þarna varð stór jarðskjálfti. Þá á ég við jarðskjálfti sem er með stærðina Mw6,0 eða stærri.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 [sjálfvirk stærð] fannst á norðanlands

Klukkan 00:55 þann 24-Júlí-2019 varð jarðskjálfti með stærðina 4,6 (sjálfvirk stærð) norðanlands. Þessi jarðskjálfti varð um 20 norð-norð-vestur af Siglufirði. Þessi jarðskjálfti fannst yfir mjög stórt svæði. Ég hef ekki frekari upplýsingar á þessari stundu.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Böðvarshólum. Þetta er lóðrétt (Z).


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Böðvarshólum. Þetta er norður-suður.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Böðvarshólum. Þetta er austur-vestur.

Ég mun skrifa frekari grein á morgun eftir vinnu um þennan jarðskjálfta svo lengi sem ekkert meira gerist.

Jarðskjálfti í Torfajökli

Í dag (20-Júlí-2019) klukkan 14:15 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 í Torfajökli. Þessi jarðskjálfti varð í suðurhluta öskju Torfajökuls. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki verið mikil eftirskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Síðasti jarðskjálfti með stærðina 3,0 sem varð í Torfajökli varð þann 12-Júlí og það er hugsanlegt að þessi virkni þýði að tímabil aukinnar virkni sé hafið í Torfajökli. Það eru engin augljós merki um það að eldgos sé að fara að hefjast í Torfajökli en hinsvegar er ekki þekkt hvernig eldstöðin er þegar eldgos hefst og hvað þarf að gerast áður en eldgos hefst í Torfajökli. Það besta sem hægt er að gera núna er að fylgjast með stöðunni og sjá hvort að einhver frekari breyting verður á virkni í Torfajökli.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Um helgina hefur verið jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg útaf ströndinni um 2 til 4 km suð-vestur af Geirfugladrangi. Það er óljóst hvort að þessari jarðskjálftahrinu er lokið. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði gerist það oft að jarðskjálftavirknin stöðvast í einhvern tíma en byrjar síðan fljótlega aftur á ný eftir nokkra klukkatíma til nokkrum vikum seinna. Það er eldstöð þarna en hún er ekki með neina Global Volcanism Profile síðu. Hugsanlega varð þarna síðast eldgos á 18 eða 19 öldinni. Ég held að þessi jarðskjálftavirkni sé ekki tengd eldstöðinni en það er erfitt að segja til um það vegna þess að svæðið er afskekkt og lítið þekkt sem slíkt.

Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðan í gær (13-Júlí-2019) hefur verið aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekkert sem bendir til frekari virkni í kjölfarið á þessari auknu jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari auknu jarðskjálftavirkni. Hinsvegar hefur þetta gerst áður án þess að eitthvað meira gerist í kjölfarið. Það hafa komið fréttir af því að mikið vatn sé í kötlum í Mýrdalsjökli og er búist við því að þeir tæmist fljótlega og að jökulflóðið sem komi í kjölfarið verði það stærsta síðan árið 2011. Það er búist við því að þetta jökulflóð úr Mýrdalsjökli verði fljótlega og þá er hugsanlegt að það verði aukning í jarðskjálftum í Kötlu.

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli

Í dag (12-Júlí-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu en það hefur ekki verið tilkynnt samkvæmt fjölmiðlum.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði í Torfajökli hefur verið jarðskjálftavirkni síðan þann 27-Janúar-2019 þegar jarðskjálfti með stærðina 3,7 átti sér stað á þessu svæði. Þá komu fram fleiri eftirskjálftar en í dag. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð en ég veit ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni þýði eitthvað á þessari stundu.