Það sem búast má við af Bárðarbungu (líklega)

Þetta hérna eru hugleiðingar um það sem er hugsanlegt að muni gerast í Bárðarbungu.

Hrun Bárðarbungu í nýja öskju

Í dag er askja í Bárðarbungu, þetta er ein stærsta askja Íslands og er rúmlega 70 ferkílómetrar að stærð og 10 km að breidd. Hinsvegar stendur eldstöðin hátt og er hæst rúmlega 2009 metra yfir sjávarmáli. Þannig að það er nægur efniviður fyrir Bárðarbungu til þess að falla niður í. Þann 16-Ágúst-2014 hófst þetta ferli sem mun valda hruni Bárðarbungu. Þann dag var hófst hrunið í Bárðarbungu, en það vissi það bara ekki neinn, en þann dag hófst einnig öflug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu sem markaði þetta upphaf hruns Bárðarbungu. Þegar hrun Bárðarbungu hefst fyrir alvöru má búast við mjög sterkum jarðskjálftum á svæðinu. Stærðir þeirra verða frá 5,5 til 6,7 og hugsanlega stærri ef jarðskorpan þarna ber slíka jarðskjálfta. Kvikan sem er í kvikuhólfi Bárðarbungu mun síðan leita upp með brúnum misgengins sem myndast hefur (hringurinn sem jarðskjáfltanir mynda eru misgengið). Kraftur eldgossins mun ráðast að mestu leiti á því hversu mikið öskjusig þetta verður, það er ekki hægt að segja til um það hversu mikið það verður fyrr en það hefst. Ég er hinsvegar að búast við mjög stóru öskjusigi sem mun valda miklu tjóni á Íslandi.

Það er einnig hætta á því að mínu áliti (sem getur verið rangt) að norðari hlið Bárðarbungu falli fram eða hrynji niður í þessum átökum sem þarna munu eiga sér stað. Hvað varðar jökulflóð þá er ljóst að þau munu fara bæði suður-vestur og norður með vatnasvæðum þar sem þau falla. Hversu mikið hlaupvatn er um að ræða er erfitt að segja til um á þessari stundu, en ljóst er það mun verða umtalsvert. Reikna með tjóni á vatnsvirkjum á þeim svæðum þar sem flóðin munu fara um. Einnig má reikna með miklu tjóni við Húsavík þar sem flóðin fara um. Tjón af völdum öskuskýs mun eingöngu ráðast af vindátt þegar að þessu kemur. Reikna má með að öskuskýið verði mjög stórt þegar þetta gerist og nái jafvel meira en 20 km hæð.

Eldgosavirkni mun halda áfram eftir að hruninu líkur. Hversu lengi slík virkni mun vara veit ég ekki fyrr en þessu er öllu saman lokið. Það getur verið allt frá viku upp í mörg ár. Það eina sem er hægt að gera er að bíða og sjá til hvernig þetta fer.

Öryggisatriði fyrir fólk

  • Fólk þarf að kaupa sér langbylgjuútvarp til þess að ná langbylgju útsendingum. Þar sem reikna má með tjóni á fjarskiptavirkjum og rafmagnsleysi þegar öskjusigið hefst. Upplýsingavefsíðu Rúv um langbylgjuna er að finna hérna.
  • Fólk ætti að fá sér heimasíma sem gengur eingöngu á fastlínukerfinu. Það tryggir virkni fastlínusíma ef aðrar fjarskiptaleiðir tapast (sambönd yfir farsíma).
  • Fólk ætti að fá sér talstöðvar. Þar sem ekki er hægt að treysta á farsímakerfið eða fastlínukerfið virki í verstu tilfellunum eða eftir langdregið rafmagnsleysi. Þannig er hægt að tryggja þráðlaus fjarskipti á takmörkuðu svæði. Þar sem drægni talstöðva er ekki meira en 8 til 10 km á UHF bandinu.
  • Hægt er að nota varaaflgjafa við sjónvörp (flatskjái). Við slík sjónvörp þá duga þeir lengur en við tölvur, en ekki endalaust.
  • Fólk skal búast við sambandsleysi við internetið þegar þetta hefst. Þar sem ekki er hægt að treysta á það að flutningsleiðir fyrir internet sambönd haldi við álíka hamfarir.
  • Fólk á að hlusta á tilkynningar frá Almannavörnum þegar þetta skellur á. Hvort sem þær eru í útvarpi eða sjónvarpinu.

Um stöðuna í Bárðarbungu

Staðan í Bárðarbungu er mjög alvarleg og fer ekki batnandi eftir því sem tíminn líður. Það er ljóst að mjög stórir atburðir eru að eiga sér stað þar núna. Þetta eru hugsanlega stærstu atburðir í sögu Íslands síðan land byggðist, það er þó ekki hægt að vera viss um slíkt fyrr en þetta hefst. Ég byggi mitt álít á bestu vísindalegu gögnum sem ég hef. Það sem ég veit ekki hvenær þetta mun hefast. Hinsvegar er ljóst að mínu áliti að þetta öskjusig í Bárðarbungu mun ekki hætta, það hefur ekki sýnt nein merki um að farið sé að hægjast á því sigi sem hafið er. Virkni dettur hinsvegar niður í einhverja klukkutíma eins og er og hefur gert það frá upphafi þessara atburða, ég veit ekki afhverju það er ennþá og hugsanlegt er það mun taka vísindamenn marga áratugi að komast að því afhverju slíkt hegðun á sér stað í eldstöðvarkerfum almennt.

Ég vona það besta í þeirri atburðarrás sem er núna að fara af stað. Hinsvegar er ljóst í mínum huga þegar þetta fer af stað af fullu afli þá mun verða mikið tjón. Ég vona að íslendingar sleppi við mannfall vegna þessara atburða sem eru að fara af stað fljótlega að mínu áliti.

Minniháttar aukning á leiðni í Múlakvísl

Undanfarna daga hefur verið minniháttar aukning á leiðni í Múlakvísl sem kemur úr Mýrdalsjökli, ástæðan fyrir þessu eru katlar sem koma til vegna háhitasvæða sem eru í Kötlu.

140908_1345
Minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er engin hætta á eldgosi eins og staðan er núna. Þar sem jarðskjálftavirkni í Kötlu er langt fyrir neðan venjulega bakgrunnsvirkni sem er venjulega í Kötlu. Ég reikna með að ástandið í Múlakvísl verði komið í eðlilegt horf eftir nokkra daga.

Minni leiðni í jökulám úr Mýrdalsjökli

Í dag (12-Júlí-2014) hefur leiðni í jökulám úr Mýrdalsjökli verið minnkandi, ásamt því að rennsli úr þessum jökulám hefur farið minnkandi á sama tíma vegna þessa flóðs sem hefur staðið undanfarna daga. Magn hættulegra gastegunda er hinsvegar ennþá nærri hættumörkum eins og stendur og er fólki ráðlagt að halda sig frá jökulám úr Mýrdalsjökli.

140712_1750
Minni jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu er kominn niður í eðlilega bakgrunnsjarðskjálfta. Síðustu daga hefur dregið mjög úr þeirri jarðskjálftavirkni sem var í Kötlu síðustu vikur. Það er hinsvegar hætta á því að þessi rólegheit muni enda án fyrirvara, þar sem slík hegðun hefur gerst áður samkvæmt mælingum vísindamanna.

Ef stórfelldar breytingar verða. Þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.

Annað: Í Desember-2014 mun ég flytja aftur til Íslands. Það er hægt að lesa afhverju ég þarf að flytja aftur til Íslands hérna (á ensku).

Styrkir: Endilega muna að styrkja mína vinnu. Það kemur í veg fyrir að ég verði blankur. Takk fyrir stuðninginn.

Óvissustigi lýst yfir varðandi Kötlu

Í gær (8-Júlí-2014) var lýst yfir óvissustigi í Kötlu vegna lítils jökulsvatns sem er að koma undan Mýrdalsjökli. Það fylgir þessu jökulvatni mikið magn af brennistein og öðrum hættulegum gastegundum. Þess vegna ráðleggja almannavarnir fólki um að vera ekki á þessu svæði og alls ekki stoppa nærri Múlakvísl og öðrum jökulám sem renna úr Mýrdalsjökli. Einnig sem að fólk er ráðlagt að hafa kveikt á farsímum sínum þegar það er í nágrenni Kötlu, þannig að hægt sé að senda því neyðar SMS ef eitthvað alvarlegt gerist í Kötlu.

140708_2130
Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutíma (8-Júlí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan núna [þegar þetta er skrifað] er að það er rólegt í Kötlu eins og stendur. Þessi rólegheit gætu ekki enst, þar sem jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur það munstur að hætta í nokkra klukkutíma og byrja síðan aftur. Stærsti jarðskjálftinn síðust 24 klukkutímana var jarðskjálfti með stærðina 3,0 og síðan var jarðskjálfti með stærðina 2,7 auk fjölda annara minni jarðskjálfta sem einnig áttu sér stað í Kötlu síðasta sólarhringinn.

140708.091700.hkbz.psn
Jarðskjálftinn í Kötlu í gær (8-Júlí-2014) klukkan 09:18. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,0. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað undanfarið er mjög lík þeirri jarðskjáltavirkni sem varð í Kötlu í Júlí-2011. Eins og staðan er núna hefur enginn órói mælst á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu. Það er ekki hægt að vita hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun leiða til eldgoss eða ekki. Hættan á eldgosi núna er hærri en venjulega á meðan jarðskjálftavirknin er svona mikil, það þýðir hinsvegar ekki að eldgos muni eiga sér stað. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni hérna á jarðskjálftamæli sem ég er með í Heklubyggð og síðan er hægt að skoða vefmyndavél sem er vísað í átt að Kötlu hérna. Katla sést ef það er ekki mjög skýjað.

Styrkir: Endilega muna eftir að styrkja mína vinnu, þar sem ég kemst ekkert langt á þeim örorkubótum sem ég er að fá. Það er hægt að styrkja mig með því að versla við Amazon (UK er notað fyrir Ísland) og þá með því að smella á auglýsingaborðana hérna. Það er einnig hægt að styrkja mig með beinum hætti með því að leggja inn á mig beint eða nota PayPal takkan hérna til hliðar. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig beint er að finna hérna.

Staðan í Kötlu klukkan 23:31

Þetta er stutt uppfærsla á stöðunni í Kötlu. Þessar upplýsingar gætu orðið úreltar með skömmum fyrirvara.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Kötlu er að aukast þessa stundina. Eins og staðan er núna þá eru engin augljós merki um það að eldgos sé yfirvofandi. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara eins og ég met stöðuna núna. Það er einnig ekki hægt að vita eins og er hvort að þessi virkni í Kötlu muni halda áfram að aukast eða minnka. Samkvæmt fyrri reynslu þá er það mitt mat að þessi virkni muni halda áfram að aukast á næstu dögum og vikum áður en það fer aftur að draga úr þessari virkni. Þessi aukna virkni mun hugsanlega ekki leiða til eldgoss, þar sem aukin jarðskjálftavirkni þarf ekki endilega að þýða að eldgos sé yfirvofandi. Hinsvegar hefur þessi aukna jarðskjálftavirkni í Kötlu aukið líkunar á því að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu eins og staðan er núna. Þangað til að það fer að draga úr jarðskjálftavirkninni þá er hættan á eldgosi hærri en venjulega. Hinsvegar eru þess engin merki eins og er að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.

140707_2017
Jarðskjálftavirknin í Kötlu klukkan 20:17 í kvöld (7-Júlí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar lítið eldgos átti sér stað í Kötlu í Júlí-2011 (ég skrifaði um það hérna og hérna á ensku). Þá urðu einnig svona jarðskjálftahrinur í Kötlu eins og sjást núna og hófst þær rúmum mánuði áður en það litla eldgos átti sér stað. Sú virkni sem átti sér þá stað varð í öðrum stað í Kötlu öskjunni en sú virkni sem núna á sér stað. Jarðskjálftavirknin í dag er á svæði sem hefur hugsanlega ekki gosið síðan árið 1918 þegar síðasta stóra eldgos varð í Kötlu.

140706.234343.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn í þann 6-Júlí-2014. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,0. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi fyrir nánari upplýsingar.

Þessi jarðskjálfti sýnir að kvika í Kötlu er undir talsverðum þrýstingi. Þessi þrýstingur veldur því að þeir jarðskjálftar sem koma fram mynda tornillo jarðskjálfta. Þessir jarðskjálftar eru lágir í tíðni og frekar eintóna og með langt útslag. Ég get ekki sagt til um það hvað gerist næst í Kötlu, ef eitthvað meira gerist en bara jarðskjálftavirkni. Meira vatn hefur einnig verið í Múlakvísl síðasta sólarhringinn, það er hinsvegar möguleiki á því að það sé bara regnvatn sem er að fara í ána, þar sem mikil rigning hefur verið á þessu svæði síðasta sólarhringinn, leiðni hefur einnig verið hærri á sama tíma í Múlakvísl, það er ekki ljóst á þessari stundu afhverju það stafar. Ég mun halda áfram að fylgjast með stöðinni í Kötlu á meðan virknin er svona mikil.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja mína vinnu. Þar sem mér finnst alltaf erfitt að vera blankur. Takk fyrir stuðninginn.

Áframhald á jarðskjálftavirkni í Kötlu

Þessa stundina er jarðskjálftavirkni í Kötlu. Eins og stendur hefur jarðskjálftavirknin verið frekar lítil þegar talið er í stærð jarðskjálfta. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til náði stærðinni 2,7.

140703_2155
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef náð að mæla nokkra af þessum jarðskjálftum sem hafa átt sér stað í Kötlu og hafa þeir allir verið lágtíðni jarðskjálftar. Það er vísbending þess efnis að þeir verða til annaðhvort vegna breytinga á háhitasvæði í Kötlu eða vegna kvikuhreyfinga innan í eldstöðinni. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Hinsvegar finnst mér þessi jarðskjálftavirkni í Kötlu dularfull og það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni, þar sem það er möguleiki á því að þetta sé varasöm staða sem er að koma upp núna, og sú staða sem er að koma upp núna gæti breyst með skömmum fyrirvara.

Eldstöðin Hekla

Jarðskjálfti með stærðina 2,3 átti sér stað 2-Júlí-2014 í Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 9,9 km. Engin frekari virkni átti sér stað í Heklu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Það er ekki vitað afhverju þessi jarðskjálftavirkni á sér núna stað í Heklu.

Styrkir: Það er hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar eða með því að kaupa vörur í gegnum Amazon UK auglýsinganar á þessari vefsíðu. Hjá Amazon fæ ég 5% til 10% af verði hverrar vöru í tekur. Það skiptir ekki máli hvað er keypt. Hægt er að styrkja mig beint með því að lesa upplýsinganar hérna ef fólk vill ekki nota PayPal takkann. Ég þakka stuðninginn.

Jarðskjálfti í Heklu, áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (30-Júní-2014) klukkan 03:52 varð jarðskjálfti með stærðina 1,0 í Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 0,1 km og telst þetta því vera yfirborðsjarðskjálfti og á upptök sín í breytingum á jarðskorpunni í Heklu. Engin önnur virkni hefur komið fram í kjölfarið á þessum jarðskjálfta í Heklu.

140630_1835
Jarðskjálftavirkni í Heklu og Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Kötlu (sjá mynd). Virkasta svæðið í Kötlu er nærri svæði sem kallast Hábunga í Mýrdalsjökli. Síðustu 24 klukkutímana hefur stærsti jarðskjálftinn haft stærðina 1,6 með dýpið 0,2 km. Dýpri jarðskjálftar eru einnig að eiga sér stað, dýpsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var á 20,6 km dýpi. Grynnri jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað á sama svæði, eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fylgjast með virkni í Kötlu þar sem hugsanlegt er að þessi atburðarrás leiði til eldgoss, þessi jarðskjálftavirkni gæti einnig ekki leitt til eldgoss í Kötlu. Það er engin leið til þess að vita það eins og stendur hvað er nákvæmlega að gerast í Kötlu.

Styrkir: Ég minni fólk á að styrkja mína vinnu ef það vill. Hægt er að fá upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (27-Júní-2014) voru djúpir jarðskjálftar mældir í Kötlu, stærðir þessara jarðskjálfta voru frá 0,8 og upp í 1,5. Dýpið sem mældist var frá 23,7 km og niður í 25,7 km.

140627_1735
Jarðskjálftarnir í Kötlu í dag eru þeir sem eru appelsínugulir og innan öskjunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar jarðskjálftar eiga sér stað á svona miklu dýpi. Þá er um að ræða kvikuhreyfingar eða kvikuinnskot, slíkar hreyfingar leiða ekki endilega til eldgoss en þýða samt að nauðsynlegt er að fylgjast með þessari virkni sem er að eiga sér stað. Ef eitthvað skyldi breytast í eldstöðinni. Eftir því sem ég best veit þá hafa ekki orðið neinar breytingar á yfirborði Kötlu vegna þessar djúpu jarðskjálftavirkni. Það er ennþá mjög óljóst og illa skilið hvernig Katla hagar sér áður en stórt eldgos hefst.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja mína vinnu þar sem að örorkubætur duga mér mjög skammt. Eins og staðan er í dag þá er ég blankur og hef verið það núna í nokkra daga. Ég þakka fyrir stuðninginn.

Auglýsingar: Ég er í dag eingöngu með Amazon auglýsingar á vefsíðunum hjá mér. Það hjálpar mér að vinna að þessu. Hinsvegar virka Amazon auglýsingar þannig að ég fæ borgað þegar fólk kaupir vörur. Ég fæ ekkert fyrir það þegar fólk smellir á auglýsinganar. Þegar fólk kaupir vörur af Amazon í gegnum þær auglýsingar sem ég er með hérna þá fæ ég 5 til 10% af söluverði vörunnar í tekjur. Það hjálpar mér einnig að reka þessa vefsíðu. Ég þakka fyrir stuðninginn.

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Kötlu

Í dag (18-Júní-2014) klukkan 10:20 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Kötlu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 2,5 km. Stærsti eftirskjálftinn sem kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta var með stærðina 1,3.

140618_1210
Jarðskjálftinn í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140618.102000.hkbz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Heklubyggð á jarðskjálftamæli sem ég er með þar. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað sé að fara gera í Kötlu á þessum tímapunkti. Það er þó nauðsynlegt að fylgjast með stöðu mála í Kötlu ef jarðskjálftavirkni fer að aukast.

Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli

Í dag (13-Júní-2014) urðu nokkrir jarðskjálftar í Hofsjökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni hafði stærðina 2,8 og var með dýpið 5,1 km.

140613_1715
Jarðskjálftavirknin í Hofsjökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ekki mikil í Hofsjökli en gerist engu að síður einstaka sinnum. Stundum er jarðskjálftavirkni einu sinni til tvisvar á ári í Hofsjökli, en það er engu að síður ekkert algengt. Það er allt rólegt í Hofsjökli núna og ég á ekki von á því að það muni breytast á næstunni.

Uppfært klukkan 17:24.

Uppfært klukkan 17:40.