Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög hratt ef eitthvað gerist í Bárðarbungu.
Staðan í Bárðarbungu klukkan 23:08 UTC
- Það eru ekki nein merki þess ennþá að eldgosinu í Holuhrauni sé að ljúka. Eins og stendur eru aðeins einn eða tveir gígar að gjósa í Holuhrauni.
- Hraunið er núna 47 ferkílómetrar að flatarmáli samkvæmt nýjustu mælingu. Það breiðir úr sér núna þar sem það hefur ekki orku til þess að lengjast eins og stendur.
- Jarðskjálftavirkni á sér ennþá undir kvikuinnskotinu. Það bendir til þess að eldgosið sem á sér stað núna sé ekki nægjanlega stórt til þess að gjósa allri þessari kviku sem er þarna undir. Því er þrýstingur að aukast í kvikuinnskotinu núna.
- Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 4,8 og átti hann sér stað klukkan 19:24. Annar stærsti jarðskjálftinn í dag varð klukkan 14:53 og var með stærðina 4,7. Aðrir jarðskjálftar í dag hafa verið minni.
- Eldgosið í Holuhrauni er núna orðið tvisvar sinnum stærra en Kröflueldar sem gusu árið 1974 – 1984 samkvæmt vísindamönnnum. Hægt er að lesa um það hérna í frétt frá því í dag (30-September-2014).
- Askja Bárðarbungu hefur núna sigið um rúmlega 30 metra samkvæmt síðustu mælingu. Þetta er samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni hjá Háskóla Íslands. Það er reiknað með að fljúga yfir Bárðarbungu í lok vikunnar þegar flugvélin sem þeir nota kemur úr viðhaldi.
- Veðurstofu Íslands hefur staðfest að það er bara hraun að flæða í Jökulsá á Fjöllum núna. Ný gossprunga hefur ekki opnast upp eins og halda mætti á vefmyndavélum Mílu.
- Sú gliðnunarhrina sem þarna er hafin jafngildir núna því að uppsöfnuð gliðnun á þessu svæði í Bárðarbungu síðustu 150 ára. Svona gliðnun á sér stað öll á sama tíma og það er ljóst að gliðnunarhrinunni er ekki lokið.
- Slæmt veður hefur komið í veg fyrir að vísindamenn geti verið á svæðinu í kringum Holuhraun. Reikna má með að veðrið fari ekki að lagast fyrr en 2-Október-2014. Þar sem reiknað er með nýjum óveðri á morgun.
Einn mánuður frá því að eldgos í Holuhrauni hófst
Í dag (30-September-2014) er einn mánuður rúmlega síðan fyrsta eldgosið í Holuhrauni átti sér stað. Á morgun (1-Október-2014) er einn mánuður síðan núverandi eldgos í Holuhrauni hófst.
Áhrif vinds á jarðskjálftamælingar
Á þessari mynd má sjá hvernig vindur hefur áhrif á jarðskjálftamælinn hjá mér og aðrar jarðskjálftamæla á Íslandi. Þetta er ekki hávaði vegna vinds. Þetta er hávaði vegna öldugangs við strendur Íslands og síðan langt út á sjó þar sem óveður eru núna.
Svona á að lesa þessa mynd. Fyrst er jarðskjálftinn, þarna er fyrst P bylgjan og síðan kemur S bylgjan. Ásamt örðum bylgjum sem er að finna í jarðskjálfta. Bylgjunar sem eru yfir alla myndina er öldugangur sem skellur á ströndum Íslands og síðan djúpt útá norður Atlantshafi og á Grænlandshafi norður af Íslandi. Toppurinn sem verður á milli 21:07:21 – 21:07:41 er truflun vegna rafmagns, truflunin sem verður á milli 21:08:41 – 21:09:21 er vegna dýra eða á upptök sín í öðru sem veldur truflunum á jarðskjálftamælinum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC Leyfi fyrir frekari upplýsingar.