Fjögur eldgos urðu í Bárðarbungu í Ágúst-2014

Áður en það fór að gjósa í Holuhrauni (Bárðarbungu). Þá urðu fjögur eldgos undir jökli. Þrjú af þessu eldgosum áttu sér stað þar sem kvikugangurinn var að brjóta sér leið og það fjórða varð í suðurhluta eða suð-vestur hluta Bárðarbungu (nákvæm staðsetning er ekki gefin upp í fréttinni).

Í frétt Stöðvar 2 kemur það fram hjá Páli jarðeðlisfræðingi, þá er það hans álit að Bárðarbunga sé ekki að gera sig tilbúna fyrir nýtt eldgos. Ég er ósammála þessu mati, í mínu mati þá horfi ég til sögunar til þess að reyna að átta mig á því hvernig þetta gæti þróast í Bárðarbungu og það er mitt mat að líklega sé langt í að eldgosavirkni sé lokið í Bárðarbungu. Þarna á sér einnig stað landrek og það klárast yfir lengri tíma heldur en sex mánaða eldgos.

Frétt Vísir.is og Stöðvar 2

Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu (Vísir.is)

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (Vika 09)

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu þessa vikuna eins og aðrar vikur. Núna er komið meira en ár síðan eldgosinu í Bárðarbungu (Holuhrauni) lauk (tengill hérna). Virknin á myndinni er frá 2-Mars-2016.

160302_2155
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænar stjörnur eru jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í Bárðarbungu voru með stærðina 3,1,3,3 og 3,6. Aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað í þessari jarðskjálftahrinu voru minni. Ástæða þessa jarðskjálfta virðist vera veikleiki í jarðskorpunni í norður og norð-vestur hluta öskju Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni í suðurhluta öskju Bárðarbungu virðist vera spennubreyting vegna þessa veikleika sem er að þróast á þessu svæði í Bárðarbungu. Stærð þessa veika svæðis er umtalsverð (ég fann ekki upplýsingar um stærð öskjunnar, engu að síður er askjan stór). Þessi veikleiki sem þarna er kominn fram mun halda áfram að þróast og valda eldgosi, eða kvikan mun finna sér aðra leið til þess að valda eldgosi. Það er mitt álit að kvikan muni líklega finna sér aðra leið til þess að valda eldgosi, frekar en að valda eldgosi í öskju Bárðarbungu. Ég get auðvitað ekki útilokað að eldgos muni eiga sér stað í öskju Bárðarbungu eins og stendur. Staðan núna er ekkert nema bið eftir því hvað gerist næst. Áhugaverður jarðskjálfti átti sér stað í Hamrinum, stærð þessa jarðskjálfta var 0,7 og dýpið var 13 km.

Djúpur jarðskjálfti átti sér einnig stað í Tungnafellsjökli, sá jarðskjálfti hafði stærðina 0,8 en var á 17,9 km dýpi. Mér þykir líklegt að þessi jarðskjálfti hafi stafað af spennubreytingum á þessu dýpi frekar en kvikuhreifingum á þessu dýpi.

Ef að öskugos verður í Bárðarbungu þá er hætta á því að það valdi miklu og langvarandi tjóni á Íslandi (fyrir utan tjón vegna jökulflóða). Síðasta stóra eldgos í Bárðarbungu átti sér stað árið 1477 og öskugosið sem fylgdi því eldgosi huldi 50% af Íslandi af þykku öskulagi. Í öskugosi árið 1771 þá varð þykkt öskulag á norðurlandi og austurlandi. Á milli áranna 1711 og 1729 urðu samtals níu jökulflóð og eru upptökin talin vera Bárðarbunga. Jökuflóð frá öðrum eldstöðvum í Vatnajökli eru ekkert minna hættuleg (Grímsfjall, Hamarinn, Þórðarhyrna, Kverkfjöll). Þykkt öskunnar úr eldgosinu var 100 metrar næst gígaröðinni sem gaus þá (sjá kort í tengli 1).

Heimild 1: Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu? (Vísindavefurinn)
Heimild 2: Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim? (Vísindavefurinn)

Stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi

Hérna er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi þann 28-Febrúar-2016.

Bárðarbunga

Síðustu 48 klukkutímana þá hefur verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, einnig sem það hefur verið virkni í kvikuinnskotum í Bárðarbungu á sama tíma. Einhver hluti af þessari jarðskjálftavirkni átti sér stað á 15km dýpi, eftir slíka jarðskjálfta þá virðist sem að jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í heildina aukist. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að troða sér inn í Bárðarbungu á miklu dýpi.

Kvikuinnskot kom fram í jaðri Bárðarbungu og á svæði þar sem það hefur komið áður fram. Það er mjög óvenjulegt að kvikuinnskot séu svona þrautseig á einum stað. Staðsetningin er rúmlega suð-austur af öskju Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Síðustu daga hafa nokkrir jarðskjálftar komið fram í Tungnafellsjökli. Margir af þessum jarðskjálftum voru með dýpið 15km. Það bendir til þess að einhver kvikuhreyfing sé að eiga sér stað innan Tungnafellsjökuls. Þó er ólíklegt að það fari að gjósa vegna þessar kvikuhreyfinga, þar sem ekkert bendir til þess að þessi kvika muni ná til yfirborðsins.

Askja

Fyrr í þessari viku (Viku 8) varð jarðskjálftahrina í Öskju. Þessi jarðskjálftahrina varð á miklu dýpi, eða í kringum 22 km dýpi. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að flæða inn í kvikuhólf Öskju eins og hefur gerst reglulega síðan árið 2010. Þessa studina er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni eiga sér stað á næstunni í Öskju.

160228_1940
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öskju og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Síðustu daga hefur örlítil jarðskjálftavirkni verið í Goðabungu í Kötlu. Þarna virðist vera um að ræða hefðbundna jarðskjálftavirkni fyrir Goðabungu og þetta svæði almennt. Enginn önnur áhugaverð virkni átti sér stað í Kötlu í þessari viku (Viku 8).

Hekla

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Heklu síðustu daga. Engin önnur virkni fylgdi þessum jarðskjálftum og ekki er vitað afhverju þessir jarðskjálftar áttu sér stað og uppruni þeirra er óljós.

Torfajökull

Minniháttar jarðskjálftavirkni átti sér stað í Torfajökli um helgina og síðustu daga. Þarna virðist vera um að ræða jarðskjálftavirkni sem tengist hugsanlega breytingum í jarðhitakerfi Torfajökuls.

160228_2120
Jarðskjálftavirkni í Kötlu, Torfajökli og Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Að öðru leiti hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni síðustu daga á Íslandi. Smáhrinur áttu sér stað á Reykjanesinu og síðan á Tjörnesbrotabeltinu en þær eru ekki nægjanlega stórar svo að ég skrifi um þær.

Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Öskju

Í dag (18-Febrúar-2016) og í gær (17-Febrúar-2016) hafa verið djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Öskju.

Askja

Síðan í Mars 2010 hefur reglulega átt sér stað djúp virkni í Öskju. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvikuinnskot séu að eiga sér stað í Öskju. Þessi kvikuinnskot eru á mjög miklu dýpi og því engin hætta á því að þau nái upp á yfirborðið. Þetta hinsvegar sýnir fram á það að það er ennþá mjög mikil kvikuvirkni í Öskju og er hugsanlega að aukast þessa stundina. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos verður í Öskju, það gæti hinsvegar orðið mjög langur tími. Það eina sem gæti breytt þessu væri ef Bárðarbunga færi að hafa áhrif á Öskju og kæmi þannig af stað eldgosi. Jarðskjálftavirkni nærri Herðurbreið eru hefðbundnir brotaskjálftar og þeir eru á minna en 10 km dýpi.

Bárðarbunga

Mest alla vikuna þá hefur Bárðarbunga verið róleg. Það gæti hinsvegar verið að fara að breytast, þar sem djúpir jarðskjálftar komu fram í dag (18-Febrúar-2016) í norðurhluta Bárðarbungu, það bendir til þess að ný kvika sé að koma upp í eldstöðina úr kvikuhólfi sem er þarna undir á mjög miklu dýpi. Þrýstibreytingar vegna þessa kvikuflæðis veldur því að jarðskjálftar eiga sér stað á þessu dýpi. Jarðskjálftavirkni hefur einnig verið í kvikuinnskotinu sem kom eldgosinu í Holuhrauni af stað á jaðrinum við jökulinn, ég veit ekki afhverju þarna á sér stað jarðskjálftavirkni. Greinilegt kvikuinnskot átti sér stað í eldstöðinni Hamrinum þann 17-Febrúar-2016, þar urðu jarðskjálftar á dýpinu 12 – 13 km. Þetta er fyrsta kvikuinnskotið í Hamrinum núna í lengri tíma. Kvika stendur almennt grunnt í Hamrinum, sem þýðir að eldstöðin er veikari fyrir breytingum á kvikuþrýstingi og hugsanlegum eldgosum.

160218_1445
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Öskju. Einnig sem þarna sést jarðskjálftavirkni nærri Herðurbreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðfræði kort af Íslandi

Hægt er að kaupa jarðfræðikort af Íslandi hjá Eymundsson, það kostar 1975 kr og sýnir allar eldstöðvar á Íslandi. Hvort sem þær eru virkar eða kulnaðar. Hægt er að fá jarðfræðikortið hérna.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (Vika 06/2016 #2)

Laugardaginn 13-Febrúrar-2016 klukkan 19:32 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta er skráð 1,1 km. Hrina lítilla jarðskjálfta fylgdi í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum, mesta dýpi sem kom fram var í kringum 12 km.

160214_1720
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tungnafellsjökull

Sunnudaginn 14-Febrúar-2016 hófst jarðskjálftahrina í Tungafellsjökli. Það hefur ekki ennþá almennilega komið í ljós hvað er að valda jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli. Vinsæl hugmynd meðal jarðfræðinga er að spennubreytingar vegna Bárðarbungu séu að valda jarðskjálftum í Tungnafellsjökli. Ég veit ekki hvort að sú hugmynd sé rétt eða ekki, þar sem jarðskjálftavirkni hófst nokkrum árum áður en það gaus í Bárðarbungu í Ágúst-2014.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í gær (11-Febrúar-2016) klukkan 08:47 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Þetta hefur hingað til verið lítil jarðskjálftahrina og aðeins hafa mælst 51 jarðskjálfti (þegar þetta er skrifað), stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 2,7. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð.

160211_2340
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga er mjög dæmigerð fyrir þetta svæði. Á þessari stundu virðist sem svo að jarðskjálftahrinunni sé lokið en hún getur tekið sig upp aftur án nokkurs fyrirvara eða viðvörunnar. Þessi jarðskjálftahrina er hinsvegar að mynda sigdal á þessu svæði hægt og rólega.

Staðan í Bárðarbungu (vika 06/2016)

Stutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út á 10 til 15 km dýpi samkvæmt fréttum. Vegna þess að þenslan er að eiga sér stað á svona miklu dýpi þá veldur það því að erfitt er að mæla breytingar á yfirborðinu með hefðbundnum leiðum eins og GPS mælingum. Jarðskjálftavirkni heldur áfram að aukast í Bárðarbungu, með reglulegum jarðskjálftum sem ná stærðinni 3,0 – 3,5. Ástæða aukinnar jarðskjálftavirkni er sú þensla sem er að eiga sér núna stað á 10 til 15 km dýpi og líklega á mun minna dýpi að auki. Ég reikna með því að jarðhitavirkni muni aukast í Bárðarbungu á næstu vikum og mánuðum eftir því sem kvikan þrýstir sér ofar upp í eldstöðina.

160208_1335
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á Mánudaginn 8-Febrúar 2016. Græna stjarnan er jarðskjálfti með stærðina 3,1 (minnir mig). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

160211_1835
Jarðskjálftinn sem varð þann 11-Febrúar-2016, stærðin á þessum jarðskjálfta var 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engar aðrar breytingar hafa orðið í Bárðarbungu ennþá. Núverandi virkni í Bárðarbungu mun halda áfram mjög lengi enda taka svona rekatburðir mjög langan tíma að ganga yfir á þessu svæði. Allt að 20 ár og atburðarrásin er mjög hæg. Stærsta áhættan núna er kvikuinnskot og lítil eldgos (kannski bæði) sem kannski vara í nokkra klukkutíma til daga. Slík eldgos gætu hafist án nokkurar viðvörunar.

Fréttir af Bárðarbungu

Hæg at­b­urðarás und­ir Bárðarbungu (mbl.is)

Jarðskjálfti með stærðina 3,1 á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (04-Febrúar-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Þessi jarðskjálfti varð fyrir vestan Kópasker en ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst þar.

160204_1550
Jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu. Græna stjarnan er þar sem jarðskjálftinn átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu hefur núna verið í gangi í rúmlega mánuð og það virðast ekki vera nein sérstök merki þess að þessi jarðskjálftahrina muni enda fljótlega. Talsverðar sveiflur eru í jarðskjálftavirkninni, jarðskjálftavirknin eykst í smá tíma og dettur síðan niður aftur. Eftir að jarðskjálftinn með stærðina 3,1 átti sér stað þá jókst jarðskjálftahrinan aðeins í skamman tíma en minnkaði síðan aftur eftir skamman tíma. Ég reikna fastlega með því að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram næstu daga.

Jarðskjálfti með stærðina 3,9 á Reykjanesi

Í kvöld klukkan 19:50 varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti virðist ekki vera tengdur neinni eldfjallavirkni í Krýsuvík. Hérna virðist eingöngu um að ræða jarðskjálfta sem tengist hreyfingu á jarðskorpunni á þessu svæði. Í kjölfarið á stærsta jarðskjálftum hafa komið fram minni eftirskjálftar, sá stærsti af þeim var með stærðina 1,6 en aðrir hafa verið minni. Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 fannst í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar.

160203_2215
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en virðist hvorki vera stór eða öflug. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að það muni breytast, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um hegðun jarðskjálftahrina.

Stutt stöðuyfirlit á Bárðarbungu (vika 05/2016)

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu heldur hægt og rólega að aukast þessa vikuna eins og síðustu vikur. Þó virðist sem að síðustu viku hafi verið aðeins minni virkni í Bárðarbungu heldur en undanfarið, hugsanlegt er þó að virknin sé farin að aukast aftur. Það hefur orðið örlítil breyting á virkninni í öskju Báraðrbungu og er það frekar mikilvæg breyting, þar sem þetta bendir til þess kvikan í Bárðarbungu hafi fundið veikan blett í suðurhluta öskjurnar. Fjarlægðin milli þessara veiku bletta í suðurhluta öskjurnar er ekki mikil, minnst 800 metrar til 2 km. Þessir veiku blettir geta hinsvegar ekki gosið ef að kvikan hefur ekki nægan þrýsting til þess að brjóta sér leið þar upp.

160202_1705
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Græna stjarnan er þar sem veikur blettur er í jarðskorpunni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (02-Febrúar-2016) kom fram merki á SIL stöðvum nálgæt Bárðarbungu. Það er ekki vitað hvað ölli þessu merki en þetta virðist ekki vera bilun í SIL kerfi Veðurstofunnar, þar sem þetta merki sást yfir talsvert stórt svæði á Íslandi. Ég hef verið að athuga hvort að ég sjái bilun hjá Veðurstofunni en það virðist ekki hafa verið raunin. Hvað þetta merki þýðir er ekki þekkt og hvað veldur þessu merki er einnig óljóst og það er ekki vitað hvað veldur þessi merki.

dyn.svd.03.02.2016.at.00.42.utc
Merkið á SIL stöðvunum nærri Bárðarbungu. Það hófst þann 02-Febrúar-2016 um klukkan 00:00 og varði til klukkan rúmlega 05:00. Það er ekki vitað hvað veldur þessu merki. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 3,0 og varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu og varð í nýlegum veikum blett í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Báðir af veiku blettunum í öskju Bárðarbungu hafa haft jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu undanfarna viku og í síðustu viku. Síðan þessi atburðarrás hófst í Bárðarbungu þá hefur verið jarðskjálftavirkni um alla öskju Bárðarbungu. Í Ágúst-2014 þá lak norð-austur hluti öskju Bárðarbungu örlítilli viku og olli það smá eldgosi (aðrir hlutir öskju Bárðarbungu láku einnig kviku) og bjó það til sigkatla á því svæði. Ég leitaði að myndum af þessum sigkötlum en fann ekki neinar myndir.

Það virðist sem að kvikuþrýstingur sé að aukast hraðar í Bárðarbungu en ég bjóst upphaflega við. Hvað veldur þessu er ekki ljóst, hugsanlegt er að eitthvað hafi breyst í sjálfri Bárðarbungu eða í djúkerfinu undir eldstöðinni. Það er ekki hægt að vita hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu en miðað við söguna þá er mögulegt að næsta eldgos verði á tímabilinu næstu 1 til 10 ár, sé horft til sögunar í þessum málum. Þetta er aðeins raunin þegar eldgosahrinur ganga yfir Bárðarbungu eins og er að gerast núna.