Jarðskjálfti með stærðina 4,4 í Bárðarbungu

Í dag (20-Maí-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 í Bárðarbungu. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í eldstöðinni síðan að eldgosinu í Holuhrauni lauk í Febrúar-2015. Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,3 mældust einnig, aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

160520_1300
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt yfirlýsingu Veðurstofunnar þá er óljóst hvað er að gerast í Bárðarbungu. Þó er ljóst að fjöldi jarðskjálfta fer vaxandi og einnig styrkleiki þeirra einnig. Fjöldi jarðskjálfta og styrkleiki hefur verið að aukast síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Þetta er mjög óvenjuleg þróun mála eftir að askja Bárðarbungu féll saman í eldgosinu 2014 – 2015. Vegna skorts á sögulegum heimildum er erfitt að átta sig á því hvernig þetta mun þróast og hvað er að gerast í eldstöðinni. Samkvæmt GPS mælingum á svæðinu, þá er eldstöðin að þenjast út mjög hratt um þessar mundir, sem bendir til þess að kvika sé að safnast fyrir í eldstöðinni mjög hratt þessa stundina.

Þeir atburðir sem hafa átt sér stað hingað til hafa ekki leitt til eldgoss. Þeir gætu hinsvegar leitt til eldgoss í framtíðinni, hvenær það verður er ekki hægt að segja til um, það gæti verið eftir klukkutíma eða eftir nokkra áratugi, það er ekki hægt að spá fyrir um tímann sem þetta mun taka þar sem þetta er í fyrsta skipti sem svona atburðir gerast síðan mælingar hófust. Sigkatlar sem hafa myndast á jaðri Bárðarbungu hafa einnig dýpkað á undanförnum mánuðum, það bendir einnig til þess að magn kviku í eldstöðinni sér farið að aukast og jarðhitavirkni sé farin að aukast umtalsvert. Þessi kvikusöfnun svona stuttu eftir stór eldgos er mjög óvenjuleg og hefur ekki sést áður. Ég reikna með frekari jarðskjálftum í Bárðarbungu eins og þeim sem sáust í dag á næstu dögum og vikum, ég reikna einnig með að vikulegar jarðskjálftahrinur stækki og verði fleiri eftir því sem líður á.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öræfajökli, norðarverðum Langjökli

Þetta verður aðeins þétt grein. Þar sem ég er staðsettur á Íslandi þessa stundina. Ég verð kominn aftur til Danmerkur þann 18-Maí. Það verða engir tenglar í Global Volcanism Program upplýsingar, þar sem ferðavélin mundi ekki ráða við það álag.

Bárðarbunga

Sú jarðskjálftavirkni sem hófst í Bárðarbungu fyrir rúmlega 8 mánuðum síðan heldur áfram og munstrið er það sama og undanfarna 7 til 8 mánuði.

160512_2025
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það er ekki mikill munur á jarðskjálftahrinum milli vikna núna.

Öræfajökull

Það er áhugaverð jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Öræfajökli. Það bendir til þess að einhver kvika sé að fara inn í eldstöðina á dýpi (5 til 10 km). Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Öræfajökli, hinsvegar er eldgosa hegðun Öræfajökuls ekki nógu vel þekkt og engin traust gögn þekkt um hvað gerist í eldstöðinni þegar eldgos er yfirvofandi. Á þessari stundu eru allir jarðskjálftarnir litlir, það bendir til þess það magn kviku sem er að koma inn í eldstöðina á dýpi sé mjög lítið á þessari stundu.

Langjökull norður

Í dag (12-Maí-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í norðanveðrum Langjökli (nálægt Hveravöllum). Þarna hefur verið jarðskjálftavirkni síðan árið 2000, þegar að jarðskjálfti með stærðina 6,5 á suðurlandsbrotabeltinu kom virkni af stað á þessu svæði. Ástæður þess að þarna verða jarðskjálftahrinur eru óljósar. Engin breyting hefur orðið á eldstöðinni í Langjökli norðri svo vitað sé, þar hefur jarðskjálftavirkni ekki aukist undanfarin ár. Ein hugmyndin er sú að þarna séu að verða jarðskjálftar vegna breytinga á spennu í jarðskorpunni, það bendir til þess að þessi virkni sé ekki tengd sjálfri eldstöðinni.

160512_2110
Jarðskjálftavirknin í Langjökli nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað voru stórir. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

Nýtt – Greiningar á eldstöðvum og jarðskjálftum

Ég ætla að byrja á nýjum greinarflokki á þessari hérna síðu. Þar ætla ég að reyna að greina og útskýra það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi eftir því sem aðstæður leyfa. þessar greinar verða ítarlegar og því mun það taka mig nokkra daga að skrifa þær. Þannig að það munu ekki verða margar útgefnar greiningar á viku um það sem er að gerast í eldstöðvum á Íslandi. Ég ætla að bæta þessu við til þess að reyna að stækka lesendahóp þessar vefsíðu.

Jarðskjálftahrina ~125 norðan við Kolbeinsey

Þessi jarðskjálftahrina hófst einhverntímann í gær (09-Maí-2016) eða síðustu nótt (10-Maí-2016). Fyrsti jarðskjálftinn kom fram á mælum Veðurstofunnar um klukkan 01:03 UTC. Umrætt svæði er staðsett rúmlega 125 km norður af Kolbeinsey. Það er hugsanlegt að þarna hafi orðið eldgos á þessu svæði á síðustu árum (ég hef því miður ekki dagsetningu eða ár), einnig sem að eldgos á þessu svæði hefur ekki ennþá verið staðfest vegna fjarlægðar frá landi svo ég viti til. Það er mjög erfitt að vita nákvæmlega hvað er að gerast á þessu svæði núna. Jarðskjálftavirkni hefur verið að stíga undanfarin ár á þessu svæði.

160510_1345
Jarðskjálftahrinan norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði er fremur óþekkt og litlar mælingar hafa verið gerðar á því á undanförnum árum. Ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið þetta svæði hefur verið kortlagt á undanförnum árum. Ég reikna með því að virkni muni halda áfram á þessu svæði á næstu dögum. Ef þarna verður eldgos, þá mun enginn taka eftir því vegna fjarlægðar frá næstu byggð (~200 km).

Styrkir

Ég vil endilega minna fólk á að styrkja mína vinnu. Það er hægt með tvennum hætti. Með því að styrkja mig beint með Paypal og síðan með því að versla í gegnum Amazon auglýsingarborðana sem ég er með uppi á síðunni, eða í gegnum Amazon vefverslun auglýsingarborðana sem þar er að finna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (Vika 17)

Eftir stutt hlé með lítilli virkni, þá er jarðskjálftavirkni aftur farin að aukast í Bárðarbungu með jarðskjálftahrinum. Upptök þessara jarðskjálftavirkni eru þau sömu og venjulega, innstreymi kviku í Bárðarbungu og virkni kviku á grunnu dýpi (sem mun líklega ekki gjósa).

160502_1435
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,4. Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni að stærð. Fjöldi jarðskjálfta í þessari hrinu var mjög hefðbundinn, eða í kringum 20 jarðskjálftar. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið í bili, hinsvegar er líklegt að ný jarðskjálftahrina muni byrja aftur eftir nokkra daga en það hefur verið munstrið síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015.

160501.192500.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 3,4 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þetta er lóðrétti ásinn (Z) og merkið er síað á 2Hz. Þessi myndir er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Myndir af eldstöðvum Íslands

Þegar ég flaug til Danmerkur þann 14 Apríl þá var gott veður og heiðskýrt yfir Íslandi. Það gaf mér tækifæri til þess að taka myndir af þeim eldstöðvum sem voru í flugleið á leið minni til Kaupmannahafnar.

Hægt er að skoða myndirnar hérna. Ég get ekki sett þær inn í WordPress þar sem þær eru of stórar fyrir kerfið. Ég mun útbúa vefsíðu síðar með útskýringum hvað sést á myndunum. Höfundaréttur þessara mynda tilheyrir Jóni Frímanni Jónssyni. Hægt er að nota myndirnar gjaldfrjálst persónulega en öll notkun í auglýsingum og annari atvinnustarfsemi krefst leyfis frá mér.

Lítið internet samband frá 15 til 29 Apríl

Þar sem ég er að flytja aftur til Danmerkur þá verð ég í litlu internet sambandi milli 15 til 29 Apríl. Það getur verið að ég muni hafa eitthvað internet samband á þessum tíma en það er engann veginn víst. Ég mun ekki geta skrifað um þá atburði sem verða á Íslandi á þessum tíma eða fylgst almennilega með því sem er að gerast.

Hægt verður að setja athugasemdir hingað inn ef eitthvað gerist á Íslandi. Ég mun síðan reyna að setja inn nýja grein áður en athugasemdir lokast sjálfkrafa eftir 14 daga.

Vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (12-Apríl-2016) klukkan 22:26 varð vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu í þessari hrinu voru minni að stærð.

160413_2120
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er orðin nærri því vikulegur atburður og það verða oft einn til tveir jarðskjálftar sem verða stærri en þrír. Ég reikna með að núverandi jarðskjálftavirkni haldi áfram næstu daga og það þurfi ekki að bíða lengi eftir næsta jarðskjálfta sem er með stærðina þrír eða stærri.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (11-Apríl-2016) klukkan 16:49 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og varði aðeins í 15 mínútur.

160411_2050
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,2 og annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar voru minni að styrkleika. Jarðskjálftahrinunni er lokið þessa stundina.

Jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu

Stuttu eftir miðnætti varð jarðskjálfti með stærðina 4,2 í Bárðarbungu. Þetta var grunn jarðskjálftavirkni með dýpi í kringum 3 til 5 km. Nokkrir jarðskjálftar áttu sér stað á dýpinu 7 til 11 km, það bendir til kvikuhreyfinga á miklu dýpi í eldstöðinni. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika hafi náð grunnt upp í jarðskorpuna núna.

160408_1240
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,5 og á dýpinu 4,3 km. Aðrir jarðskjálftar voru minni og á mismunandi dýpi. Engin kvika náði til yfirborðs í þessari jarðskjálftavirkni. Jarðskjálftavirknin virðist hafa farið af stað vegna spennubreytinga sem eiga uppruna sinn í kvikusöfnun á miklu dýpi. Ég reikna með áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu næstu vikunar og mánuðina.