Minniháttar jarðskjálftavirkni í Heklu

Í dag (09-Júní-2017) hefur verið lítil jarðskjálftavirkni átt sér stað í Heklu. Stærsti jarðskjálftinn hafði eingöngu stærðina 1,0 og mesta dýpið sem kom fram var 2,2 km.


Jarðskjálftavirknin í Heklu sem er til hægri á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það getur hinsvegar breyst án mikils fyrirvara. Það er hugsanlegt að eldgosavirknin í Heklu sé vegna gufu eða gas sprengingina í eldstöðinni, allavegna á minna dýpi en það er erfiðara að segja til um það þegar komið er á meira dýpi. Þar er líklegra að um sé að ræða gas frekar en gufu að ræða en einnig gæti verið um kviku að ræða.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Költu

Í dag (03-Júní-2017) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og enginn af þeim jarðskjálftum sem varð hefur náð stærðinni 2,0. Miðað við staðsetningar og dýpi þessara jarðskjálfta þá er líklegt að þarna sé kvika á ferðinni, mesta dýpi sem kom fram var 16,1 km.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur dregið aftur úr jarðskjálftavirkni í Kötlu í augnablikinu. Í Júní hefst hinsvegar sumar jarðskjálftavirknin í Kötlu og á næstu vikum mun jarðskjálftavirkni væntanlega aukast í Kötlu og gera það fram í Desember þegar aftur fer að draga úr jarðskjálftavirkninni.

Tvær jarðskjálftahrinur í dag (02-Júní-2017)

Í dag (02-Júní-2017) hafa tvær jarðskjálftahrinur verið í gangi.

Vestara brotabeltið

Á jaðri svæðis sem ég kalla persónulega Vestara brotabeltið hefur lítil jarðskjálftahrina verið í gangi í dag og síðustu daga. Þetta brotabelti er á milli Langjökuls og Snæfellsnes og síðan Snæfellsnes og upp að Táknafirði þar sem það endar. Stundum verða jarðskjálftar þarna með stærðina 5,5.


Jarðskjálftahrinan vestan við Langjökul. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hafa komið fram hingað til hafa náð stærðinni 2,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Herðubreið – Herðubreiðartögl

Í dag hefur einnig verið jarðskjálftahrina í Herðubreið og Herðubreiðartöglum. Þetta hefur ekki verið mjög stór jarðskjálftahrina og ég held að enginn jarðskjálfti hafi náð stærðinni 2,0 eins og staðan er í núna. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þannig að stærðir jarðskjálfta er líkleg til þess að breytast.


Jarðskjálftahrinan í Herðubreið og Herðubreiðartöglum í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er vitað að kvika er þarna undir og er að teygja sig hægt og rólega í áttina að þessu svæði en það er ekkert sem bendir til þess að kvikan sé farin að nálgast yfirborðið og flest bendir til þess að kvikan sé ennþá á 10 til 15 km dýpi. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði vara stundum hátt í tvær vikur á þessu svæði.

Vikuleg jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (01-Júní-2017)

Í dag (01-Júní-2017) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina var á hefðbundum stað í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Það komu fram tveir jarðskjálftar með stærðina 3,2 og einn jarðskjálfti með stærðina 3,6. Aðrir jarðskjálftar sem urðu voru smærri að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag (01-Júní-2017). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er núna farin að nálgast það að vera vikuleg aftur, yfirleitt verður einn jarðskjálfti en yfirleitt koma fram nokkrir jarðskjálftar í einu og þá eru þeir flestir stærri en 3,0 að stærð. Hvað þessi aukna virkni þýðir er óljóst á þessari stundu.

Jarðskjálfti langt austur af Íslandi

Í dag (30-Maí-2017) skráði Veðurstofa Íslands jarðskjálfta með stærðina 3,8 rúmlega 370 km austur af Íslandi. Þessi jarðskjálfti er skráður á svipaða svæði og aðrir jarðskjálftar sem mældust á sama svæði fyrir nokkrum dögum síðan. Hugsanlegt er að staðsetningin sé ekki nákvæm vegna fjarlægðar jarðskjálftans frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands. Þessi jarðskjálfti hefur ekki verið skráður af EMSC.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans langt austur af Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna virðist eiga sér stað innanflekajarðskjálftavirkni sem gerist stundum. Á Íslandi gerist þetta einnig stöku sinnum, síðasta stóra jarðskjálftahrina varð við Djúpavík á Ströndum árið 2006 og varði í rúmlega eina og hálfa viku. Hvað er að gerast þarna djúpt austur af Íslandi er að mestu leiti óþekkt vegna fjarlægðar frá mælaneti Veðurstofu Íslands og eingöngu stærstu jarðskjálftarnir mælast á mælaneti Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Undanfarin mánuð hefur verið jarðskjálftahrina rétt utan við Flatey á Skjálfanda. Þetta er ekki jarðskjálftahrina sem er mjög stór, hvorki í fjölda jarðskjálfta eða stærð þeirra jarðskjálfta sem hafa orðið. Stærstu jarðskjálftarnir undanfarin mánuð hafa náð stærðinni 2,5 til 3,0 en allir aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina boðar líklega ekki neina sérstaka atburði en það er alltaf hætta á því að eitthvað gefi sig og jarðskjálfti sem finnist verði á svæðinu.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa einnig orðið aðrar jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu undanfarið en þær eru einnig ekki stórar. Þessi jarðskjálftavirkni er ekki tengd þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað nærri Flatey á Skjálfanda held ég. Tjörnesbrotabeltið er eitt af virkari jarðskjálftasvæðum á Íslandi og verða þar hundruðir jarðskjálftar á hverju ári. Það eina sem er undarlegt er þessi þráðláta jarðskjálftavirkni nærri Flatey á Skjálfanda. Hinsvegar er þetta ekki í fyrsta skipti sem svona jarðskjálftahrinur verða á Tjörnesbrotabeltinu og venjulega þá endast þær eingöngu í nokkrar vikur og hætta síðan án þess að nokkuð merkilegt gerist.

Sterk jarðskjálftahrina í Kötlu í dag (19.04.2017)

Í dag (19.04.2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Kötlu og voru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina 3,0 og 3,1. Þetta er öflugasta jarðskjálftavirkni í Kötlu síðan í Janúar-2017 þegar jarðskjálfti með stærðina 4,3 átti sér stað. Enginn gosórói kom fram í Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Græna stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftanna með stærðina 3,0 og 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þeir jarðskjálftar sem ég mældi á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð sýnir að umrædd jarðskjálftavirkni er blanda af lágtíðni/hátíðni jarðskjálfta. Það þýðir að kvika ber ábyrgð á jarðskjálftahrinu dagsins í Kötlu. Það kom fram í fréttum í dag að umrædd jarðskjálftahrina er að mestu leiti langt frá háhitasvæðum sem er að finna undir Mýrdalsjökli og því er þessi jarðskjálftahrina ekki tengd þeim. Jarðskjálftahrinan í dag varð nærri svæði þar sem gaus síðast árið 1755 og einnig nærri svæði þar sem varð lítið eldgos árið 1955 (komst ekki upp úr jöklinum).


Stærsti jarðskjálftinn í Kötlu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi og nánari upplýsingar er að finna á síðunni CC leyfi.

Þessi jarðskjálftavirkni getur verið vísbending um það hvað mun hugsanlega á leiðinni í Kötlu. Það er þó engin leið til þess að segja til um slíkt með neinni vissu í dag. Þar sem núverandi jarðskjálftavirkni hefur verið í gangi frá Ágúst-2016 að mestu leiti. Hvernig þetta þróast á eftir að koma í ljós, vegna skorts á gögnum er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það hvað gerist næst í Kötlu en nýjustu eldgosagögnin sem íslendingar hafa eru frá árinu 1918 og eru mjög ónákvæm vegna skorts á vísindaþekkingu á þeim tíma.

Örlítil aukning í jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum síðustu mánuði

Síðustu mánuði hefur verið örlítil aukning í jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Þessi aukna jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum bendir sterklega til þess að eldstöðin sé í síðari stigum þess að undirbúa sig fyrir eldgos.


Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum (fyrir miðju). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Grímsvötnum var árið 2011 og var með stærðina VEI=4 og er líklega stærsta eldgos í Grímsvötnum síðustu 140 árin. Ég reikna ekki með að næsta eldgos í Grímsvötnum verði stórt, það er hinsvegar engin leið til þess að segja til um fyrir víst fyrr en eldgos á sér stað. Það eina sem er öruggt er að ekki er langt í næsta eldgos í Grímsvötnum.


Tími milli eldgosa í Grímsvötnum síðan árið 2000, þessi mynd gefur góða hugmynd um tíma milli eldgosa í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan árið 2000 hefur verið eldgos í Grímsvötnum með rúmlega 2200 daga millibili. Það er farið að styttast í þann dagafjölda samkvæmt myndinni að ofan.

Þrír litlir jarðskjálftar í Heklu

Í gær (02.03.2017) urðu þrír litlir jarðskjálftar í Heklu. Það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara að gerast í eldstöðinni á þessari stundu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina 0,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það er ennfremur mín skoðun að Hekla hafi aftur skipt yfir í eldri hegðun, það þýðir eitt til tvö eldgos á öld. Því verður væntanlega næsta eldgos í Heklu á tímabilinu 2030 til 2100.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu (líklegasta staðsetning)

Í gær (25.02.2017) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu. Af óþekktum ástæðum, þá er Veðurstofa Íslands ekki búinn að staðsetja þennan jarðskjálfta nákvæmlega eða koma með nákvæma stærð þessa jarðskjálfta. Ég áætla út frá útslagi þessa jarðskjálfta á mínum jarðskjálftamælum að stærðina sé á bilinu 3,2 til 3,8. Staðsetningin er einhverstaðar í Bárðarbungu mjög líklega, þar sem ég er bara með tvo jarðskjálftamæla á Íslandi, þá get ég ekki fundið sjálfur út nákvæma staðsetningu á þessum jarðskjálfta. Til þess að fá nákvæma staðsetningu, þá þarf ég að vera með meira en þrjá jarðskjálftamæla.


Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ég mun uppfæra þessa grein þegar nákvæm staðsetning og stærð þessa jarðskjálfta verður ljós hjá Veðurstofu Íslands.

Uppfærsla

Vikulegt jarðskjálftaeftirlit Veðurstofunnar hefur stærð þessa jarðskjálfta sem Mw2,58 og ML3,03.

227 20170225 143125.453 64.64607 -17.35535 0.065 2.58 3.03

Grein uppfærð þann 27.02.2017 klukkan 20:59.