Staðan í Bárðarbungu þann 1-Október-2014

Þessar upplýsingar geta breyst mjög hratt ef eitthvað gerist í Bárðarbungu.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 22:50

  • Eldgosið í Holuhrauni er núna búið að vara í mánuð og það eru ekki nein merki þess að eldgosinu fari að ljúka fljótlega.
  • Hraunið í Holuhrauni er núna orðið 47,8 ferkílómetrar að stærð og fer stækkandi með hverjum deginum.
  • Gígurinn sem gýs úr stækkar með hverjum deginum og virðist  vera orðinn mjög sýnilegur í landslaginu sem þarna er til staðar.
  • Það virðist gjósa úr 400 til 600 metra sprungu í Holuhrauni. Þetta er mitt mat byggt á þeim myndböndum sem ég hef séð á internetinu af eldgosinu undanfarið.
  • Jarðskjálftavirkni heldur áfram í kvikuinnskotinu og er núna farin að aukast undir jöklinum, og það er áhyggjuefni, þar sem líkunar á eldgosi undir jökli hafa aukist til muna við þessa jarðskjálftavirkni.
  • Stærsti jarðskjálftinn í dag átti sér stað klukkan 17:59 og var með stærðina 4,8. Annar stærsti jarðskjálftinn í dag varð klukkan 02:44 og var með stærðina 4,2.
  • Slæmt veður í Holuhrauni hefur komið í veg fyrir mælingar vísindamanna á svæðinu samkvæmt fréttum.
  • Mengun vegna SO2 (brennisteinsdíoxíði)  er mjög mikil eftir vindátt og fór hæst í dag í rúmlega 5800 míkrógrömm í rúmmetra miðað við 10 mínúta gildi.
  • Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga á svipuðum hraða og áður.
  • Slæmt veður fram á Laugardag mun koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með eldgosinu. Sérstaklega þegar fer að snjóa á Föstudaginn samkvæmt veðurspánni í dag.
  • Engar frekari fréttir af stöðu mála eftir því sem ég kemst næst.